Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Síða 28

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Síða 28
MENNINGARMÁL Menningarmál á landsbyggðinni Gisli Sverrir Arnason, forseti bœjarstjórnar Homafjarðar í ársbyrjun 2000 skipaði menntamálaráðherra starfs- hóp til þess að fjalla um menningarmál á landsbyggð- inni. Hópnum var ætlað það hlutverk að fjalla um efl- ingu menningarlífs og á hvem hátt mætti auðvelda og fjölga heimsóknum listamanna til einstakra byggðar- laga. Starfshópurinn var skipaður þeim Karitas H. Gunnarsdóttur, deildarstjóra í menntamálaráðuneytinu, sem var formaður, Gísla Sverri Ámasyni, forseta bæjar- stjómar Hornafjarðar, en hann var tilnefndur af Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga, og dr. Guðrúnu Helgadótt- ur menningarráðgjafa, sem tilnefnd var af Byggðastofn- im. Starfshópurinn skilaði af sér áliti í skýrsluformi í október 2000. Skýrslan hefur verið send til allra sveitar- félaga en hana má einnig nálgast á heimasíðu mennta- málaráðuneytisins www. mrn.stjr. is í nefndarálitinu em settar fram tillögur um aðgerðir sem að mati hópsins em brýnastar til eflingar menning- arlífs á landsbyggðinni á næstu ámm. Forsendur fyrir forgangsröðun tillagna vom effirfarandi: Að framkvœmd tillögunnar verði til þess að efla það menningarstarf semfyrir er. Aö tillagan beinist að lausn á almennt viðurkenndum vanda. Að tillagan eða líkar tillögur hafi komið fram frá ýmsum að- ilum. Að tillagan sé framkvœman- leg í náinni framtíð. Þá varð starfshópurinn einnig sammála um að setja fremur ffam fáar en vel rökstuddar til- lögur sem leiði til árangurs. I vinnu starfshópsins var leit- að eftir sjónarmiðum sem flestra varðandi það hvernig hægt væri að efla menningarlíf á landsbyggðinni. Sérstaklega var óskað eftir ábendingum um aukin atvinnutækifæri á þessu sviði. Bæði var leitað til þeirra sem starfa við opinberar menn- ingarstofnanir og þeirra sem Starfa í félagasamtökum. Tillög- Frá Humarhátíð á Hornafirði. Ljósm. Eystrahorn. umar sem settar vom fram em því ekki eingöngu hug- myndir starfshópsins heldur forgangsröðun og ffekari úr- vinnsla þeirra hugmynda sem fram komu ffá þeim aðil- um sem hópurinn hafði samráð við. Hópurinn hélt alls 25 fundi og komu 145 manns á fundina. Samráðsfimdir vom haldnir í Keflavík, Vest- mannaeyjum, Selfossi, Höfn, Reyðarfirði, Akureyri, Blönduósi, ísafirði og Reykholti i Borgarfirði. Vinnufundir hópsins vom auk þess í Borgamesi, Svarf- aðardal, Ölfusi, Hólum í Hjaltadal og Reykjavík. Á fundi sína kallaði hópurinn fulltrúa ffá allmörgum samtökum og stofnunum. Þeirra á meðal vom Bandalag íslenskra leikfélaga, Bandalag íslenskra listamanna, Hagstofa ís- lands, Listaháskóli Islands, Listahátíð i Reykjavík, Lista- safn íslands, menningarsjóður félagsheimila, mennta- málaráðuneytið, Reykjavik menningarborg Evrópu 2000, Rithöfundasamband íslands, stjórn listamanna- launa, Tónlist fyrir alla, Verkefnisstjóm um upplýsinga- samfélagið, Þjóðleikhúsið, Þjóðminjasafn íslands, Þjóð- skjalasafh íslands. Einnig var öllum sveitarstjómum í landinu sent bréf 90

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.