Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Qupperneq 39

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Qupperneq 39
ORYGGISMAL Leiöigaröar rétt ofan byggöarinnar sem tengjast saman í toppnum. Myndina tók Páll Geirdal úr lofti 11. febrúar 1998. lega í farvegi sínum þar sem hraði þeirra er þetta mikill. Bein reynsla fyrir virkni garða gegn svo stórum flóðum er því mjög takmörkuð. Við hönnun garðanna hefur hins vegar verið leitast við að nýta bestu þekk- ingu og reynslu sem til er í heimin- um hvað varðar eðli snjóflóða og virkni vamargarða gagnvart þeim. Nauðsyn vandaðs undirbúnings Vanda ber sem mest til snjó- flóðatæknilegs undirbúnings slíkra framkvæmda, enda eru þar settar grundvallarforsendur fyrir virkni vamarvirkja og stærð þeirra og um- fang ákvörðuð. Um leið er nauð- synlegt að gera sér grein fyrir því að óvissa við slíka hönnun er langt- um meiri en fylgir flestri annarri verkfræðilegri hönnun mannvirkja. A þessu stigi undirbúningsins er rétt að nýta þekkingu og reynslu erlendra sérfræðinga um snjóflóð og snjó- flóðavarnir, en jafnframt þekkingu innlendra aðila á þeim sérstöku aðstæðum sem vissulega em til staðar í snjóflóðamálum hér á landi. Nauðsynleg samvinna við heimamenn Virk þátttaka heimamanna allt frá fyrstu stigum undir- búnings er nauðsynleg, bæði til þess að heimamenn fylgist með ferlinu allt frá byrjun, en ekki síður til þess að þekking þeirra á aðstæðum nýtist sem best og sér- stakar óskir þeirra komist til skila við undirbúningsvinn- una, t.d. hvað varðar skipulagsmál. Sérstaklega þarf að huga að umhverfismálum í tengslum við undirbúning og byggingu vamarvirkja, enda má búast við miklu um- hverfisraski í tengslum við flestar slíkar framkvæmdir. Best er ef hægt er að tengja umhverfisbætandi aðgerðir við framkvæmdina, likt og t.d. á Flateyri, þar sem gert er ráð fyrir að rækta upp skemmtilegt útivistarsvæði inn- an vamargarðanna. Fylgja þarf slíkum áformum eftir og standa eins vel og kostur er að frágangi svæðisins að framkvæmdum loknum. Með þessu fær framkvæmdin að einhverju leyti á sig jákvæða mynd m.t.t. umhverfis- ins og fólk á auðveldara með að sætta sig við óumflýj- anleg neikvæð áhrif hennar. Nauðsynleg kynning varnartillagna Kynning á framkvæmdinni á öllum stigum hennar er mjög mikilvæg. Fólki er þá gefinn kostur á að fylgjast með undirbúningi og ákvarðanatöku og koma skoðun- um sínum og athugasemdum á framfæri. Slíkt getur komið í veg fyrir oft ónauðsynlegan misskilning vegna ónógra upplýsinga. Með þessu móti er líklegra að fólk verði sátt við mannvirkin og öðlist tiltrú á virkni þeirra, en það er einmitt meginforsenda þess að vamarvirkin hafi tilætluð jákvæð áhrif á samfélagið neðan þeirra. Nauðsyn góðs undirbúningstíma Nauðsynlegt er að ætla nægan tíma í undirbúnings- vinnuna. Snjóflóðatæknileg hönnun vamanna tekur að lágmarki nokkra mánuði; þar þarf að afla ýmissa gagna og hafa samskipti við erlenda aðila og skoða margar mismunandi útfærslur varnarvirkja, sem getur verið tímafrekt. í langflestum tilfellum þarf að fara fram mat á umhverfisáhrifum vegna þessara framkvæmda og það ferli allt saman tekur a.m.k. þrjá mánuði. Ætla þarf góð- an tíma til kynningar á niðurstöðum á ýmsum stigum undirbúningsins þannig að fólk geti áttað sig á tillögun- um og gert við þær athugasemdir. Að lokum þarf að verkhanna vamarvirkin og bjóða framkvæmdina út. Á Flateyri fór þessi vinna fram við nokkuð sérstakar að- stæður í kjölfar hins mannskæða slyss og þess þrýstings sem skapaðist að gera eitthvað vegna komandi vetrar. Undirbúningurinn hófst í febrúar 1996 og samið var við verktaka í ágúst sama ár. Æskilegt er að ætla mun rýmri tíma fyrir þessa undirbúningsvinnu í komandi verkefn- um. Lokaorð Nú er að ljúka framkvæmdum við gerð fyrstu vamar- virkja vegna snjóflóða síðan verulegar breytingar voru gerðar á lögum um snjóflóðavamir í kjölfar hörmulegra atburða á árinu 1995. Stjómvöld hafa tekið myndarlega á málinu og em miklar vonir bundnar við að öryggi íbúa á snjóflóðahættusvæðum verði komið í viðunandi horf í byrjun næstu aldar. 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.