Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Qupperneq 20

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Qupperneq 20
UMHVERFISMÁL Þátttaka barna í Staðar- dagskrárstarfi Stefán Gíslason, verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 „Mérfmnst að fólk œtti að hlusta meira á börn “ Linda Björk Jóhannsdóttir, 11 ára, Mosfellsbœ (Á umhverfisþingi 26.jan. 2001) Nú er liðið nokkuð á þriðja ár sið- an Samband íslenskra sveitarfélaga og umhverfisráðuneytið hófú form- legt samstarf í þeim tilgangi að að- stoða íslensk sveitarfélög við gerð Staðardagskrár 21 í samræmi við samþykktir Heimsráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna um umhverfí og þróun í Ríó 1992. í upphafí tóku rúmlega 30 sveitarfélög þátt í þessu starfi, en nú er áætlað að fjöldi þeirra sveitarfélaga sem vinna með einhverjum hætti að gerð Staðar- dagskrár 21 sé nær 40. Virk þátttaka almennings Virk þátttaka almennings er einn af homsteinum hugmyndafræðinnar sem Staðardagskrá 21 byggir á. Þannig er sérstaklega tekið fram í 28. kafla samþykktarinnar frá Ríó (Dagskrár 21) að sveitarstjórnir skuli „leita eftir samráði við ibúana og samfélagið, atvinnulífíð og sam- tök þess til að safha upplýsingum og byggja upp samstöðu varðandi áætl- anir um sjálfbæra þróun. Þetta sam- ráð á að auðvelda þeim að endur- hanna verkefni, stefnumörkun, lög og reglur sem miða að því að ná markmiðum Dagskrár 21. Samráðið er einnig til þess fallið að auka með- vitund fólks um málefhi sjálfbærrar þróunar"11 Hver er þessi almenningur? íslensk sveitarfélög hafa sinnt þessu samráði með mjög mismun- andi hætti. Dæmi eru um að Staðar- dagskrárstarfið hafi alfarið verið í höndum embættismanna sveitarfé- laganna í blóra við orðalag 28. kafl- ans, en annars staðar hefur almenn- ingur tekið virkan þátt í starfmu frá byijun. En hver er þessi almenning- ur og hvað felst í orðinu þátttaka? Réttindi barna og ungmenna Börn og ungmenni eru einn af þeim hópum samfélagsins, sem stundum gleymist að hafa með í ráðum þrátt fyrir ákvæði 28. kaflans sem vitnað er í hér að ffarnan. í 25. kafla Dagskrár 21 er þó fjallað sér- staklega um hlutverk barna í ákvarðanatöku um umhverfismál og þróun. Þar segir m.a. að „stjómvöld skuli hafa samráð við ungmenni og láta þau taka þátt í ákvörðunum sem hafa áhrif á umhverfið“.2) í þessu sambandi er vert að minna á að um þriðjungur jarðarbúa em börn og ungmenni og að Dagskrá 21 snýst öll um viðleitnina til að skila þess- um hópi auðlindum jarðar í nothæfú ástandi. í 12. gr. Bamasáttmála Samein- uðu þjóðanna er einnig að finna ákvæði um tillit til skoðana bama, en þar segir m.a.: „Aðildarriki skulu tryggja bami sem myndað getur eig- in skoðanir rétt til að láta þær fijáls- lega í ljós í öllum málum sem það varða, og skal tekið réttmætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur þess og þroska.“3) Á íslandi hefúr embætti umboðs- manns barna41 það hlutverk að standa vörð um hagsmuni, þarfir og réttindi barna, m.a. með því að stuðla að því að virtir verði þjóðrétt- arsamningar um þessi efni5), þ.m.t. Bamasáttmáli Sameinuðu þjóðanna. Hvað er þátttaka? Þegar hugmyndafræði Staðardag- skrár 21 var kynnt fýrir fulltrúum sveitarfélaga við upphaf íslenska Staðardagskrárverkefnisins haustið 1998 var lögð áhersla á virka þátt- töku ibúanna, þar á meðal bama og ungmenna. I svörum við könnun sem gerð var meðal sveitarfélaga í ársbyijun 2000 kom ffarn að í 45% þeirra sveitarfélaga sem þá unnu að gerð Staðardagskrár 21 hefðu böm á grunnskólaaldri tekið einhvem eða mikinn þátt i Staðardagskrárstarfinu og í 38% sveitarfélaganna hefðu böm á leikskólaaldri tekið einhvem eða mikinn þátt.6) I könnuninni var hins vegar ekki reynt að meta í hveiju þátttaka bamanna hefði verið fólgin. Lausleg athugun bendir til þess að í flestum þessara tilvika hafi bömin fengið sérstaka fræðslu um umhverfismál eða um Staðardag- skrárstarfið eða að þau hafi tekið þátt í afmörkuðum verkefnum varð- andi flokkun úrgangs, jarðgerð o.fl. Á hinn bóginn virðist fremur fátítt að beinlínis hafi verið leitað til barna til að fá fram hugmyndir þeirra um ffamtíðina. Virk þátttaka bama í Staðardagskrárstarfmu hlýt- ur þó að byggjast á slíku samráði. Virk þátttaka barna og ungmenna Sveitarstjómir þurfa að gera sér grein fyrir mikilvægi þess að böm 82
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.