Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Síða 14

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Síða 14
VÍSUR Skáldskapur úr Skagafirði Eftir kosningamar 1990 tók Bjöm Bjömsson sæti í bæjarstjóm Sauðárkróks fyrir D-lista, en hafði þá verið ráðinn ritari bæjarstjórnar frá þvi laust eftir 1970. A fyrsta fundi nýrrar bæjarstjómar var ritari Engilráð Mar- grét Sigurðardóttir, fulltrúi á bæjarskrifstofunum. Undir fundinum, sem var ffemur langur og leiðinlegur þar sem skipað var í nefndir og unnin önnur hefðbundin byrjun- arverk, barst Birni seðill frá Engilráð: Syngur hátt mín sálargöm, sultarfer hún að kenna. Meðan að sína kjaftakvörn, kjörnir fulltrúar spenna. Að þú skyldir, bróðir Björn, á bekknum þessum nenna, að hanga tuttugu ára törn, telst bara bilun - eða þannig. Þegar Hilmir Jóhannesson þorði ekki lengur að bjóða sig fram laug hann því til að hann væri orðinn þreyttur og vitnaði til og hagræddi málshættinum „að tvisvar verður sá feginn sem á steininn sest“. Orti hann síðan nokkrar „hálfkveðnar“ vísur undir þessum formerkjum: Flónin ana áfram veginn, engum verður fórin sein. Til þess að verða t\’isvarfeginn, tylli ég mér á þennan stein. Sumir eru sólarmegin, sitja undir blómagrein. Til þess að - Komin eru að húsum heyin, húmið töfrar mœr og svein. Til þess að - Ég gerist bœði gamall og leginn, grána hár ogfúna bein. Til þess að - Eins og hundsbjór illa fleginn, ennþá svíða gömul mein. Til þess að - Þeir mega áfram gjamma greyin glóðaöir á steikartein. Til þess að - Það er raunar saga segin, mín syndajátnin er lygi ein. Til þess að verða tvisvar feginn tylli ég mér á þennan stein. Bæjarfulltrúamir Stefán Logi Haraldsson (B) og Bjöm Sigurbjömsson (A) vom á sama máli einhverju sinni en í andstöðu við Hilmi (K). Töluðu þeir fyrir sínu máli en Hilrnir sótti af kappi. Síðast kom þessi limra ffá Hilmi: Langsóttir lagakrókar, Ijótar brellur og klókar. Stefán og Björn eru báðir í vörn, og bullið erfœrt til bókar. Eitthvað mun Hilmi hafa þótt á skorta hjá bæjarfúlltrú- um þegar hann kveður: Mannasiði hvergi kann, kjaftinn þó að opni. Eins og vant er hefur hann, heimskuna að vopni. Fólkið nntndi fagna því, þó Jlest komist I vana, ef einhver bœtti blöðum i, bæjarfulltrúana. Á héraðsnefhdarfúndi var rætt um hækkun sjálffæðis- aldurs í 18 ár og að þar með hefðu bamsmeðlög hækkað verulega á einni nóttu. Hilmir yrkir: Skuldir aldrei þarfar þóttu, það égfullvel skil. Stundum þarf bara brot úr nóttu, svo barnsmeðlög verði til. Á veitustjórnarþingi sem haldið var á Hótel KEA á Akureyri var Sighvatur Björgvinsson ráðherra ræðumað- ur kvöldsins í lokahófi. Sagði hann margar skemmtilegar sögur af viðskiptum þeirra Halldórs Blöndal, en þeir reyndu með sér rímþrautir og rímuðu við orðið herðatré. Bjöm Bjömsson yrkir þá: Allt er hjá ríkisstjórn undir kvið, af þessu hlýtur hún háð og spé, o-já. Meðan ráðherrarnir sér risla við, að ríma við herðatré, - með slá. Björn var fyrsti varamaður í héraðsnefnd og eftir fyrsta fúnd sinn með nefndinni yrkir hann: Ymis störf ég önnur þekki, sem aukið gœtu mina fremd. Þvilíkt Ián að eiga - ekki öruggt sœti í héraðsnefnd. 76

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.