Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Blaðsíða 31
MENNINGARMAL
urinn lúti stjórn ráðgjafarnefndar um
almenningsbókasöfn.
Lagt er til að listasöfn á lands-
byggðinni fái fjárveitingar til skrán-
ingar, forvörslu og kynningar á lista-
verkaeign sinni enda liggi jyrir stofn-
skrá viðkomandi safns og hljóti sam-
þykki menntamálaráðuneytis.
2. Aðstaða
Aðstaða til æfmga og flutnings list-
viðburða og samkomuhalds er fyrir
hendi i nær öllum sveitarfélögum
landsins en mjög mismunandi að
gerð og gæðum. „Það þarf engar hall-
ir“ var setning sem oft var fleygt
fram á fundum nefndarinnar um
landið.
Lagt er til að ákvörðun rikisstjórn-
arfrá 7. janúar 1999 um menningar-
hús verói útfœrð með samningum við
sveitarfélög á grundvelli mótaðra til-
lagna þeirra wn þessa uppbyggingu.
Lagt er til að samið verði um ráð-
stöfun, viðhald og nýtingu félags-
heimila og annarrar aðstöðu til
menningarstarfs á landsbyggðinni.
3. Sjóðir og styrkir
Eitt helsta áhyggjumál viðmælenda
okkar í starfshópnum var fjárskortur.
Á undanfömum áratugum hefur verið
komið upp stoókerfi í formi ýmissa
sjóða á vegum menntamálaráðuneyt-
is. Þetta stoðkerfi hefur reynst skyn-
samlegur farvegur fyrir Qárveitingar
til menningarmála en brýnt er að
veita þangað meiri fjármunum.
Uppvakningur á Galdrasýningu á Ströndum. Hátt í sjö þúsund gestir heimsóttu Galdra-
sýningu á Ströndum fyrsta starfsár sýningarinnar. Talsverður fjöldi þeirra ferðamanna
sem heimsóttu Strandir í fyrsta sinn segir að tilkoma sýningarinnar hafi ráðið þar úr-
slitum.
Starfslaun listamanna
Hvatt er til að sveitarfélög og at-
vinnuþróunarfélög leiti leiða til að
Jjölga starfandi listamönnum á Iands-
byggðinni er njóti listamannalauna.
Því er beint til stjórnar listamannalauna að kynna
reglur launasjóðanna sérstaklega fyrir íbúum á lands-
byggðinni.
Menningarsjóður félagsheimila
Menningarsjóður félagsheimila hefur fyrir löngu
sannað gildi sitt fyrir eflingu menningarstarfs á lands-
byggðinni. Sjóðurinn veitir ferðastyrki til einstakra lista-
manna og hópa, atvinnulistamanna og áhugalistamanna.
Á síðustu árum hefur umsóknum Qölgað, m.a. vegna
listkynninga í skólum og menningarstarfsemi aldraðra.
Ljóst er að ásókn í sjóðinn mun aukast á næstu árum.
Hlutverk hans þarf að kynna og skýra nánar með endur-
skoðun á reglum um starfsemi hans.
Því er beint til menntamálaráðuneytis að reglum um
Menningarsjóð félagsheimila verði breytt, verksviö hans
útvíkkað og skipan fulltrúa í stjórn breytt þannig að í
stað fulltrúa frá Ungmennafélagi Islands og Kvenfélaga-
sambandi íslands komi fulltrúi tónlistar.
Lagt er til að fé til Menningarsjóðs félagsheimila verði
tvöfaldað á nœstu tveimur árum þannig að sjóðurinn
geti sinnt auknum verkefnum.