Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Side 49

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Side 49
STJÓRNSÝSLA íbúafjöldi í Grafarvogi íbúafjöldi í Reykjavík að frátöldum íbúum Grafarvogs lag þjónustu Reykjavíkurborgar í hverfinu. • Skipuleggja samstarfsverkefni og samþætta þjónustu ríkis og Reykjavíkurborgar í hverfinu. Akveðið var að verkefni mið- stöðvarinnar skyldu vera öll hverfis- þjónusta Félagsþjónustunnar ásamt miðlægri þjónustu við aldraða, ung- linga og fatlaða íbúa en ffátalin vom málefni fjölskyldna sem á grund- velli barnaverndarlaga þurfti að kynna fyrir bamavemdamefnd. Sál- ffæðiþjónusta og ráðgjöf við gmnn- og leikskóla, þjónusta varðandi dag- mæður, gæsluvelli, innritun og biðlista á leikskóla og loks ný þjón- usta sem fælist i eflingu samstarfs og samráðs milli einstaklinga, fé- lagasamtaka, stofhana og fyrirtækja i hverfmu um uppbyggilegt íþrótta-, tómstunda- og menningarstarf. Einnig var samþykkt að stofnuð skyldi sérstök hverfisnefnd sem væri stjómamefnd miðstöðvarinnar og hefði sömu réttarstöðu í stjóm- kerfi Reykjavíkurborgar og aðrar fastar nefndir borgarinnar. I þeim málaflokkum sem hverfismiðstöðin er ábyrg fyrir skyldi nefndin fara með sömu formlegu og efnislegu réttindi og skyldur og þær nefndir Reykjavíkurborgar sem ella hefðu fjallað um hina einstöku mála- flokka. Loks var samþykkt að ráða framkvæmdastjóra sem heyrði stjórnunarlega beint undir fram- kvæmdastjóra uppeldis-, félags- og menningarsviðs Reykjavikurborgar (nú þróunar- og fjölskyldusvið). 2. Grafarvogur í Grafarvogi búa nú rúmlega 17.000 manns. Hverfið hefur byggst hratt upp eins og sjá má á meðfylgj- andi mynd. Grafarvogur samanstendur af átta hverfum og nær þjónustusvæði Miðgarðs yfir öll hverfin auk Bryggjuhverfis sem er enn i bygg- ingu. Böm og unglingar em 35% af íbúunum eða rúmlega fimmtungur allra bama sem etu að alast upp í Reykjavík í dag. íbúar eldri en 67 ára em einungis 3% af heildarfjölda íbúanna. I Grafarvogi em 7 gmnnskólar og er áttundi skólinn í byggingu í Vík- urhverfi og mun taka til starfa næsta haust. 13 leikskólar em í Grafarvogi og einn framhaldsskóli. Þrír tónlist- arskólar em starfandi í Grafarvogi og fimm félagsmiðstöðvar með frí- stundamiðstöðina Gufunesbæ sem höfuðstöðvar. I Grafarvogi er heilsugæslustöð, kirkja með mjög blómlegu safhaðarstarfi, iþróttamið- stöð með sundlaug, bókasafh, fimm sambýli á vegum Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra og hjúkmnar- heimilið Eir. Fjölmörg félagasam- tök em starfandi í Grafarvogi, ung- mennafélagið Fjölnir, skátafélögin Dalbúar og Vogabúar, Kiwanis- klúbburinn Höfði og Lionsklúbb- amir Fold og Fjörgyn, Soroptimistar og lTC Irpa. 1 Grafarvogi em einnig starfandi Ibúasamtök Grafarvogs sem eiga tvo fulltrúa í hverfisnefnd Grafar- vogs. 3. Það sem við gerum í Miðgarði Unnið er með eftirtalda mála- flokka í Miðgarði: Bamavemd. Móttaka tilkynninga, áætlanagerð og stuðningur við böm og fjölskyldur, s.s. Qölskylduráð- gjöf, tilsjón, stuðningsfjölskyldur, persónulegur ráðgjafi, sumardvöl í sveit. 1 1 1

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.