Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Side 53

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Side 53
FRÁ LANDSHLUTASAMTÖKUNUM Aðalfundur SASS 1997 Samgöngumál á Suðurlandi meginefni fundarins Aðalfundur Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) 1997 var haldinn dagana 4. og 5. apríl að Hótel Geysi í Haukadal. Meginefni fundarins auk venjulegra aðalfundarstarfa voru samgöngumál á Suðurlandi. Einnig lágu fyrir fund- inum starfsskýrsla stjómar og framkvæmdastjóra, starfs- skýrsla Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og skýrsla stjóm- ar Skólaskrifstofu Suðurlands. Á fundinn komu 62 full- trúar frá 29 sveitarfélögum auk gesta og starfsmanna. Fundarstjórar voru þeir Sveinn A. Sæland, hrepps- nefndarmaður í Biskupstungnahreppi, og Loftur Þor- steinsson, oddviti Hrunamannahrepps. Fundarritarar voru Guðrún Hermannsdóttir, hreppsnefndarfulltrúi í Hrunamannahreppi, Bjami Einarsson, oddviti Gnúp- verjahrepps, og Svavar Sveinsson, hreppsnefndarmaður í Biskupstungnahreppi. Starfsskýrslur Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri Rangár- vallahrepps og formaður SASS, flutti starfsskýrslu stjómar og framkvæmdastjóra. Hann greindi frá hefð- bundnum störfum stjómarinnar og gerði síðan sérstak- lega grein fyrir stofnun Skólaskrifstofu Suðurlands sem var umfangsmesta verkefnið á starfsárinu. Að henni eiga aðild öll sveitarfélög á Suðurlandi utan Vestmannaeyja- kaupstaður. Annað viðamikið verkefni starfsársins vom framkvæmdir við nýtt húsnæði samtakanna að Austur- vegi 56 á Selfossi en það var einmitt tekið í notkun dag- inn fýrir aðalfundinn, þann 3. apríl. Hann skýrði einnig frá stöðu mála í verkefninu Suð- urland 2000 sem er sam- starfsverkefni SASS, At- vinnuþróunarsjóðs Suður- lands, Háskóla íslands, Al- þýðusambands Suðurlands, Búnaðarsambands Suður- lands, Atorkusamtaka at- vinnurekenda á Suðurlandi og Fjölbrautaskóla Suður- lands. Hann tók síðan sér- staklega til umfjöllunar sam- göngumálin, meginumræðu- efni fundarins, og vakti at- hygli á því hve landsam- göngur eru mikilvægar á Suðurlandi, langt umfram aðra landshluta, enda þótt þess sjáist ekki stað í framlög- um Alþingis. Matthías Garðarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðis- eftirlits Suðurlands, lagði fram og fylgdi úr hlaði starfs- skýrslu eftirlitsins og gerði síðan sérstaklega að umtals- efni strand flutningaskipsins Vikartinds og stöðu hreins- unar eftir strandið. Hann átaldi aðgerðir og seinagang í viðbrögðum við strandinu. Jón Hjartarson, forstöðumaður Skólaskrifstofu Suður- lands, flutti starfsskýrslu skrifstofunnar. Töluverðar breytingar hafa orðið á skipulagi starfseminnar frá því sem var á gömlu fræðsluskrifstofunni. Ráðgjafarstarf- seminni er skipt í þrjú svið og geta sveitarfélögin keypt mismunandi mikla þjónustu af skrifstofunni. Þá hefur skrifstofan komið á svokölluðu „tenglakerfi'* og hefur hver skóli sinn tengil meðal starfsmanna og hefur við- komandi starfsmaður fastan viðtalstíma í skólanum. Með yfirfærslunni varð sú breyting að nú sinnir skrifstofan eingöngu ráðgjöf eins og lög kveða á um en áður sinnti fræðsluskrifstofan meðferðarþjónustu að nokkru leyti. Fram kom í máli Jóns að samkvæmt lögum og reglu- gerðum ætti heilbrigðisþjónustan að sinna því verkefni en geri það hins vegar ekki. Að hans mati er því nauð- synlegt að sveitarfélögin bregðist við og þrýsti á um að ríkisvaldið standi við skyldur sínar í þessum efnum. Ingunn Guðmundsdóttir, formaður stjómar skólaskrif- stofunnar, flutti skýrslu stjómar. Hún ræddi auk þess m.a. um nauðsyn þess að endurmenntun kennara færi í

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.