Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Page 54
FRA LANDSHLUTASAMTOKUNUM
Guðmundur Ingi
Gunnlaugsson, for-
maöur stjórnar
SASS, í ræöustóli.
Viö boröiö sitja
fundarstjórarnir
Loftur Porsteinsson,
oddviti Hruna-
mannahrepps, og
Sveinn A. Sæland,
hreppsnefndarmaö-
ur í Biskupstungna-
hreppi. Ljósm. Sig.
Jónss.
vaxandi mæli fram heima í héraði og þeir fjármunir sem
til þess væru ætlaðir á fjárlögum rynnu beint til sveitar-
félaganna. Hún lagði einnig áherslu á gildi Námsgagna-
stofnunar fyrir sveitarfélögin vegna þeirrar úttektar sem
fram færi á starfsemi og hlutverki hennar.
Ávörp
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga, ávarpaði fundinn og ræddi um
verkefnayfirfærslu frá ríki til sveitarfélaga í framtíðinni.
Páll Pétursson félagsmálaráðherra flutti ávarp og
ræddi samskipti ríkis og sveitarfélaga sem hann taldi
mjög ánægjuleg.
Samgöngur á Suóurlandi
Þorsteinn Pálsson, ráðherra og fyrsti þingmaður Suð-
urlandskjördæmis, tók fyrstur til máls og ræddi og út-
skýrði kostnað og kostnaðaráætlanir vegna vega- og
brúargerðar á Suðurlandi til ársins 2000. Helgi Hall-
grímsson vegamálastjóri ræddi síðan mikilvægi sam-
gangna almennt og lagði áherslu á að öflugt stofnvega-
kerfi væri krafa atvinnulífsins.
Steingrímur Ingvarsson, umdæm-
isverkfræðingur Vegagerðarinnar
á Suðurlandi, útskýrði markmið
fyrirtækisins sem væru greið um-
ferð, góð þjónusta og góð sambúð
við umhverfi og íbúa. Sigurður
Guðmundsson, forstöðumaður
þróunarsviðs Byggðastofnunar,
ræddi að lokum um samgöngur og
samgöngubætur miðað við arð-
semi og atvinnulíf.
Ályktanir aóalfundarins
Aðalfundurinn samþykkti álykt-
anir um ýmis mál og er hér aðeins
stiklað á stóru:
Um meginþema fundarins, samgöngumálin, var sam-
þykkt ályktun um að skora á Alþingi að við endurskoðun
vegaáætlunar yrði hlutur Suðurlands aukinn í samræmi
við umferðarþunga og lengd vegakerfisins í landshlutan-
um. Samþykkt var ályktun þess efnis að unnið yrði
markvisst að því að Suðurland verði valkostur fyrir viða-
mikla iðnaðaruppbyggingu m.a. vegna nálægðar sinnar
við raforkuverin. Einnig var Iögð áhersla á mikilvægi
öflugrar útflutningshafnar og skorað á stjórnvöld að
veita fjármagn til stækkunar hafnar í Þorlákshöfn. Aðal-
fundurinn beindi þeim tilmælum til Eignarhaldsfélags
Brunabótafélags Islands að það styrkti hvers konar
brunavamastarf og benti m.a. á að slökkvilið landsins
væm vanbúin tækjum sem þyrfti að endumýja. Fundur-
inn samþykkti einnig ályktun um að tryggja bæri lög-
sögu sveitarfélaganna á miðhálendinu. Auk þessa gerði
fundurinn samþykktir um gmnnskóla- og umhverfismál.
Stjórn SASS
Á aðalfundinum var samþykkt breyting á lögum
SASS þess efnis að stjómarmönnum yrði fjölgað úr sjö í
níu. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson,
sveitarstjóri Rangárvallahrepps, var
kosinn formaður og Jóna S. Sigur-
bjartsdóttir, varahreppsnefndarfull-
trúi í Skaftárhreppi, varaformaður.
Önnur í stjórn voru kosin Alda
Andrésdóttir, bæjarfulltrúi í Hvera-
gerði, Bjami Jónsson, oddviti Ölfus-
hrepps, Jón Gunnar Ottósson, odd-
viti Stokkseyrarhrepps, Kjartan Á-
gústsson, oddviti Skeiðahrepps,
Kristján Einarsson, bæjarfulltrúi á
Selfossi, Guðmundur Svavarsson,
hreppsnefndarmaður í Hvolhreppi,
og Sigurður Jónsson, forseti bæjar-
stjómar á Selfossi.