Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Síða 18

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Síða 18
ÝMISLEGT Anna Kristín Ólafsdóttir aðstoðarkona borgarstjóra Anna Krist- ín Ólafsdóttir hefur verið ráðin aðstoð- arkona borgar- stjóra frá 1. mars sl. Anna Krist- ín er fædd í Reykjavík 26. mars 1966. Foreldrar hennar eru Lára Margrét Ragnarsdóttir alþing- ismaður og Ólafur Grétar Guð- mundsson augnlæknir. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð í janúar 1985, stundaði nám í al- þjóðastjórnmálum við Wellesley College, Wellesley í Massachusetts í Bandaríkjunum 1995-1956, tók BA-próf í stjórnmálafræði við Há- skóla íslands í febrúar 1995 og meistarapróf í opinberri stjómsýslu og stefnumótun (MPA) frá La Follette School of Public Affairs, University of Wisconsin, Madison í Bandaríkjunum í maí 2000. Anna Kristín starfaði sem aðstoð- arstjórnmálafulltrúi í bandaríska sendiráðinu í Reykjavík frá júní 1990 til maí 1996 og sem sérfræð- ingur við Ríkisendurskoðun Wisconsinþings frá júlí 2000 til mars 2001. Hún var fulltrúi stúdenta í kennslumálanefnd Háskóla íslands 1987- 1988, átti sæti í háskólaráði og stúdentaráði Háskóla íslands 1988- 1989 og var fulltrúi háskóla- hverfisins University Houses í stjórn Shorewoodskóla, Madison, Wisconsin 2000-2001. Hún tók að sér ýmis störf á vett- vangi Kvennalistans 1990-1995. Eiginmaður Önnu Kristínar er Sigurður Böðvarsson krabbameins- læknir. Þau eiga þrjú böm. HEIÐURSBORGARAR Séra Bragi Friðriksson heiðursborgari Garðabæjar Bæjarstjórn Garðabæjar sam- þykkti á fundi sínum hinn 4. janúar sl. að gera séra Braga Friðriksson að fyrsta heiðursborgara bæjarins. Með því vill bæjarstjóm láta í ljós þakk- læti sitt fyrir mikið og gott starf séra Braga i þágu bæjarbúa og bæjarfé- lagsins um áratugaskeið. Séra Bragi Friðriksson starfaði sem sóknarprestur í Garðabæ á ár- unum 1966-1997. Hann var ekki einungis prestur bæjarbúa heldur vann hann einnig að mörgum fram- faramálum í þágu bæjarfélagsins, einkum á sviði fræðslumála, íþrótta- og æskulýðsmála. „Bæjarstjóm Garðabæjar útnefnir nú heiðursborgara í fyrsta sinn. Það er vel við hæfi á 25 ára afmæli bæj- arins að veita séra Braga Friðriks- syni þá viðurkenningu,“ segir í til- kynningu frá Garðabæ um heiðurs- borgarakjörið. Laufey Jóhannsdóttir, forseti bæjarstjórnar Garðabæjar, afhendir séra Braga heiðurs- borgarabréfið. Ljósm. Jim Smart - Morgunblaðið. 80

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.