Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Side 51

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Side 51
AÐ GENGISMAL beðnir að senda þær til Guð- rúnar S. Hilmisdóttur, verk- fræðings hjá sambandinu. Nýlega sagði fötluð stúlka mér frá því að hún hefði verið á ferð um Austfirði í sumar og komið í sundlaugina í Selárdal í Vopnafirði. Af bílastæðinu gat hún rennt sér á hjólastólnum að sundlauginni og þar hefði jafn- framt verið lyfta fyrir fatlaða. Hún sagðist hvergi hafa rekist á eins gott aðgengi, hvorki hér á landi né erlendis í og við al- menningssundlaugar. Þessi stúlka reynir að fara í allar sundlaugar, sem á vegi hennar verða, þó svo að hún sé lömuð. Ég ræddi við sveitarstjóra Vopnafjarðar, Vilmund Gísla- son, og sagði honum frá þessu. Hann upplýsti mig þá um að á undanfömum ámm hefði verið unnið mjög mikið að úrbótum bæði á vegum sveitarfélagsins, fyrirtækja og stofnana í sjálfu þéttbýlinu á Vopnafirði. Einn mjög stór misskilningur RÁÐSTEFNUR er ríkjandi hjá mörgum um snyrtingar fyrir fatlaða. Flestar eru afsíðis, læstar eða með svo þungum hurðum að hjólastóla- fólk getur ekki opnað þær. Snyrtingar fyrir fatlaða eiga að vera þar sem almennar snyrt- ingar eru og aðgengilegar fyrir alla. Það á ekki að aðskilja fatl- aða frá öðrum, fatlaðir eru líka fólk. Aðgengi fyrir alla Ráðstefna á Hótel Sögu 26. nóvember Guðrún S. Hilmisdóttir og Ólafur Jensson Ráðstefnan „Aðgengi fyrir alla“ sem haldin var á Hótel Sögu miðvikudaginn 26. nóv- ember var fjölsótt og þótti takast í alla staði mjög vel. Að henni stóð Samband íslenskra sveitararfélaga í samvinnu við félagsmálaráðuneytið og um- hverfisráðuneytið. Ráðstefnan var liður í verkefni samkvæmt samningi sambandsins og fé- lagsmálaráðuneytisins um að- gengi fatlaðra sem gerður var í byrjun árs 1997 og gildir til árs- loka 1998. Að undirbúningi ráðstefnunnar unnu þau Ingi- björg R. Guðlaugsdóttir, sviðs- stjóri hjá Borgarskipulagi, Ólafur Jensson og Ólöf Rík- arðsdóttir, fyrrverandi formað- ur Öryrkjabandalags íslands, ásamt Guðrúnu S. Hilmisdótt- ur, verkfræðingi hjá samband- inu, en hún hefur umsjón með framkvæmd fyrrnefnds samn- ings. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður sambandsins, setti ráðstefnuna en bundið var fyrir augu hans og var hann síðan leiddur í ræðustól af ungri blindri stúlku. Avörp fluttu Páll Pétursson félagsmálaráð- herra og Guðmundur Bjamason umhverfisráðherra en hann kom inn í fundarsalinn og steig í ræðustól úr hjólastóli. Þessi atvik þóttu nokkuð táknræn fyrir ráðstefnuna, sem fjallaði að mestu um aðgengi fatlaðra og annarra sem eru ekki alveg sjálfbjarga. Ráðstefnustjórar voru þeir Ingimar Sigurðsson, skrifstofu- stjóri í umhverfisráðuneytinu, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Táknmálstúlkar túlkuðu efni ráðstefnunnar um leið og ræður voru fluttar. I tengslum við ráðstefnuna var fyrirtækjum og stofnunum gefinn kostur á að sýna og kynna þjónustu sína og tækni og búnað sem snertir þetta mál- efni. Kynnt voru hin nýju skipu- lags- og byggingarlög en sam- kvæmt þeim skal fjallað um

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.