Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Page 62

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Page 62
LEIKSKÓLAR Leikskólar Garðabæjar innleiða gæðakerfi Guðfinna B. Kristjánsdóttir, upplýsingafulltrúi í Garðabœ Leikskólar Garðabæjar hafa lokið gerð gæðakerfis sem nær til flestra þátta í innra starfi allra leikskóla í bænum. Jafnframt hefur verið gerð skólanámsskrá fyrir hvem leikskóla með nákvæmum lýsingum á ein- stökum þáttum í starfinu. Garðabær er með íyrstu sveitarfélögum lands- ins til að innleiða jafn víðtækt gæðakerfi með skólanámsskrá í öll- um leikskólum sínum. í aðalnámsskrá leikskóla ífá 1999 er sú skylda lögð á stjómendur leik- skóla að gera skólanámsskrá. Garðabær ákvað að ganga skrefinu lengra með gerð gæðakerfis sem sett er frarn í gæðahandbókum hvers leikskóla. I Garðabæ hefur verið lögð mikil áhersla á að efla innra starf leikskóla og er gæðakerfíð leið til að styrkja þá áherslu enn frekar. Skólanámsskrá er einn hluti gæða- handbókar hvers leikskóla. Með gæðakerfinu er lögð áhersla á að tryggja gæði leikskólastarfsins með því að skilgreina hvað á að kenna á leikskólum, hvemig, hvers vegna og hvenær. Jafnframt er kveðið á um reglulegt mat á starfinu sem fer m.a. fram með við- horfskönnunum meðal starfsfólks, foreldra og bama. Starfsfólk leikskóla Garðabæjar ásamt leikskólafulltrúa hefur sl. tvö ár unnið að gerð gæðakerfisins und- ir verkstjórn Jónínu Lárusdóttur leikskólakennara og Höskuldar Frí- mannssonar frá ráðgjafarfyrirtækinu Afl til framtiðar. í gæðahandbókunum er starfi leikskólanna lýst lið fyrir lið. Efnis- yfirlit allra handbókanna er eins, en hver leikskóli um sig útbýr eigin vinnulýsingar og námsskrá. Sem dæmi um það sem fjallað er um er hvernig taka eigi á móti nýjum börnum á leikskólanum, hvernig bregðast eigi við slysi á bömum og hvernig sérkennslu skuli háttað. Fjallað er um þjálfun nýs starfs- fólks, starfsmannaviðtöl og skipu- lagsdaga. I kaflanum um samskipti við foreldra em kaflar um fyrsta for- eldraviðtalið, foreldraviðtöl, for- eldrafundi og hvemig samskiptum við foreldrafélög skuli háttað. I kaflanum um uppeldisstarf er rætt um þætti eins og deildamáms- skrár, útivist, vettvangsferðir, nátt- úru og umhverfí og menningu og samfélag. Sérkafli er um námsskrá elstu bamanna og um samskipti við aðrar stofhanir, svo sem gmnnskóla, 1 24

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.