Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Blaðsíða 51

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Blaðsíða 51
AÐ GENGISMAL beðnir að senda þær til Guð- rúnar S. Hilmisdóttur, verk- fræðings hjá sambandinu. Nýlega sagði fötluð stúlka mér frá því að hún hefði verið á ferð um Austfirði í sumar og komið í sundlaugina í Selárdal í Vopnafirði. Af bílastæðinu gat hún rennt sér á hjólastólnum að sundlauginni og þar hefði jafn- framt verið lyfta fyrir fatlaða. Hún sagðist hvergi hafa rekist á eins gott aðgengi, hvorki hér á landi né erlendis í og við al- menningssundlaugar. Þessi stúlka reynir að fara í allar sundlaugar, sem á vegi hennar verða, þó svo að hún sé lömuð. Ég ræddi við sveitarstjóra Vopnafjarðar, Vilmund Gísla- son, og sagði honum frá þessu. Hann upplýsti mig þá um að á undanfömum ámm hefði verið unnið mjög mikið að úrbótum bæði á vegum sveitarfélagsins, fyrirtækja og stofnana í sjálfu þéttbýlinu á Vopnafirði. Einn mjög stór misskilningur RÁÐSTEFNUR er ríkjandi hjá mörgum um snyrtingar fyrir fatlaða. Flestar eru afsíðis, læstar eða með svo þungum hurðum að hjólastóla- fólk getur ekki opnað þær. Snyrtingar fyrir fatlaða eiga að vera þar sem almennar snyrt- ingar eru og aðgengilegar fyrir alla. Það á ekki að aðskilja fatl- aða frá öðrum, fatlaðir eru líka fólk. Aðgengi fyrir alla Ráðstefna á Hótel Sögu 26. nóvember Guðrún S. Hilmisdóttir og Ólafur Jensson Ráðstefnan „Aðgengi fyrir alla“ sem haldin var á Hótel Sögu miðvikudaginn 26. nóv- ember var fjölsótt og þótti takast í alla staði mjög vel. Að henni stóð Samband íslenskra sveitararfélaga í samvinnu við félagsmálaráðuneytið og um- hverfisráðuneytið. Ráðstefnan var liður í verkefni samkvæmt samningi sambandsins og fé- lagsmálaráðuneytisins um að- gengi fatlaðra sem gerður var í byrjun árs 1997 og gildir til árs- loka 1998. Að undirbúningi ráðstefnunnar unnu þau Ingi- björg R. Guðlaugsdóttir, sviðs- stjóri hjá Borgarskipulagi, Ólafur Jensson og Ólöf Rík- arðsdóttir, fyrrverandi formað- ur Öryrkjabandalags íslands, ásamt Guðrúnu S. Hilmisdótt- ur, verkfræðingi hjá samband- inu, en hún hefur umsjón með framkvæmd fyrrnefnds samn- ings. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður sambandsins, setti ráðstefnuna en bundið var fyrir augu hans og var hann síðan leiddur í ræðustól af ungri blindri stúlku. Avörp fluttu Páll Pétursson félagsmálaráð- herra og Guðmundur Bjamason umhverfisráðherra en hann kom inn í fundarsalinn og steig í ræðustól úr hjólastóli. Þessi atvik þóttu nokkuð táknræn fyrir ráðstefnuna, sem fjallaði að mestu um aðgengi fatlaðra og annarra sem eru ekki alveg sjálfbjarga. Ráðstefnustjórar voru þeir Ingimar Sigurðsson, skrifstofu- stjóri í umhverfisráðuneytinu, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Táknmálstúlkar túlkuðu efni ráðstefnunnar um leið og ræður voru fluttar. I tengslum við ráðstefnuna var fyrirtækjum og stofnunum gefinn kostur á að sýna og kynna þjónustu sína og tækni og búnað sem snertir þetta mál- efni. Kynnt voru hin nýju skipu- lags- og byggingarlög en sam- kvæmt þeim skal fjallað um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.