Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Side 35

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Side 35
MENNINGARMÁL Gunnarshús. Gunnarsstofnun að Skriðuklaustri: Nýtt afl í austfirskri menningu Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofiunar Hinn 18. júní á síðasta ári hóf Gunnarsstofnun starfsemi sína formlega að Skriðuklaustri í Fljóts- dal þegar Bjöm Bjamason mennta- málaráðherra klippti á borða og opnaði með því hús skáldsins fyrir almenningi. Ætlunin er að byggja Skriðuklaustur upp sem menningar-, sögu- og ffæðasetur með ýmiss kon- ar sýningum og viðburðum allt árið um kring. Gunnarsstofnun á þó að láta til sín taka víðar. Hennar skil- greinda hlutverk felur i sér eflingu menningarstarfs á Austurlandi öllu. Fjölþætt hlutverk Stofnun Gunnars Gunnarssonar varð til árið 1997 með reglum sem menntamálaráðherra, Bjöm Bjama- son, setti um stofnunina, að undan- genginni vinnu nefhdar sem skipuð var þremur heimamönnum. Sam- kvæmt þeim reglum, með áorðnum breytingum, starfar Gunnarsstofnun á grundvelli gjafabréfs Gunnars Gunnarssonar skálds og Franziscu Gunnarsson, konu hans, frá 11. des- ember 1948 vegna jarðarinnar Skriðuklausturs í Fljótsdal. í þvi segir m.a. að hagnýta skuli gjöfina svo til menningarauka horfí. Hlutverk Gunnarsstofnunar er til- greint i reglum hennar og er ljöl- þætt, nær yfir bókmenntir, alþjóðleg menningartengsl, listviðburði, aust- firsk fræði, atvinnuþróun á Austur- landi og rekstur dvalarstaðar fýrir lista- og fræðimenn. Endurreisn Skriðuklausturs Árið 1999 var gert samkomulag milli menntamálaráðuneytis og landbúnaðarráðuneytis um að Gunnarsstofnun hefði til umráða og umsjónar á Skriðuklaustri í Fljótsdal Gunnarshús, Skriðu sem forstöðu- mannsbústað, og 15 ha. lóð um- hverfís húsin. Þar hefur stofnunin nú aðsetur sitt þó að starfsumdæmi 9 7

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.