Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Side 44

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Side 44
ERLEND SAMSKIPTI Norræni byggingardagurinn: Ráðstefna í Reykjavík árið 1999 Þorvaldur S. Þorvaldsson, skipulagsstjóri Reykjavikurborgar Upphaf - bakgrunnur Norræni byggingardagurinn á íslandi á bakgrunn í ráðstefnum arkitekta á Norðurlöndum allt frá síðustu aldamótum. I tímariti iðnaðarmanna árið 1927 segir Guðmundur H. Þorláksson frá ráðstefnu í Stokkhólmi sem Svíar kalla Nordisk Bygnadsdag. Fara hér á eftir nokkrir kaflar úr grein hans: „ RáSstefna þessi erþannig tilkomin, að síöastliðin 30 ár hafa norrœnir byggingarmeistarar (Arkitektar) ár- lega haldiðfund meÖ sjer, til að auka viðkynningu, rœða ýms mál er snertir stjettina, skoöa og lœra hver af öðr- um. Fundirpessir hafa verið haldnir í norrœnu löndun- um á víxl. A síðasta fundinum í Helsingfors í Finnlandi 1926 komu þeir sjer saman um, að fundir þessir þyiftu að ná til allra Iðnaðarmanna í byggingarfaginu, svo þeir einnig fengju tœkifœri til að kynnast og lœra hver af öðrum, og var samþykkt að lialda almenna norrœna ráðstefnu og sýningu í Stokkhólmi 1927. Formaður og frumkvöðull ráðstefnunnar var prófessor Ragnar Öst- berg sá er bygt hefur ráðhúsið í Stokkhólmi og talinn er einhver þektasti byggingarmeistari Norðurálfunnar. Ráðstefnan hófst fxmtudaginn 9. júní í sönghöllinni, að viðstöddum konungi Svía og forsœtisráðherra, ennfrem- ur sendiherrum Norðmanna, Dana og Finnlendinga. A ráðstefnunni voru mœttir 688 Svíar, 98 Norðmenn, 58 Danir, 117 Finnlendingar og 2 Islendingar. 38 fyrir- lestrar voru haldnir, þar af hjeldu Svíar 18, Norðmenn 9, Danir 7 og Finnlendingar 4. Fyrirlestrar þessir voru um ýmisleg byggingarmálefni og verður ef til vill eitt- hvað afþeim birt síðar í Tímaritinu. Iðnsýningar voru 4 um þetta leiti í Stokkhólmi og var þar margt nýtt og merkilegt að sjá. Meðal annars var þar heimilisiðnaðarsýningfrá öllum Norðurlöndum - Is- landi einnig. Islenska sýningin var auðvitað minst fyrir- ferðar, en það sem þar var sýnt var sýnendum áreiðan- lega til sóma. Okkur Islendingum var piýðilega tekið hvar sem við komum. Mikinn sóma sýndu Svíar okkur með því að draga fána á stöng við hliðina á Norðurlanda-fánunum hinum og með því að bjóða okkur sjerstaklega í veislu er þátttakendur hjeldu sameiginlega á stœrsta veitingahús- inu í Stokkhólmi. Samþykkt var að halda samskonar ráðstefnu og sýn- ingar á 5 ára fi esti í löndunum á víxl og verður næsta ráðstefna haldin í Finnlandi 1932. En 1952 komum við til Islands, sagði prófessor R. Óstberg, og hann er nú sextugur að aldri. “ Á ráðstefnu í Osló 1938 gengu íslendingar síðan formlega í Norræna byggingardaginn. Á árinu 1998 eru íslensku samtökin því 60 ára. þessar ráðstefnur voru fyrst haldnar á fjögurra ára fresti til skiptis annars staðar á Norðurlöndunum en eftir 1965 á þriggja ára fresti. Fyrsta ráðstefnan á Islandi var haldin í Reykjavík árið 1968 og bar yfirskriftina Húsakostur. Ráðstefnugestir voru um 900 og ráðstefnan sú fjölmennasta sem þá hafði verið haldin hérlendis. Næst var Norræni byggingardagurinn haldinn í Reykjavík 1983 undir yfirskriftinni Er íbúðaþörfinni að verða fullnægt? Ráðstefnugestir urðu rúmlega 1000 og ráðstefnan aftur sú fjölmennasta sem haldin hafði verið fram að þeim tíma. Fara enn fræðgarsögur af þessum ráðstefnum 1968 og 1983 um Norðurlönd og hér heima. Síðustu tvær ráðstefnur voru ráðstefna í Bergen 1989, NBD 18, þar sem umræðuefnið var Endumýjun og hefð- ir og nú síðast NBD 19 í Stokkhólmi í ágúst 1996 undir kjörorðinu Markaðsstaðurinn Stokkhólmur. Eins og fram er komið er stefnt að ráðstefnu hér á landi haustið 1999 til að „kíkja undir pilsfald nýrrar aldar“. NBD 19 i Stokkhólmi Ráðstefnan bar heitið Markaðsstaðurinn Stokkhólmur. Hún var haldin í hjarta borgarinnar í Tónleikahöllinni og kvikmyndahúsinu Sergel sem bæði liggja að Hötorget. Sergel er nýtt kvikmyndahús með samtals 1600 sætum í sjö kvikmyndasölum. Utan sýningartíma eru salimir not- aðir t.d. fyrir ráðstefnur en setning ráðstefnunnar fór fram í sal sem tekur um 1200 manns. Sýningarsalimir eru innréttaðir ofan á endurbyggðu markaðstorgi þar 38

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.