Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Page 38

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Page 38
MENNINGARMÁL menningar- og fræðasetur á Skriðuklaustri hefur mikla þýðingu fyrir allan Qórðunginn. Meðal þess sem Gunnarsstofnun á að stuðla að og efla eru rannsóknir á austfirskum fræðum og atvinnuþróun á Austur- landi. Verið er að koma upp vinnu- og gistiaðstöðu fyrir lista- og fræði- menn á Skriðuklaustri til viðbótar við þá gestaíbúð sem starfrækt hefur verið frá 1989. Þeir sem vinna að verkefnum er á einhvem hátt tengj- ast Austurlandi hafa vissan forgang bæði varðandi gestaíbúðina og einnig þá aðstöðu sem að auki verð- ur í boði. Forstöðumanni Gunnarsstofnunar er ætlað að taka virkan þátt í verk- efnum er lúta að atvinnuþróun á Austurlandi og menningarmálum. Þá er einnig ráðgert að koma á góðu samstarfi við sem flesta aðila innan fjórðungs, þ.á m. söfn og skóla. Einnig mun stofnunin leita eftir samstarfi við aðila utan íjórðungs og utan landsteinanna. Meðal sam- starfs sem nú þegar hefúr verið tek- ið upp má nefna samstarf við Minjasafn Austurlands og minja- varðarembætti Þjóðminjasafnsins á Austurlandi um fomleifarannsókn á munkaklaustri því er stóð að Skriðu 1493-1552. Standa vonir til þess að umfangsmikil rannsókn á klaustur- minjunum geti hafist á þessu ári. Af framangreindu er ljóst að með Gunnarsstofnun er orðið til nýtt afl í austfirskri menningu sem vonandi verður víðtæk samstaða um að virkja til góðra hluta á komandi ámm. Gunnarsstofnun og Skriðuklaustur - Lykilatriði Stjóm Gunnarsstofnunar og forstöðumaður hennar mótuðu í ársbyijun 2000 ákveðna stefnu varðandi uppbyggingu starfsemi að Skriðuklaustri. I henni em eftirfarandi lykilatriði: I. Aðsetur Gunnarsstofnunar og andlit hennar út á við er Skriðuklaustur í Fljótsdal. Jafnframt er Skriðuklaustur hjarta starfsemi stofnunarinnar og lykill hennar að sértekjum. Af þeim sökum er end- urreisn Skriðuklausturs, bæði húsa og umhverfis, forgangsmál og und- irstaða þess að Gunnarsstofnun geti rækt hlutverk sitt af myndugleik og náð settum markmiðum. II. Skriðuklaustur á að vera virðulegur staður heirn að sækja, fágað fræða-, sögu- og menningarsetur með umhverfí og innviðum sem hæfa þeim glæsileik sem Gunnar sjálfur sýndi á sínurn tíma með byggingu hússins. Staðurinn á í engu að gefa eftir hliðstæðum setmm í öðmm löndum og þar á að ríkja andrúmsloft liðinna tíma í bland við tækni 21. aldar. Framandi herragarðshúsið með sýningum, aðstöðu til fræðistarfa og veitingastofu verður þyngdarpunktur staðarins en allt um kring íslensk náttúra og saga. III. Þriggja áratuga umræða um menningarstofnun á Skriðuklaustri, með á köflum harðvítugum deilum, hefúr valdið þvi að fáir trúa að reisa megi staðinn úr öskustónni. Gengur það svo langt að talað er um álög á staðnum. Það er Gunnarsstofnunar að brjóta þessa álagaijötra og endurreisa Skriðuklaustur á sem skemmstum tíma. Sú endurreisn kostar sitt. Samt sem áður er mikilvægt að hlutimir gangi hratt og vel fyrir sig til þess að staðurinn öðlist virðingu á ný og stofnunin geti ein- beitt sér að hlutverki sínu. Forðast skal þær skammtíma- og bráða- birgðalausnir sem oft einkenna menningarstofnanir utan höfúðborgar- svæðisins. Allt verður að miða að því að gera Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri að íslensku dæmi um hvemig hægt er að byggja upp öfluga starfsemi í dreifbýli sem laðar að sér þúsundir gesta og elur af sér aukna þekkingu á landi og þjóð. STJÓRNSÝSLA Breyting á stjórn reynslusveitarfélaga- verkefnisins Þegar Ingimundur Sigurpálsson lét af starfi bæjarstjóra í Garðabæ sl. haust afsalaði hann sér sæti sínu i verkefnisstjóm reynslusveitarfélaga þar sem hann starfaði sem annar af tveimur fúlltrúum sambandsins. Anna Guðrún Bjömsdóttir, bæjar- ritari í Mosfellsbæ, hefur af hálfu sambandsins verið tilnefnd í stjóm- ina í stað Ingimundar. Fyrir var í stjóminni af hálfú sambandsins Sig- ríður Stefánsdóttir, sviðsstjóri þjónustusviðs Akureyrarbæjar, og af hálfu félagsmálaráðuneytisins Gunnar Hilmarsson framkvæmda- stjóri og Hermann Sæmundsson, deildarstjóri í félagsmálaráðuneyt- inu, sem er formaður stjómarinnar. Ritari nefndarinnar er Óskar Páll Óskarsson, lögfræðingur í félags- málaráðuneytinu. 1 00

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.