Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Page 47

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Page 47
STJÓRNSÝSLA húsa kallar á, þar sem röskun getur orðið á löggæslu vegna vaktaskipta meðan enn er fólk í miðbænum. Þeirri hugmynd hefur verið varpað fram að ná mætti þeim kostum sem rýmri afgreiðslutíma íylgir og um leið draga úr göllunum með því að rýmka heimilaðan af- greiðslutíma frá því sem verið heíur en takmarka hann þó við ákveðinn tíma, t.d. kl. 6.00. Þetta verður skoðað þegar tekin verður ákvörðun um framhaldið í maí nk. Eftirlit með veitingastarfsemi er fyrst og fremst í höndum lögreglu. Því miður hefur eftirliti þessu verið sinnt af vanefnum og má geta þess í því sambandi að veitingahúsaeftirlit lögreglunnar skipa aðeins þrír menn, en vínveitingaleyfi í Reykjavík einni eru tæplega tvö hundruð. Er þetta miður þar sem ljóst er að öflugt eftirlit lögreglunnar með veit- ingastöðum er skilyrði þess að haldið verði með virkunr og mark- vissum hætti utan um veitingahúsastarfsemi í borginni og þess gætt að starfsemin sé innan þeirra marka sem henni eru sett. Lokaorð Hér hefur verið kom- ið víða við varðandi löggæslumál í Reykja- vík. Ljóst er að það er eindreginn vilji Reykja- víkurborgar að efla beri grennndarlöggæslu og að þar hafi náðst góður árangur þar sem hún hefur á annað borð verið virk. Mikilvægt er að lögreglumenn eigi þá athvarf i viðkom- andi hverfi, þangað sem fólk getur leitað til. Það eykur lika á örygg- iskennd íbúanna. Þá hef ég fjallað um umferðar- eftirlit og ekki síður um umferðarffæðsluna sem þyrfti að endurskipu- leggja. Staðbundin lög- gæsla er að mínu viti eitt af þeim verkefnum sem betur eru komin hjá sveitarfélögunum og ef nægjanlegt fjármagn væri veitt til málaflokksins frá ríkisvaldinu er ég sannfærð um að sveitarfélögin væru tilbúin að taka verkefnið yfir og veita betri þjón- ustu en veitt er í dag. Ljóst er þó að ijármagnsskortur hefur háð starfsemi lögreglunnar í Reykjavík og víðar um land. Þetta verður að bæta. Hins vegar er mér engin launung á því að glíma lögreglunnar við Qárveitingar- valdið hefiir dregið úr metnaði lögreglunnar í Reykjavík og frumkvæði. Hér þarf að verða breyting á, veita þarf löggæslumálum aukið brautargengi og heija þau á þann stall sem lögreglan á skilið. Notaðir gámar á góðu verði Gámur er góð geymsla sem getur fallið vel að umhverfinu Margar gerðir af notuðum gámum til sölu eða leigu. Venjulegir stálgámar, frystigámar, hálfgámar, einangraðir gámar, opnir o.fl. Gámur getur verið ódýr og hentug lausn á ýmsum geymsluvandamálum, t.d. fyrir bygginga- starfsemi, ftskverkendur, flutningabílstjóra, bændur og hvers konar aðra atvinnustarfssemi. Einnig fyrir tómstundastarf, t.d. við sumarbústaði, golfvelli eða sem skjól fyrir hross. Gámar þurfa ekki að stinga í stúf við umhverfið. Það er hægt að fella þá inn í landslag, mála og skreyta á ýmsan hátt. Leigjum eiimig út vinnuskúra og innréttaða gáma til lengri eða skemmri tima. HAFNARBAKKI v/Suðurhöfnina, Hafnarfirði, sími 565 2733, fax 565 2735 1 09

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.