Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Side 63
LEIKSKÓLAR
heilsugæslu og bókasafn.
Höskuldur Frímannsson ráðgjafi
segir að gæðakerfið snúist fyrst og
fremst um tvennt: Hvaða fræðslu og
þjónustu leikskólinn ætli sér að
veita og hvemig hann ætli að gera
það. Skólinn ætli að laga það sem
aflaga fer og bæta um betur þegar
þörf er á. „Gæðakerfí, hvort sem
það er innleitt í fyrirtæki eða leik-
skóla, snýst um það að sýna fram á
hvemig viðkomandi eining ætlar að
standa við þau loforð sem hún gef-
ur. Það er því ekki nóg að segja að
leikskólastarfið eigi að stuðla að
þroska barnanna heldur verður að
sýna fram á hvemig það verður gert
og fylgjast með því hvemig gengur.
Gæðakerfið er því hjálpartæki
fyrir stjórnendur og starfsfólk og
gerir starf þeirra markvissara og ör-
uggara.“
Garðabær rekur nú fimm leik-
skóla og nær gæðakerfið til þeirra
allra auk einkarekna leikskólans
Kjarrsins sem einnig er í Garðabæ.
Nánari upplýsingar veitir greinar-
höfundur og Jóhanna Björk Jóns-
dóttir leikskólafulltrúi, í síma 525-
8500.
Garðabær semur við Hjallastefn-
una ehf. um rekstur nýs leikskóla
FJARMAL
Orlof húsmæðra
Bæjarráð Garðabæjar hefúr sam-
þykkt að ganga til samninga við
Hjallastefnuna ehf. um rekstur nýs
leikskóla í Ásahverfi.
Leikskólinn er í eigu Garðabæjar
en rekstur hans var boðinn út með
auglýsingu í febrúar sl. Alls bámst
sex tilboð í reksturinn. Við mat á til-
boðum var litið til reynslu bjóðenda
og styrks, hugmynda að skólanáms-
skrám og tilboðsijárhæðar.
Tilgangur bæjaryfirvalda með því
að bjóða út rekstur leikskólans var
m.a. að auka Qölbreytni í leikskóla-
starfí og telur bæjarráð stefnu og
námsskrá Hjallastefnunnar góðan
valkost fyrir leikskólaböm í Garð-
bæ.
Tilboð Hjallastefnunnar var lægst
að krónutölu. Skólanámsskrá
Hjallastefnunnar er ítarlega útfærð
og rökstudd og m.a. er gerð grein
fyrir því hvemig staðið verður að
innra og ytra eftirliti og mati á starfi
leikskólans.
í leikskólanum í Ásahverfi verður
lögð áhersla á að mæta mismunandi
þörfúm bamanna með tilliti til ald-
urs og kynferðis. Leikskólinn skipt-
ist í fjórar deildir og þar geta verið
allt að 92 böm samtímis. I leikskól-
anum er gert ráð fyrir blönduðu
kerfi. I annarri álmu skólans verður
unnið samkvæmt hugmyndafræði
Hjallastefnunnar og verður þar ein
stelpudeild og ein strákadeild. I
hinni álmunni verður kynjablandað
en börnunum skipt á deildir eftir
aldri. Þar verður þó kynjaskipt á á-
kveðnum tímum i hópastarfi til að
styrkja hvort kyn á eigin forsendum.
Forsvarsmaður Hjallastefnunnar
ehf. er Margrét Pála Ólafsdóttir.
Margrét Pála er leikskólakennari og
hefur 18 ára reynslu af leikskóla-
stjómun auk þess að hafa starfað við
kennslu og ráðgjöf á sviði leikskóla-
mála.
Hjallastefnan hefúr verið útfærð í
nokkrum leikskólum, m.a. í Hafnar-
firði, Mosfellsbæ og Reykjavík.
Leikskólastjóri verður Ágústa
María Amardóttir. Hún útskrifaðist
frá Fósturskóla íslands 1994.
Ágústa María hefur m.a. starfað
sem leikskólakennari og deildar-
stjóri á leikskólanum Hjalla og sem
aðstoðarleikskólastjóri á Röver-
kollen bamehage í Ósló.
Áætlað er að verksamningur við
nýjan rekstraraðila öðlist gildi 1.
júní nk. og að leikskólastarf hefjist
15. júní. Sama gjaldskrá verður í
nýja leikskólanum og hjá leikskól-
um sem Garðabær rekur.
Sveitarfélög greiða árlega íramlag
til orlofs húsmæðra á hlutaðeigandi
orlofssvæði og skal það innt af
hendi fyrir 15. maí ár hvert. Er það
samkvæmt lögum um orlof hús-
mæðra nr. 53/1978 með síðari
breytingum.
Samkvæmt lögunum ber að
greiða tiltekna fjárhæð fyrir hvern
íbúa sveitarfélagsins og tekur hún
breytingum eftir vísitölu neyslu-
verðs eins og hún er í febrúar ár
hvert.
Framlagið árið 2000 var 47,71 kr.
á hvem íbúa og er í ár 49,64 kr. á
hvem íbúa.
Framlag til umferðar-
skólans Ungir vegfar-
endur
Framlög sveitarfélaganna til um-
ferðarskólans Ungir vegfarendur var
árið 2000 415 kr. á hvert bam 3 til
7 ára í sveitarfélaginu að báðum
árum meðtöldum. Samkvæmt upp-
lýsingum Umferðarráðs nemur
framlagið í ár 432 kr. á hvert bam á
aldrinum 3 til 7 ára, en gert er ráð
fyrir að öll böm í þessum aldurs-
flokkum njóti leiðsagnar umferðar-
skólans.
1 25