Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Síða 12

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Síða 12
SAMTALIÐ an er líka hluti af aðdráttaraflinu og sem betur fer hafa ekki orðið mannskaðar i gljúífunum af þessum sökum.“ - Nokkur áhugi virðist hafa vaknað á því að nýta vœnt- anlegt urðunarsvœði í Ásgarðslandi, noróan Siglufjarðar- vegar og vestan Hjaltadalsár, sem sameiginlegan urðun- arstað fyrir Skagafjörð og Eyjafjörð. Vilt þú tjá þig um það? „Frá náttúrunnar hendi er þetta svæði afar vel fallið til þess að nýtast sem urðunarsvæði og jarðlög þannig að lítil mengun verður í jarðvegi. Umhverfismat sem unnið hefúr verið gerir ráð fyrir því að þetta urðunarsvæði sé hugsað fyrir stærra svæði en Skagafjörð, t.d. Siglufjörð og Húnaþing vestra, sem heftir óskað eftir því að vera með. Ef Eyjafjörður yrði einnig tekinn með yrði að meta upp á nýtt. Um það eru skiptar skoðanir. Miðað við milljónaborgir finnst mér urðunarsvæði fyrir 20.000 til 30.000 manna byggð ekkert stórmál. Urðunarsvæði nú til dags eru ólík ruslahaugum fyrri tíma, en það er gjam- an sú mynd sem fólk hefiir i huga þegar fjallað er um þessi mál. Þetta þarf að skoða vel, en eins og staðan er í dag er ekki gert ráð fýrir því að Eyfírðingar urði sorp sitt í Skagafírði." - Hvernig gengur atvinnulífið á Sauðárkróki? „Á Sauðárkróki em Fiskiðjan Skagfirðingur hf. eitt af stærri sjávarútvegsfyrirtækjum landsins sem rekur frystitogarann Málmey og fjögur ísfiskskip, Hegranes, Klakk, Skafta og Skagfirðing, en Skagfirðingur er nú í útleigu. Útgerð þeirra hefur gengið vel og vinnslan í landi hefur verið nokkuð jöfn og góð hin síðari ár. Nokkur iðnfyrirtæki renna styrkum stoðum undir tiltölu- lega traust atvinnulif á Sauðárkróki, og má þar nefna Steinullarverksmiðjuna hf. sem skilar góðurn arði af rekstrinum og veitir atvinnu nokkrum hópi manna. Skinnaiðnaður hefur átt við erfiðleika að stríða en horfur eru á að fyrirtækið Loðskinn sjái nú ffam á bjartari tíma. Byggingariðnaður hefiir einnig gengið vel og hafa smið- ir héðan unnið víða um land. Vonir standa til að Skaga- íjarðarhöfn fáist viðurkennd sem tollhöfn og ætti það að styrkja stöðu hennar sem inn- og útflutningshöfn.“ - Hefur sveitarfélagið tök á að taka á nwti 25-30 nýbúum frá Balkanlöndunum? „Við höfum ljáð máls á viðræðum við Flóttamanna- ráð um að sveitarfélagið taki að sér það verkefni að veita viðtöku nokkrum hópi nýbúa eins og nokkur önnur sveitarfélög hafa gert á sl. ámm. Ekki er þetta nú komið lengra að svo stöddu. En sveitarfélagið er að mörgu leyti vel í stakk búið til að takast á við slíkt verkefni. Góð fé- lagsþjónusta hefur verið byggð upp í sveitarfélaginu, í dagvistarmálum stendur sveitarfélagið vel að vígi og skólakerfið er vel sett eftir að tekin verður í notkun við- bygging við gagnfræðaskólann sem nú er í smíðum. Hins vegar emm við í nokkmm vandræðum með hús- næði handa fólkinu og það gæti stoppað ffekari viðræður að þessu sinni. Það er í skoðun um þessar mundir.“ - Skagfirðingar áttu fulltrúa á Ólympiuleikunum í Sydney á sl. sumri og athygli vekur live margir afreksmenn í íþróttum konta frá Skagafirði, s.s. Jón Arnar Magnússon og Eyjólfur Sverrisson, auk þess sem Tindastóll er í fremstu röð i körfubolta og nú er sveitarfélagió að skipa sér í fremstu röð með liið eftirsótta skíðaland í Tindastóli. Hefurþað verið meðvituó stefna að búa vel að íþróttafólki íSkagafirði - eða erþetta tilviljun? „Við leggjunt töluvert mikla peninga til íþróttamála. Hins vegar held ég að það sé ekki meðvituð stefha sveit- arfélagsins að skapa afreksfólk í íþróttum, en það er vissulega alltaf gaman þegar okkar fólki gengur vel. Eg var t.d. á unglingalandsmótinu fyrir vestan sl. sumar, þar sem var hópur af skagfirskum ungmennum sem stóðu sig með sóma. Það var rnjög gaman. Við viljurn gjaman að ungt fólk sem vill stunda iþróttir hafi sæmilega að- stöðu heima fyrir og eigi kost á því að ferðast um landið til þess að taka þátt í hinum ýmsu mótum. Mér finnst að slík ferðalög hafi aukist í seinni tíð, t.d. á vegum Ung- mennasambands Skagafjarðar (UMSS).“ - Miðað við alþjóðlegar kenningar um vaxtarmöguleika þéttbýlis œtti Sauðárkrókur og iiágrannahérað með fjöl- breytni i atvinnulífi, góðar samgöngur og fjölbreytni í meitntunarmöguleikum og meniiingarlífi að eiga góða framtiðarmöguleika. Hver heldur þú að þróunin verði varðandi atvinnulif og breytingar á íbúafjölda á nœstu árunt? „Síðustu árin hefur fólksfjöldi í Skagafirði staðið nokkuð í stað. Eg er hins vegar nokkuð viss um það að til lengri tima litið mun íbúum Skagafjarðar fara fjölg- andi. Það er margt í menningu okkar og umhverfi sem fólk kann vel við, og í framtíðinni mun slíkt skipta meira máli en nú er. Skagafjörður er einnig vel staðsettur á landinu. Það er bæði stutt til Akureyrar og Reykjavíkur. Hvalfjarðargöngin vom okkur Skagfirðingum hvalreki og miklu meira virði en margir gera sér grein fyrir. Eg vildi einnig gjarnan sjá meira af sumarbústöðum í Skagafirði og tel það raunhæfan kost bæði fyrir Akureyr- inga og höfuðborgarbúa að eiga sumarbústaði hér. En at- vinnumálin skipta auðvitað höfuðmáli þegar horft er til framtíðar og án fjölbreyttra og góðra atvinnutækifæra ntun fólkinu ekki fjölga. Einhæf atvinna er vandi lands- byggðarinnar í hnotskum. Því þarf að breyta og það hefst ef einstaklingar, sveitarfélög og ríki vinna saman að því markmiði. Ég er bjartsýnn á ffamtíð þessa byggðarlags og tel að Skagafjörður muni hér eftir sem hingað til skína við sólu, svo vitnað sé í héraðssöng okkar eftir sr. Matthías Jochumsson.“ Unnar Stefánsson

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.