Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Page 57
FRA LANDSHLUTASAMTOKUNUM
Við skrifstofustörf á fundin-
um, taliö frá vinstri, Björn Haf-
þór Guömundsson, fram-
kvæmdastjóri SSA, Halldóra
Dröfn Hafþórsdóttir, starfs-
maöur á fundinum, Vilmundur
Gíslason, sveitarstjóri Vopna-
fjaröarhrepps, og Sturlaugur
Þorsteinsson, bæjarstjóri á
Hornafiröi.
Eftir talsverðar umræður og fyrirspumir til framsögu-
manna gerði fundurinn svofellda samþykkt um þetta
fundarefni:
Aðalfundur SSA 1997 leggur áherslu á mikilvægi
verslunar í heimabyggð.
Það er þýðingarmikið að landsbyggðarverslanir sitji
við sama borð og stórmarkaðir á höfuðborgarsvæðinu
við vöruinnkaup. Kanna þarf leiðir til að lækka flutn-
ingskostnað vöm.
Samkeppni stuðlar að betri þjónustu, lægra verði og
meiri gæðum. Aðalfundurinn hvetur einnig stéttarfélög
á Austurlandi til að taka virkan þátt í samstarfi ASI,
BSRB og Neytendasamtakanna um verðlagseftirlit og
verðkannanir.
Víötækt kynningarátak á Austurlandi
Aðalfundurinn samþykkti að SSA standi að og kosti
að hluta til víðtækt kynningarátak á Austurlandi, sem
skerpi á mörgum sviðum sterka og jákvæða ímynd
fjórðungsins. Átakið hefjist í ársbyrjun 1998 og standi
til aldamóta. Leitað verði fulltingis Þróunarstofu Austur-
lands um framkvæmd verkefnisins og það kostað með
framlögum í formi fjárstyrkja og vinnuframlagi við
skipulagningu og verkefnisstjóm.
1 greinargerð með tillögunni sagði að átakið feli í sér
fjölbreyttar aðgerðir sem miði að því að vekja athygli á
jákvæðum þáttum í mannlífi, umhverfi og atvinnulífi á
Austurlandi. Tilgangur þess verði að móta sterka og já-
kvæða ímynd Austurlands í hugum landsmanna og
byggja upp með þeim hætti aukið aðdráttarafl fyrir nýja
íbúa, ferðamenn og fjárfesta í atvinnulífi. Markmið
átaksins sé ennfremur að Austurland verði í byrjun nýrr-
ar aldar viðurkennt sem einstaklega gott landsvæði til
búsetu og góður starfsvettvangur með fjölbreytta mögu-
leika þar sem þægilegt er að ala upp böm og ungmenni.
í þeim tilgangi að auka samkennd íbúa landshlutans
og fá þá til að líta fremur á sig sem Austfirðinga en íbúa
tiltekinna sveitarfélaga eða svæða verði í stað drekans,
sem nú er oftast notaður, hannað nútímalegt merki fyrir
fjórðunginn er nota mætti með byggðarmerkjum sveitar-
félaga, merkjum fyrirtækja og annarra, sem auðkenna
vildu sig Austurlandi. Skýrt er frá merkinu og birt mynd
af því aftan við þessa frásögn.
Námskeið aö loknum sveitarstjórnarkosningum
Aðalfundurinn beindi þeim tilmælum til nýrrar stjóm-
ar sambandsins að hún stuðli að því að haldin verði nám-
skeið fyrir sveitarstjómarmenn og starfsfólk sveitarfélag-
anna að loknum kosningum vorið 1998.
Á námskeiðinu verði höfuðáhersla lögð á mannleg
samskipti.
Fjölgun kvenna í sveitarstjórnum
Þá hvatti fundurinn sveitarstjómarmenn á Austurlandi
til þess að stuðla að því að fjölga konum í sínum röðum í
kosningum til sveitarstjóma á árinu 1998.
Heilsugæsla
Aðalfundurinn lýsti þungum áhyggjum vegna þess
ástands sem ríkir í heilsugæslumálum á Austurlandi.
Enginn fastráðinn heilsugæslulæknir er á svæðinu frá
Eskifirði til Djúpavogs. Fundurinn lýsir undmn sinni á
þeim mikla seinagangi sem er á störfum kjaranefndar um
launamál lækna. Nauðsynlegt sé einnig að skapa þannig
vinnuskilyrði og aðstöðu fyrir heimilislækna á lands-
byggðinni að eftirsóknarvert sé að starfa þar.
Aðalfundurinn skoraði á heilbrigðisráðherra og sam-
tök lækna að taka höndum saman og leysa þessi mál í
eitt skipti fyrir öll.
Virkjun á Austurlandi
Aðalfundurinn skoraði á þingmenn Austurlands í sam-
starfi við stjóm SSA og orku- og stóriðjunefnd SSA að
vinna markvisst að því að þegar verði hafinn undirbún-