Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Page 64
KYNNING SVEITARSTJÓRNARMANNA
Kristín A. Arnadóttir
framkvæmdastj ór i
þróunar- og
fjölskyldusviðs
Reykj avíkurborgar
Jón Bjömsson, framkvæmdastjóri
þróunar- og fjölskyldusviðs Reykja-
víkurborgar, lét
af störfum hjá
borginni hinn 1.
febrúar sl. en
hann hafði gegnt
því starfi frá ár-
inu 1995 og þar
áður verið fé-
lagsmálastjóri
Akureyrarbæjar og forstöðumaður
menningar- og félagsmála hjá Akur-
eyrarbæ frá árinu 1976.
Kristín A. Ámadóttir hefúr verið
ráðin framkvæmdastjóri þróunar- og
Qölskyldusviðs Reykjavíkurborgar
og tók við starfinu 1. febrúar sl.
Kristín gegndi starfi aðstoðarmanns
borgarstjóra frá 1994 að einu ári
undanskildu en þá stundaði hún
ffamhaldsnám í stjómsýsluffæðum í
Bandaríkjunum.
Kristín er fædd 18. mars 1957 og
ólst upp á Eskifirði. Foreldrar henn-
ar em Ragnhildur Kristjánsdóttir og
Ámi Halldórsson, útgerðarmaður og
skipstjóri.
Kristín lauk stúdentsprófi frá
Fjölbrautaskólanum í Ármúla 1980,
BA-prófi í ensku og fjölmiðlafræði
frá Háskóla íslands 1986 og MA-
prófi í stjórnsýslufræðum frá
Maxwell School of Citizenship and
Public Affairs, Syracuse University
í Bandaríkjunum 1999. Kristín hef-
ur margháttaða starfsreynslu á sviði
opinberrar stjórnsýslu, í mennta-
málaráðuneytinu 1988-1991, Há-
skóla íslands 1991-1994 og
Reykjavíkurborg. Hún var starfs-
kona þingflokks Kvennalistans á ár-
unum 1983-1985 og starfaði sem
blaðamaður á Morgunblaðinu um
skeið 1985-1987. Kristín hefur
gegnt ýmsum trúnaðarstörfúm fyrir
Kvennalistann og í umboði borgar-
stjóra eða Reykjavíkurborgar.
Eiginmaður Kristínar er Valur
Harðarson, markaðs- og sölustjóri.
Þau eiga þijár dætur.
Signý Pálsdóttir,
menningarmálastj óri
Reykj avíkurborgar
Signý Pálsdóttir hóf störf sem
menningarmálastjóri Reykjavíkur-
borgar 1. júlí
1999. Menning-
armálastjóri hef-
ur heildammsjón
með menningar-
málum á vegum
Reykj avíkur-
borgar og sam-
vinnu borgarinn-
ar við aðra aðila á sviði menningar-
mála.
Signý fæddist í Reykjavík 11.
mars 1950 og em foreldrar hennar
Guðrún Stephensen kennari og Páll
S. Pálsson hæstaréttarlögmaður.
Hún lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1969,
stundaði tungumálanám í Háskóla
íslands í eitt ár, en frá 1970-1974
nam hún leikhúsffæði og menning-
arfélagsfræði við Kaupmannahafn-
arháskóla og lauk þaðan EA-prófí í
leikhúsfræðum í ársbyrjun 1975.
Hún hefúr sótt fjölda námskeiða er-
lendis er tengst hafa starfi hennar,
bæði í leikhússtjómun, ffamkvæmd
listahátíða og stefnumótun í menn-
ingarmálum, þ.á m. tvö námskeið á
vegum British Council i Edinborg
sumrin 1998 og 2000.
Signý var kennari í Stykkishólmi
1975-1982, leikhússtjóri á Akureyri
1982-1986, leikhúsritari Þjóðleik-
hússins 1986-1991, leikhússtjóri á
Akureyri öðm sinni 1991-1993 og
framkvæmdastjóri Listahátíðar í
Reykjavík 1994-1999 þar til hún
var ráðin menningarmálastjóri
Reykjavíkurborgar.
Auk fyrrnefndra starfa hefur
Signý m.a. leikstýrt, þýtt og ritað
leikrit, unnið við dagskrárgerð í út-
varpi og sjónvarpi og verið lausa-
penni við tímarit og dagblöð.
Signý hefúr tekið mikinn þátt í fé-
lagsstörfum, lék með leikhópnum
Andróklesi í Kaupmannahöfn á
námsámnum, var fomiaður Félags
islenskra námsmanna í Kaupmanna-
höfn 1971-1972, formaður Leikfé-
lagsins Grímnis i Stykkishólmi
1977-1982, í stjórn Bandalags ís-
lenskra leikfélaga 1979-1982,
stofnforseti Málfreyjudeildarinnar
Emblu í Stykkishólmi 1981-1982, í
stjórn Zontaklúbbs Akureyrar
1985-1986, var fulltrúi LA í leik-
listarráði og skólastjóm Leiklistar-
skóla Islands og formaður starfs-
mannafélags Þjóðleikhússins
1990-1991. Hún hefúr setið í ffam-
kvæmdastjórn IFEA-Europe (al-
þjóðleg samtök listahátíða) undan-
farin fjögur ár, er í skólanefnd Tón-
listarskólans í Reykjavík, stjórn
Parkinsonsamtakanna, nefnd á veg-
um samgönguráðuneytisins um
menningartengda ferðaþjónustu,
verkefnastjórn menningamætur og
starfshópum um ýmis mál hjá
Reykjavíkurborg eins og mótun
menningarstefnu borgarinnar.
Signý giftist Ólafi H. Torfasyni
rithöfundi árið 1969 og átti með
honum fjögur böm, eitt þeirra er lát-
ið en þijú em uppkomin. Þau Ólafúr
skildu eftir rúmlega 20 ára sambúð
og er sambýlismaður hennar Árni
Möller, framkvæmdastjóri Borgar-
leikhússins.
Office 2000 leyfi
til sölu
Til sölu 14 stk. af Office 2000 leyfum
(Windows, Word, Excel, Access o.fl.).
Leyfin seljast öll í einu og mjög
ódýrt, á um hálffvirði.
Tilboð sendist á netfangið
gudmarna@li.is
og þá mun verða haft samband.
1 26