Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Síða 68
KYNNING SVEITARSTJÓRNARMANNA
íslands í maí 1989, BA-prófi í
alþjóðastjórnmálum frá Concordia
College, Moorhead í Minnesota í
Bandaríkjunum í maí 1991 og MA-
prófi í enskum málvísindum frá
Wisconsinháskóla í Madison í
Bandaríkjunum í ágúst 1997.
Hún starfaði á skrifstofu
Ríkisspítalanna í Reykjavík frá júlí
1992 til ágúst 1995, lengst af í
endurskoðunardeild en einnig í fjár-
máladeild og fjárhagsdeild, og
kenndi ensku á vegum háskólans í
Wisconsin frá janúar 1996 til
júlímánaðar 1997.
Lilja er ógift og bamlaus.
Björn Óli Hauksson
sveitarstjóri
Tálknafjarðarhrepps
Björn Oli Hauksson rekstrar-
verkfræðingur
hefur verið ráð-
inn sveitarstjóri
Tálknafjarðar-
hrepps frá og
með 1. ágúst
1997.
Hann er fædd-
ur í Reykjavík 11. maí 1961 og eru
foreldrar hans Jytte Lís Östrup
kennari og Haukur Pjetursson mæl-
ingaverkfræðingur.
Bjöm Óli lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1981
og mastersgráðu í rekstrarverkfræði
frá Álaborgarháskóla 1989.
Eftir nám hefur Bjöm Óli unnið
fyrir Álaborgarháskóla 1990, Rauða
kross Islands á ámnum 1991-1994
og fyrir verkfræðistofumar Forverk
ehf. og Forvirki ehf. 1994—1997.
Björn Óli er ókvæntur og barn-
laus.
Anna Torfadóttir
borgarbókavörður
í Reykjavík
Þórdís Þor-
valdsdóttir borg-
arbókavörður
varð sjötug hinn
1. janúar sl. og
lét þá af starfi
eftir að hafa
gegnt embætti
borgarbókavarð-
ar í Reykjavík frá 1. mars árið 1985.
Við starfi hennar tók frá sama degi
Anna Torfadóttir, bókasafnsfræð-
ingur og deildarstjóri við safnið.
Anna Torfadóttir er fædd í
Reykjavík 25. janúar árið 1949 og
hefur verið búsett þar síðan að und-
anskildum árunum 1976-1978, er
hún starfaði á Akureyri, og
1993-1994 er hún var í Amsterdam.
Foreldrar hennar eru Vera Páls-
dóttir húsfreyja og Torfi Ásgeirsson
hagfræðingur.
Anna lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1969,
BA-prófi í bókasafnsfræði og bók-
menntafræði frá Háskóla Islands
1976 og mastersprófi í stjómun frá
Háskólanum í Wales árið 1995.
Öll menntaskólaárin var Anna
starfsmaður Búnaðarbanka Islands á
summm og um tveggja ára skeið að
loknu stúdentsprófi flugfreyja hjá
Loftleiðum. Hún var skólasafnvörð-
ur samhliða námi við Breiðagerðis-
skóla í Reykjavík 1975-1976, bóka-
safnsfræðingur við Amtsbókasafnið
á Akureyri 1976-1978, bókasafns-
fræðingur við Borgarbókasafn
Reykjavíkur nær samfleytt frá 1978
og deildarstjóri frá 1979.
Hún hefur verið stundakennari í
bókasafns- og upplýsingafræði við
Háskóla íslands frá 1995, einnig
sinnt ýmsum félags- og nefndar-
störfum og á nú sæti í stjóm Lands-
bókasafns Íslands-Háskólabóka-
safns.
Anna er ógift. Hún á uppkomna
dóttur.
EGLA
- röð og regla
Margir litir margar stærðir.
Þessi vinsælu bréfabindi fást í öllum
helstu bókaverslunum landsins.
Múlalundur
Vinnustofa SÍBS
Sími: 562 8501
Fax: 552 8819
' V0U
62