Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Page 49

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Page 49
AÐGENGISMÁL Aðgengi fyrir alla Hvað hefur verið gert - hvað er verið að gera - hvað er framundan? Ólajur Jensson framkvœmdastjóri Það var fagnaðarefni og stórt skref stigið í rétta átt í ársbyrj- un 1997 þegar félagsmálaráðu- neytið og Samband íslenskra sveitarfélaga gerðu með sér samkomulag um verkefni á sviði aðgengismála fatlaðra, samkomulag sem gildir út árið 1998. Með þessu samkomulagi er komið á mun markvissara starfi í aðgengismálum fatlaðra. Samband íslenskra sveitarfé- laga tekur að sér m.a. að hvetja sveitarfélög til þess að sinna aðgengismálum með skipuleg- um hætti og þau hvött til að vinna að áætlunum um nauð- synlegar úrbætur á aðgengi op- inberra bygginga, þjónustu- stofnana og gatnakerfi. Með nýju skipulags- og byggingarlögunum eru miklar vonir bundnar við að í framtíð- inni verði tryggt að byggingar verði ekki reistar nema full- komið aðgengi og búnaður verði fyrir hendi bæði fyrir fatl- aða og aðra. Það er því afar mikilvægt fyrir sveitarfélögin að þau hafi virkar og góðar að- gengisnefndir (ferlinefndir) til ráðuneytis í aðgengismálum. Það er ekki einungis hagur fatlaðra að aðgengi sé gott heldur er það hagur allra. Það getur farið svo að sveitarstjóm- armenn eða starfsmenn sveitar- félagsins slasist eða veikist og Á efri myndinni er sýnd vel gerö og heppileg lausn á tengingu götu og gangstéttar á gatnamótum í Reykjavík. Á neöri myndinni sést vel rauöur steinkantur 1,5 cm aö hæö til þess geröur aö blindir finni fyrir honum meö stafnum. Auk fatiaöra njóta allir hreyfi- hamlaöir og fólk meö barnavagna góös af þessum framkvæmdum. Ragnar Th. Axelsson tók myndina af gatnamótunum.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.