Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Side 40
oryggismAl
Snjóflóðavarnir á Flateyri
- uppgræðsla
Pétur Jónsson landslagsarkitekt
Á komandi sumri hefst upp-
græðsla vamargarðanna við Flateyri
og þess svæðis umhverfis varnar-
garðana sem notað var til efnistöku.
Heildarstærð uppgræðslusvæðisins
er um 27 hektarar. Vamargarðamir
mynda bókstafinn A, tveir leiði-
garðar og svo þvergarður sem tengir
leiðigarðana. Flatarmál garðanna er
um 7 hektarar. Milli garðanna
myndast því stórt rými sem tengist
byggðinni með göngum í gegnum
þvergarðinn. Þetta rými er um fjórir
hektarar að stærð. Síðan er efnis-
tökusvæðið sjálft um 16 hektarar.
Við verkfræðilega hönnun varn-
argarðsins er vamargildi hans núm-
er 1. Stærð garðsins og bratti hans
er miðaður við að hann þjóni til-
gangi sínum sem snjóflóðavörn.
Aftur á móti má móta þann hluta
garðsins sem snýr að byggðinni
þannig að útlit og notagildi nýtist
fyrir íbúa svæðisins sem útivistar-
svæði, t.d. sleðabrekka, gróðursetn-
ingarsvæði og gönguleiðir sem
tengjast þessu. Rétt við vamargarð-
inn er kirkjugarður bæjarins, hugs-
anlegur bæjargarður og fyrirhugað-
ur minningarreitur. Göng sem koma
í gegnum þvergarðinn opna fyrir
nýtingu svæðis milli leiðigarða sem
útivistarsvæðis, en einnig er gert ráð
fyrir útsýnispalli á leiðigarðinum
þaðan sem skynja má stærð mann-
virkisins og njóta útsýnis yfir bæ-
inn. Þessi svæði verða eitt útivistar-
svæði og tengjast saman með stíg-
um.
Lykilatriði er að uppgræðsla
svæðisins takist sem best sem fyrst
til þess að loka sárum í landinu og
færa svæðið í samt horf. Upp-
græðslan felst í áburðargjöf, sán-
ingu grasfræs og gróðursetningu
trjáa, runna og lúpínu. Með
grassáningu er tilgangurinn að loka
yfirborði jarðvegsins og hindra
þannig rof í yfirborðinu og útskolun
fínefna. Grasið myndar sinu og hef-
ur þannig áhrif á jarðvegsmyndun
og nærveður. Ásýnd svæðisins
verður heildstæð. Áburðargjöf er
nauðsynleg ásamt sáningu og er
ráðgert að gefa áburð a.m.k. fyrstu
tvö árin. Þegar áburðargjöf lýkur
dregur úr grasvexti en aðliggjandi
gróðursamfélag, mosar, lyng og
jarðvegslífverur, aðlagað vistkerfi
svæðisins berst inn á svæðið. Við
val á fræi er leitast við að nota gras-
tegundir sem em þolnar en em jafn-
framt kröfulitlar og sem mest sjálf-
Yfirlitið sýnir snjóflóðavarnargarðana viö Flateyri og fyrirhugaða uppgræöslu þeirra.
Uppdráttinn geröi greinarhöfundur, Pétur Jónsson landslagsarkitekt.
34