Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Síða 15

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Síða 15
VISUR En ekki voru allir fundir héraðsnefndar á þennan veg- inn. Fundur var haldinn í Skagaseli á Skaga. En að lokn- um fundi þágu menn glæstar veitingar, m.a. hákarl frá Bjama bónda í Hvalnesi og brennivín með. Hilmir yrkir: Bauðst til rétta brennivín, bændur nett það laga. Heldur létt var heimferð mín, hef égfrétt - af Skaga. Bjöm og Hilmir sátu fund með þingmönnum kjör- dæmisins. Einn þeirra var áberandi þreyttari en aðrir: Bjöm yrkir: Að þola er stríðilegt stundum, ef stórmenni sofa á fundum. En það sér nú hver, hve erfitt það er, Króksins að hang 'yfir hundum. Hilmir af sama tiiefni: Þeir aðeins fyrir áugun skyggna, og eigin visku ifriði njóta. Enda mega þeir augum lygna, en afleitt fari þeir að hrjóta. Hilmir og Bjöm höfðu tekið eftir því að bæjarstjómar- fundir vom oftast friðsamari og styttri, ef þannig stóð á að úrvalsdeildarlið Tindastóls í körfubolta átti heimaleik þann dag sem fundur var. Lögðu menn sig þá í fram- króka um að sneiða hjá álitamálum og jafnvel að sættast á lausnir sem trauðla hefði verið undir öðmm kringum- stæðum. Bjöm yrkir: Svona á að vinna sýnist mér, nú sjást ekki hnefar krepptir. Knútur samþykkir hvað sem er, það er körfubolti á eftir. (Knútur Aadnegard, oddviti D-lista) Af sama tilefhi yrkir Hilmir: Benda líka mönnum má, og með því skoðun sanna. - (mína). Körfuboltann kemst hann á, efkjafti heldur Anna. - (Stína) (Anna Kristín Gunnarsdóttir, oddviti G-Iista) Þegar síðasta bæjarstjóm Sauðárkróks fékk sín síðustu fundargögn heimsend lét Engilráð fulltrúi fylgja með smákveðju, með þökk fyrir samstarfið og von um fyrir- gefningu axarskafta. Hilmir svaraði þessari kveðju: Þó við mikið kannski kjöftum, kliðinn brátt mun þögnin geyma. En öllum þínum axarsköftum aldrei verður hœgt að gleyma. Stefán Logi kvartaði mjög undan pappírsfargani vegna fundargagna og vildi fremur fá gögnin í tölvutæku formi. Hilmir brást ókvæða við og neitar allri tölvuvæðingu en vill sín gögn sem fyrr á pappír: Engilráð kveður: Stefán vill ei fleiri pappírspésa, pirrar Hilmi tölvuskjá að lesa. Því er nokkur vandi úr vöndu að ráða, vilji maður losna við þá báða. Hilmir svarar Engilráð: Slœm erþessi sláturtíð, slappir látnir róa. Engilráð er ekki blíð, okkur vill hún lóga. Fletið bælir feyskið strá, fœlist vetrar nauður. En þú setur samt þann á, sem væri betur dauður. En ef betur að er gáð á því vil ég klifa. Elsku besta Engilráð, að ég megi lifa. Þessu svarar Engilráð: Drúpir rós á döprum stilk, dauða- sveipuð klúti. Sleppt er út úr sláturdilk slöppum gamalhrúti. Á þingi SSNV sem haldið var á Hólum var fundarsal- ur (íþróttasalur skólans ) tjaldaður innan með svörtu efni. Að kvöldi fyrri þingdags var haldin mikil veisla, þar sem margt var til gamans gert og hafa vafalaust margir sofn- að seint. Bjöm Bjömsson var ráðinn þingritari. Hann var mætt- ur á góðum tíma að morgni síðari dags, enda hafði hann ekki verið í veislunni og því ekki tapað svefni. Þegar hann leit yfir salinn yrkir hann: Vart þrýtur gleði á veislukvöldum, víst kœttust flestirþar. Nú sitja gneypir und svörtum tjöldum, syjjaðirfulltrúar. Eftirtektin er eins og hrip, allt höfuðið smíðaviður. Margur er dapur og mœða í svip, og munnvikin dregin niður. Samantekt af baksíðum fundargagna. 7 7

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.