Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Blaðsíða 33

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Blaðsíða 33
MENNINGARMÁL Afró-dans sýndur á hátíðinni LungA - Listahátíð ungs fólks á Austurlandi sem haldin er á Seyðisfirði lungann úr júlí. Ljósm. Magnús Reynir Jónsson. fram áhyggjur af veikri stöðu myndlistar í menn- ingarlífí á landsbyggðinni. Listasöfn eru óvíða opin almenningi, myndlistarskólar eru fáir og starfsaðstaða myndlistarmanna bágborin. Tilboð Listasaíns Islands um sýningar hefbr reynst flest- um sveitarfélögum óaðgengilegt vegna kostnaðar. Lagt er til að Listasafni lslands verði gert kleift að sinna ráðgjafarhlutverki gagnvart listasöfnum og sveitarfélögum á landsbyggðinni og lagðar þœr skyldur á herðar að stuðla að samvinnu þeirra og Listasafnsins með uppsetningu og skipt- um á sýningum, útvegun frœðsluefnis o.fl., enda verði tekið tillit til þess ífjárveitingum til safnsins. Lagt er til að ríki og sveitarfélög geri sérstakt átak í myndlistarmenntun á nœstu árum, með undirbúningi og framkvœmd verkefnis sem kalla mætti „Myndlist fyrir alla“, sbr. „Tónlist fyrir alla “. Hvatt er til að sveitarfélög nýti sér Listskreyt- ingasjóð til eflingar myndlist í byggðarlaginu. Endurbygging gamalla húsa Endurbótasjóður menningarbygginga og Húsa- friðunarsjóður hafa í auknum mæli stutt við varð- veislu gamalla húsa um landið. Biýnt er að stuðningur Endurbótasjóðs menn- ingarbygginga og Húsafriðunarsjóðs við gömul hús sem gegna hlutverki í menningarstarfi verði aukinn. Menningarhátíð landsbyggðarinnar A undanfomum ámm hefúr þörfin fyrir meira fjár- magn til að styðja ýmiss konar menningarviðburði um allt land aukist. Þar sem ekki hefúr verið sérstök fjár- veiting til þessara verkefna hefúr þörfinni verið mætt með því að veita fé af fjárlagaliðnum listir, framlög. Fram hafa komið ýmsar tillögur um lista- og menn- ingarhátíð landsbyggðarinnar og undir merkjum Reykja- víkur menningarborgar Evrópu árið 2000 tókst farsælt samstarf við sveitarfélög um menningarverkefúi. Lista- hátíð í Reykjavík starfar nú samkvæmt nýjum reglum sem heimila henni að efna til hátíðar á hveiju ári, enn fremur að leita samstarfs við önnur sveitarfélög en Reykjavík og skapa sér ný verkefni á sviði lista og menningar. Lagt er til að fjárlagaliðurinn Menningarhátíð lands- byggðarinnar hœkki þegar á fjárlögum 2001 og siðan í áföngum. Óskað verði eftirþví við Listahátið í Reykjavík að hún taki þátt í uppbyggingu menningar- og listahátíða um allt land, kynningu þeirra og markaðssetningu. Hvatt er til að höfuðborgin taki þátt í þessari upp- byggingu á landsbyggðinni m.a. með fjárhagslegum stuðningi. Lagt er til að framlög á Jjárlögum 2001 til Menning- arhátiðar landsbyggðarinnar renni i sérstakan sjóð og aó reglur um þennan sjóð verði settar hið fyrsta. I stjórn sjóðsins sœtu fulltrúar tilnefndir af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Listahátíð í Reykjavík og menntamála- ráðuneyti. Tiyggt verði að fjárveitingar sem gert hefur verið ráð fyrir af jjárlögum til lista- og menningarhátíða á lands- byggðinni renni óskertar inn í þennan sjóð en verði ekki til að takmarka fé til hans. Nýsköpunarsjóður listamanna I viðræðum samstarfshópsins við fúlltrúa menningar- lífs á landsbyggðinni sem og fulltrúa listamanna kom ffarn að listsköpun listamanna byggist í æ rikari mæli á borgarsamfélaginu. Þeirri hugmynd var varpað fram að settur verði á stofn sérstakur sjóður sem ætlaður verði til menningarverkefna listamanna úti um land, s.s. listsköp- unar, listmenntunar og menningarstarfs í samvinnu við sveitarfélög. Með störfum listafólks að verkefnum í sveitarfélögum er verið að efla nýsköpun og fjölbreytni atvinnulífs, sbr. 1. lið þingsályktunar um stefnu í byggðamálum fyrirárin 1999-2001. Lagt er til að stofnaður verði sérstakur verkefnasjóður sem veiti launastyrki til samstarfsverkefna á landsbyggð- inni, milli sveitarfélaga og listafólks. Til reynslu tiyggi 95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.