Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Qupperneq 36
ÖRYGGISMÁL
Skollahvilft ofan byggöarinnar á Flateyri. Myndina tók Jón Gunnar Egilsson af Goöhóll. Tölvulnn-
setnlng varnargaröa er unnin á VST hf. og ísgrafi hf.
Undirbúningur framkvæmda
Undirbúningur framkvæmda við fullnægjandi snjó-
flóðavarnir fyrir þorpið hófust strax eftir snjóflóðið í
október. Flateyrarhreppur fól VST hf. undirbúning
framkvæmdanna í samvinnu við snjóflóðasérfræðinga
Norsku jarðtæknistofnunarinnar (NGI). VST hefur í
tæplega áratug unnið að verkefnum á sviði snjóflóða-
vama og hættumats, m.a. fyrir Isafjarðarbæ (hættumat
og vamartillögur), Vesturbyggð (vamartillögur), Súða-
vík (hættumat eftir flóðið vegna ákvarðana um uppkaup
húsa) og Neskaupstað (vamartillögur), auk tillagna og
hönnunar vama fyrir Flateyri. Starfsmenn verkfræðistof-
unnar hafa sótt námskeið og ráðstefnur á þessu sviði
bæði hérlendis og erlendis og sinnt rannsóknunt á snjó-
flóðum, m.a. við Háskóla Islands og í samvinnu við
Veðurstofu Islands. Einnig hafa starfsmenn verkfræði-
stofunnar skoðað vamarvirki á ýmsum stöðum erlendis,
m.a. í Austurriki, Sviss og í Frakklandi. NGI er mjög
virt stofnun á alþjóðamælikvarða á sviði snjóflóðavama
og þar fara fram snjóflóðarannsóknir og undirbúningur
snjóflóðavama í Noregi. Starfsmenn NGI eru margir á
meðal þekktustu snjóflóðasérfræðinga heims. Aðstæður
í Noregi eru að mörgu leyti líkar aðstæðum hér og
reynsla Norðmanna nýtist okkur því vel í uppbyggingu
snjóflóðavama hér á landi. Auk þess var mikið og náið
samstarf við snjóflóðasérfræðinga Veðurstofu Islands
við undirbúning framkvæmdanna, en þar er nú unnið að
uppbyggingu þekkingar og að rannsóknum á íslenskum
snjóflóðum.
Kröfur um öryggi
Strax í upphafi mörkuðu
stjórnvöld, í samvinnu við
Veðurstofu, stefnu varðandi
þær öryggiskröfur sem
gerðar skyldu til varnar-
virkjanna. Ahætta íbúa neð-
an garðanna af völdum
snjóflóða skyldi verða sam-
bærileg eða minni en áhætta
landsmanna af völdum ann-
arra slysa, svo sem umferð-
arslysa.
Akveðið var að miða við
áhættuna 0,2 • 10'4 á ári, þ.e.
líkur á því að farast í snjó-
flóði séu I á móti 50.000 á
ári.
Til samanburðar má geta
þess að áhætta vegna um-
ferðarslysa er u.þ.b. fimm
sinnum meiri, eða 1 á móti
10.000 á ári. Að sumu leyti
er erfitt að bera þessar kröf-
ur saman við þær kröfur
sem gerðar eru í öðrum löndum þar sem snjóflóðahætta
er, t.d. í Noregi og Ölpunum. Þó er ljóst að þessar örygg-
iskröfur eru með þeim allra ströngustu sem gerðar eru í
heiminum.
Aöstœöur til snjóflóöavarna
Á Flateyri eru að sumu leyti ákjósanlegar aðstæður til
byggingar snjóflóðavama, þótt byggðin sé vissulega á
miklu snjóflóðasvæði og hættan með því mesta sem ger-
ist á byggðu svæði í heiminum. Ofan byggðarinnar er
nægilegt pláss til byggingar leiðigarða til þess að beina
snjóflóðum frá henni yfir á óbyggð svæði, en leiðigarðar
eru yfirleitt hagkvæmusta form snjóflóðavama þar sem
þeim verður við komið. Stoðvirki á upptakasvæðum snjó-
flóða, þ.e. grindur eða net, sem koma í veg fyrir að snjó-
flóð skríði af stað, koma hins vegar ekki til greina á Flat-
eyri. Ástæðan er fyrst og fremst kostnaður, enda er stærð
upptakasvæðisins mjög mikil, en einnig erfiðar jarðvegs-
aðstæður, grjóthmn, óreglulegt landslag og fleira. Bygg-
ing þvergarðs, þ.e. stíflugarðs til þess að stoppa snjóflóð-
ið, kemur ekki til greina á Flateyri vegna mikils hraða
snjóflóðsins þegar það skellur á slíkum garði.
SkriÖlengd flóös sem miöa skal varnir viö
(hönnunarflóö)
Til þess að ná því öryggi sem krafist er er nauðsynlegt
að miða hönnun vamarvirkjanna við enn stærra snjóflóð
en það sem féll í október 1995, enda er ekkert sem bend-
30