Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Blaðsíða 53

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Blaðsíða 53
FRÁ LANDSHLUTASAMTÖKUNUM Aðalfundur SASS 1997 Samgöngumál á Suðurlandi meginefni fundarins Aðalfundur Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) 1997 var haldinn dagana 4. og 5. apríl að Hótel Geysi í Haukadal. Meginefni fundarins auk venjulegra aðalfundarstarfa voru samgöngumál á Suðurlandi. Einnig lágu fyrir fund- inum starfsskýrsla stjómar og framkvæmdastjóra, starfs- skýrsla Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og skýrsla stjóm- ar Skólaskrifstofu Suðurlands. Á fundinn komu 62 full- trúar frá 29 sveitarfélögum auk gesta og starfsmanna. Fundarstjórar voru þeir Sveinn A. Sæland, hrepps- nefndarmaður í Biskupstungnahreppi, og Loftur Þor- steinsson, oddviti Hrunamannahrepps. Fundarritarar voru Guðrún Hermannsdóttir, hreppsnefndarfulltrúi í Hrunamannahreppi, Bjami Einarsson, oddviti Gnúp- verjahrepps, og Svavar Sveinsson, hreppsnefndarmaður í Biskupstungnahreppi. Starfsskýrslur Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri Rangár- vallahrepps og formaður SASS, flutti starfsskýrslu stjómar og framkvæmdastjóra. Hann greindi frá hefð- bundnum störfum stjómarinnar og gerði síðan sérstak- lega grein fyrir stofnun Skólaskrifstofu Suðurlands sem var umfangsmesta verkefnið á starfsárinu. Að henni eiga aðild öll sveitarfélög á Suðurlandi utan Vestmannaeyja- kaupstaður. Annað viðamikið verkefni starfsársins vom framkvæmdir við nýtt húsnæði samtakanna að Austur- vegi 56 á Selfossi en það var einmitt tekið í notkun dag- inn fýrir aðalfundinn, þann 3. apríl. Hann skýrði einnig frá stöðu mála í verkefninu Suð- urland 2000 sem er sam- starfsverkefni SASS, At- vinnuþróunarsjóðs Suður- lands, Háskóla íslands, Al- þýðusambands Suðurlands, Búnaðarsambands Suður- lands, Atorkusamtaka at- vinnurekenda á Suðurlandi og Fjölbrautaskóla Suður- lands. Hann tók síðan sér- staklega til umfjöllunar sam- göngumálin, meginumræðu- efni fundarins, og vakti at- hygli á því hve landsam- göngur eru mikilvægar á Suðurlandi, langt umfram aðra landshluta, enda þótt þess sjáist ekki stað í framlög- um Alþingis. Matthías Garðarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðis- eftirlits Suðurlands, lagði fram og fylgdi úr hlaði starfs- skýrslu eftirlitsins og gerði síðan sérstaklega að umtals- efni strand flutningaskipsins Vikartinds og stöðu hreins- unar eftir strandið. Hann átaldi aðgerðir og seinagang í viðbrögðum við strandinu. Jón Hjartarson, forstöðumaður Skólaskrifstofu Suður- lands, flutti starfsskýrslu skrifstofunnar. Töluverðar breytingar hafa orðið á skipulagi starfseminnar frá því sem var á gömlu fræðsluskrifstofunni. Ráðgjafarstarf- seminni er skipt í þrjú svið og geta sveitarfélögin keypt mismunandi mikla þjónustu af skrifstofunni. Þá hefur skrifstofan komið á svokölluðu „tenglakerfi'* og hefur hver skóli sinn tengil meðal starfsmanna og hefur við- komandi starfsmaður fastan viðtalstíma í skólanum. Með yfirfærslunni varð sú breyting að nú sinnir skrifstofan eingöngu ráðgjöf eins og lög kveða á um en áður sinnti fræðsluskrifstofan meðferðarþjónustu að nokkru leyti. Fram kom í máli Jóns að samkvæmt lögum og reglu- gerðum ætti heilbrigðisþjónustan að sinna því verkefni en geri það hins vegar ekki. Að hans mati er því nauð- synlegt að sveitarfélögin bregðist við og þrýsti á um að ríkisvaldið standi við skyldur sínar í þessum efnum. Ingunn Guðmundsdóttir, formaður stjómar skólaskrif- stofunnar, flutti skýrslu stjómar. Hún ræddi auk þess m.a. um nauðsyn þess að endurmenntun kennara færi í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.