Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Side 45

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Side 45
STJÓRNSÝSLA Löggæslumál í Reykjavík Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarfulltrúi Löggæslumál eru mikilvægur málaflokkur sem varðar verulega hagsmuni borgaranna. Að undanfomu hafa sveitarstjómarmenn á höfuðborgarsvæðinu rætt um lög- gæslu á svæðinu og haft nokkrar áhyggjur af þróun mála. í málaflokki sem þessum er auðvitað mjög mikil- vægt gott samstarf milli lögreglu og sveitarstjóma. Sam- kvæmt sérstöku samkomulagi við lögreglustjórann í Reykjavík er starfandi sérstök samstarfsnefnd lögreglu og Reykjavíkurborgar um lögreglumálefni. Nefnd þessi gerir m.a. tillögur um úrbætur í málefnum sem varða löggæslu í Reykjavik, veitir umsagnir um mál sem til hennar er vísað og varða löggæslu og beitir sér fyrir að almenningi verði kynnt starfsemi lögreglunnar. Greinar- höfundur hefur frá því i september 1998 gegnt for- mennsku í samstarfsnefnd Reykjavíkurborgar og lög- reglustjórans í Reykjavík og er því þessum málaflokki nokkuð kunnug. Víða í nágrannalöndum okkar er löggæsla á forræði sveitarfélaga enda um ákveðna nærþjónustu að ræða sem eðlilegt er að sveitarfélög annist. Borgaryfírvöld óskuðu eftir því strax á árinu 1994 að sveitarfélaginu yrði heimilt að hafa með höndum staðbundna löggæslu í tengslum við svokallað reynslusveitarfélagaverkefni en dómsmálaráðuneytið hafnaði þeirri beiðni í mars 1995. Rökstuðningur ráðuneytisins var m.a. að innan lögregl- unnar í landinu þyrftu að vera skýrar línur um boðleiðir og agavald og að hætt yrði við því að línur yrðu óljósar ef sveitarfélög yfirtækju löggæsluverkefni. Með orðinu staðbundin löggæsla er átt við alla almenna löggæslu, jafnt umferðarlöggæslu, forvarnarlöggæslu sem og verk- efni almennrar rannsóknardeildar. A það skal bent að allt til ársins 1972 var almenn löggæsla verkefni sveitar- félaga og í skýrslu sveitarfélaganefndar sem fjallaði um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga segir orðrétt: „Það eru bæði rök með og á móti því að lögreglan verði aftur verkefni sveitarfélaga. Telja verður að umferðarlög- gæsla í þéttbýli og það verkefni að halda uppi lögum og reglu á almannafæri sé dæmigert staðbundið þjónustu- verkefni og ætti samkvæmt þeirri röksemd frekar að vera verkefni sveitarfélaga en ríkisvaldsins." Ég er þess t.d. fúllviss að Reykjavíkurborg geti vel annast málefni lögreglunnar mun betur en gert er i dag þannig að lög- reglan verði eðlilegri hluti af starfmu í borginni, að meiri áhersla verði þá lögð á hverfislöggæslu þannig að hverfislögreglumenn kynni sér hverfi sitt til hlítar, starfi með íþróttafélögunum, skólum og félagsmiðstöðvum og geti þannig lagt sitt af mörkum í fyrirbyggjandi starf. Árangur grenndarlöggæslu Það er líklega ekkert mál sem er eins oft rætt í sam- starfsnefnd lögreglu og borgar og einmitt hverfislöggæsl- an, öðru nafni grenndarlöggæslan. Upphaf grenndarlög- gæslu má sennilega rekja til lögreglustöðvar sem starf- rækt var i Árbæjarhverfi á sjöunda og áttunda áratugnum. Með stofhun Miðgarðs, hverfismiðstöðvar í Grafarvogi, var sett á fót hverfislöggæsla í Grafarvogshverfúm sem aðsetur hefur í Miðgarði. Að mati forráðamanna Mið- garðs hefúr þama tekist mjög vel til, en það er nú einu sinni svo að ýmis vandamál fylgja gjaman örri uppbygg- ingu í nýrri hverfúm og má því segja að þar sé ekki síst þörf á sérstakri löggæslu. Á síðastliðnu ári var gerð sú breyting á fyrirkomulagi mála að lögreglumenn fara nú meira um hverfið en áður og em því sýnilegri þótt þeir hafi fast aðsetur í Miðgarði, eftir sem áður. Þetta fyrir- komulag varð mögulegt með ffamforum í fjarskiptatækni sem leiðir til þess að viðvera á Iögreglustöð gegnir ekki jafn miklu hlutverki og áður. Miðað við þá reynslu, sem fengist hefúr af grenndarlöggæslu, er ekki vafi á að hér er um skynsamlega leið að ræða. Lögreglan verður sýnilegri og í betri tengslum við borgarana. Lögreglan hefúr hins vegar borið við fjárskorti en nokkm dýrara mun vera að halda úti slíkri löggæslu en hinni hefðbundnu. Á haustmánuðum 1998 var farið af stað af miklum metnaði með tilraunaverkefni um grenndarlöggæslu í Bústaðahverfí. Aðeins nokkmm mánuðum síðar, vorið 1999, fór að bera á því að ekki reyndist unnt að manna þá einu lögreglubifreið sem sinna átti verkefninu. Haust- ið 1999 tilkynnti lögreglustjórinn í Reykjavík að um- ræddri tilraun hefði verið hætt. Nýju lífi hefúr nú verið hleypt í verkefnið en þær raddir hafa heyrst frá íbúum að löggæslan í hverfinu sé ekki nógu sýnileg. Svo virðist sem þeim lögreglumönnum sem sinna eiga verkefninu sé einnig ætlað að gegna öðmm verkefnum. Það er vonandi að ekki fari aftur í sama farið í Bústaðahverfinu, þ.e. að menn leggi af stað fúllir vilja um að gera vel en missi síðar vind úr seglum og verkefnið lognist út af. Þetta er sérstakt áhyggjuefni þar sem þess má vart vænta að íbúar taki endalaust þátt í að koma að slíkum verkefnum, sem 1 07

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.