Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Side 42

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Side 42
FRÆÐSLUMAL Fagþekking iðjuþjálfa mikilvæg fyrir grunnskóla Jói er spenntur og ánægður að vera byrjaður í skóla. Hann er í 6 ára bekk með 20 öðrum börnum. Bömin klippa, líma, lita og eru byrj- uð að draga til stafs. Jói iinnur fljót- lega að verkefnin hans eru ekki jafn fín og hjá hinum. Hann nær ekki að klippa eftir línum, lím klessist út um allt og hann litar alltaf út fyrir. Jói truflar skólafélaga sína vegna þess að hann getur ekki verið kyrr. Hann talar mikið og fær stöðugt áminn- ingu frá kennara. Honum finnst hann vera heimskur og vitlaus að geta ekki gert eins og hinir. Jóa fer að leiðast í skólanum og hann hættir Hrefna Óskarsdóttir og Anna Sigríður Jóns- dóttir iðjuþjálfar að reyna að gera vel. Hann reynir að fela hvað hann á erfitt með því að fíflast og láta kjánalega. Krakkamir verða pirruð á honum og vilja ekki hafa hann með í leikjum né við lær- dóminn. Kennarinn skilur ekki af hverju hann hagar sér svona og af hverju svona skýr strákur getur ekki lært einföldustu hluti. Akveðið er að Jói fái stuðningskennslu sem hjálpar honum en það dugar ekki til. Þegar Jói er kominn í 9 ára bekk fer námið að þyngjast, vandamálin aukast verulega. Kennari og foreldrar Jóa hittast og ræða erfiðleika hans í skólanum sem einnig koma fram Jafnvægis-, snerti- og stööuskyn eru undirstaöa skyn- og hreyfiþroska. heima. Ákveðið er að leita til sér- fræðinga eftir nánari greiningu. Það kemur í ljós að Jói er misþroska og þarf á iðjuþjálfun að halda. Misþroska börn Samkvæmt norrænum rannsókn- um em um 10-15% bama með mis- þroskaeinkenni og gera má ráð fyrir að svipaðar tölur gildi hér á landi. Þetta þýðir að 2-3 böm í hverjum 20 manna bekk em með þessi ein- kenni. Að auki em um það bil 3-5 hreyfihömluð börn í hverjum ár- gangi gmnnskólans. Einkenni misþroska geta komið fram á margvíslegan hátt og eru ekki eins hjá öllum. Því þarf að meta hvert barn fyrir sig og finna úrræði sem hæfa hverju bami. Þama getur iðjuþjálfi komið inn í skóla- starfið. Hann prófar bamið og finn- ur út á hvaða sviðum það á í erfið- leikum. Síðan eru útbúnar tillögur að æfingum út frá niðurstöðum prófana og kennumm og foreldrum veittar ráðleggingar um örvun og þjálfun. I sumum tilfellum er nóg að veita ráðgjöf og fræðslu en önnur böm þurfa markvissa iðjuþjálfun í ákveðinn tíma. Hvaö gera iöjuþjálfar? Markmið iðjuþjálfunar er að ýta undir skyn- og hreyfiþroska bam- anna og auka fæmi þeirra við nám og leik. I iðjuþjálfun er lögð áhersla á þjálfun grunnþátta í þroska mið- taugakerfisins. Þessir þættir eru jafnvægis-, snerti- og stöðuskyn. Þeir eru undirstaða eðlilegs skyn- og hreyfiþroska. Til þess að skipu- lagning hreyfinga hjá börnum sé góð verður líkamsvitund að vera í lagi. Það er svo aftur háð eðlilegu snerti- og stöðuskyni. Eðlileg sjón- úrvinnsla er mikilvæg, t.d. til þess að við getum hreyft okkur án þess að rekast á hluti, teiknað einfalt strik og kastað bolta á milli. Misþroska böm eiga oft í erfiðleikum með fín- hreyfingar. Það kemur fram í „klaufaskap" við að teikna, klippa, skrifa, hnýta slaufu og borða með hníf og gaffli. I iðjuþjálfun em allir 36

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.