Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Page 30

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Page 30
MENNINGARMAL Frá rithöfundakvöldi í Skaftfelli, menningarmiðstöðinni á Seyðisfirði, í desember 2000. Fjöl- margir rithöfundar komu fram og Jón Óskar opnaði sýningu á verkum sínum sem sjást m.a. á myndunum. Á myndinni má m.a. sjá Þorvald Þorsteinsson, Pétur Kristjánsson, Jökul Snæ Þórðarson, Jón Óskar og Lindu Vilhjálmsdóttur. Ljósm. Martin Sammtleben. ar stofnanir voru gjaman gagnrýndar fyrir að starfa lítið utan höfuðborgarinnar. Með þjóðmenningarstofnun er átt við stofnun sem lögum samkvæmt er ætlað forystuhlutverk á viðkom- andi menningarsviði innanlands og að vera fulltrúi þjóð- arinnar gagnvart umheiminum. Hér er átt við ráðgjöf og rannsóknir jafnt sem framboð á listviðburðum og fræðslu. Miklar kröfur eru gerðar til þess að þessar stofnanir verði sýnilegri í þjónustu sinni við lands- byggðina og virkari í gagnkvæmu samstarfi við menn- ingarstofnanir á landsbyggðinni. Lagt er til að í árangursstjómunarsamningum verði skýrt kveðið á um skyldur þjóðmenningarstofnana til samstarfs og þjónustu við landsbyggðina. Stofnunum á landsbyggðinni verði falin verkefni á sviði rannsókna og úrvinnslu, enda verði þessi hluti starfseminnar sýnilegur ífjárveitingum þjóðmenningarstofnananna. Menningarstarf fyrir ungt fólk Framboð á menningu og afþreyingu fyrir börn og ungt fólk á stóran þátt í vali fjölskyldna um búsetu. Rannsóknir sýna að menningarstarf, sem og annað tóm- stundastarf hefur forvarnagildi. Því er mikilvægt að tryggja nægjanlega fjölbreytni og stöðugt framboð menningarstarfs og listmenntunar, sem höfðar til bama og ungmenna í hverju byggðarlagi. Nauðsynlegt er að ríki, sveitarfélög, félagasamtök og einkaaðilar taki höndum saman urn þetta verk- efni. Lagt er til að auknum hluta þess fjármagns er œtlað er til forvarna verði varið til menn- ingarstarfs ungs fólks. Skorað er á hið opinbera að auka listmenntun og listkynn- ingar ungs fólks innan skóla- kerfis sem utan, I samrœmi við þá stefnu sem mótuð er með nýjum námsskrám I listgrein- um. Skorað er á sveitarfélög að kvikmyndahúsum verði komið I rekstur þar sem það er hægt. Efling safna Ljóst er að söfn eru kjölfesta í menningarstarfi i flestum byggðarlögum. Starfshópurinn vék þess vegna víða að stöðu þeirra og möguleikum á að efla þau sem miðstöðvar. Þar sem samstarf safna hefúr náð að þroskast hefúr það eflt starfsemi og bætt þjónustu. Með aukinni samvinnu minnk- ar hættan á faglegri einangrun og sérfræðiþekking nýtist betur. Samstarf hefur verið innan landsQórðunga, sér- sviða safna eða á öðrum vettvangi. Landsbókasafn Is- lands - Háskólabókasafn, Þjóðminjasafn íslands, Þjóð- skjalasafn Islands, Listasafn Islands og Náttúrufræði- stofnun auk skyldra stofnana bera sem höfuðsöfn ákveðnar skyldur gagnvart landsbyggðinni og héraðs- söfnum hvert i sinni grein. Samskipti þessara höfúðsafna og héraðssafna þarf þó að skýra nánar. Litið verði á þjóðarsöfnin og héraðssöfnin i hverri grein sem eina heild og þeim gert kleift að vinna nánar saman, með það að leiðarljósi að efla daglegt starf rannsóknir og miðlun. Lagt er til að unnið verði að nánara samstarfi safna í hverjum landshluta með það að markmiði að efla söfnin og þar með þjónustu á sviði menningar. Lagt er til að sveitarstjórnir nýti almenningsbókasöfn í auknum mœli með því að œtla þeim hlutverk við eflingu símenntunar, fristunda fyrir unga sem aldna, listkynn- ingar og skipulagningar menningarviðburða, útgáfu og almennrar upplýsingamiðlunar fyrir heimamenn og gesti. Lagt er til að Þróunarsjóði bókasafna verði komið á með 8 milljóna króna fjárframlagi úr ríkissjóði árið 2002. Hann taki við hlutverki „Ataks í upplýsingatœkni til bókasafna". Honum verði œtlað að auðvelda bóka- söfnum að tileinka sér nýjungar í upplýsingatœkni. Sjóð-

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.