Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Page 52

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Page 52
RÁÐSTEFNUR Setiö tyrir svörum. Á myndinni eru, taliö trá vinstri, Halldór Guömundsson arkitekt, Vil- mundur Gíslason sveitarstjóri, Guörún Jónsdóttir arkitekt, Ingibjörg R. Guölaugsdóttir sviösstjóri, Ólafur Stefánsson deildarstjóri og Vilhjálmur P. Vilhjálmsson ráöstefnu- stjóri. Ólafur Jensson tók myndina. ferlimál fatlaðra við meðferð mála hjá byggingarnefndum sveitarfélaga. Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkisins, kynnti nýju skipulags- og byggingar- lögin og Ásdís Hlökk Theo- dórsdóttir, sviðsstjóri hjá Skipulagi ríkisins, kynnti síðan drög að nýrri skipulagsreglu- gerð. Magnús Sædal Svavars- son, byggingarfulltrúi Reykja- víkurborgar, fjallaði einnig um ný drög að byggingarreglugerð. Fjölmargar athugasemdir og ábendingar hafa verið gerðar við reglugerðardrögin og upp- lýsti umhverfisráðherra í ávarpi sínu að frestað yrði um hálft ár að setja reglugerðimar. Sigurður Harðarson, arkitekt FAI, skýrði frá gerð handbókar- innar „Aðgengi fyrir alla“ sem hefur verið í vinnslu í nokkur ár og er nú beðið eftir að nýjar skipulags- og byggingarreglu- gerðir öðlist gildi til unnt sé að fullgera handbókina. Með út- gáfu á þessari handbók verða samankomnar á einn stað grundvallarupplýsingar fyrir hönnuði varðandi ferlimál. Fjallað var um þarfir vegna aðgengi frá sjónarhóli hreyfi- hamlaðra, blindra og sjón- skertra, heyrnarlausra og heymarskertra, þroskaheftra og aldraðra. Þeir sem um þetta fjölluðu voru þau Ólöf Ríkarðs- dóttir, Helga Einarsdóttir, ADL-umferliskennari, Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, ritari Félags heyrnarlausra, Kristján Sigurmundsson þroskaþjálfi og Sveinn Bjömsson verkfræðing- ur. Nú var komið að lausnum um aðgengi og hvað hafi verið gert. Ingibjörg R. Guðlaugs- dóttir, skýrði frá starfsemi ferlinefndar Reykjavíkurborgar og átaki sem nú er unnið að í stofnunum borgarinnar varð- andi aðgengi. Ólafur Stefáns- son, deildarstjóri hjá embætti gatnamálastjóra, fjallaði um átak í niðurfellingu götukanta í höfuðborginni sem hefur verið unnið að með skipulögðum hætti síðustu ár. Vilmundur Gíslason, sveitarstjóri á Vopna- firði, sagði frá hverju lítið sveitarfélag getur komið í verk í þessum efnum og Guðrún Jónsdóttir, arkitekt FAI og for- maður ferlinefndar félagsmála- ráðuneytisins, kynnti starfsemi og hlutverk nefndarinnar. Að lokum lýsti Halldór Guð- mundsson, arkitekt FAI, hvað nokkrir einkaaðilar hafi gert til að bæta aðgengi. Á ráðstefnunni voru sýnd tvö myndbönd, annars vegar danskt myndband um hremmingar manns í hjólastóli og hins vegar íslenskt myndband um aðgengi blindra og sjónskertra en efni þeirra beggja var í góðlátlegum tón. Fyrirlesarar sátu fyrir svömm og fyrirspumum ráðstefnugesta og urðu líflegar umræður um efni ráðstefnunnar. I lok henn- ar gerði Ingimar Sigurðsson grein fyrir samantekt á því sem fram hafði komið á ráðstefn- unni. Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son sleit síðan ráðstefnunni og þakkaði öllum fyrir þátttökuna og undirbúningsnefnd fyrir hennar störf. Erindum fyrirlesara var dreift á ráðstefnunni. Þau er hægt að fá á skrifstofu sambandsins. 46

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.