Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Síða 66

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Síða 66
KYNNING SVEITARSTJORNARMANNA Gunnar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1969, las um skeið almenna þjóðfélags- fræði við Háskóla íslands en nam félagsráðgjöf við Norges Komm- unal- og Sosialhögskole í Osló og lauk þar námi 1975. Hann stundaði framhaldsnám í skipulagsfræðum frá NORDPLAN-stofnuninni í Stokkhólmi 1981. Gunnar var félagsráðgjafi og for- stöðufélagsráðgjafi við Kleppsspít- alann 1975-1978, forstöðumaður hverfisskrifstofu Félagsmálastofn- unar (sem þá hét) Reykjavíkurborg- ar 1978-1985 og yfirmaður íjöl- skyldudeildar sömu stofnunar frá 1986 til 1992. Þá var hann ráðinn til starfa hjá skrifstofu Norrænu ráð- herranefndarinnar í Kaupmanna- höfn. Þar starfaði hann sem deildar- sérfræðingur á sviði félags- og heil- brigðismála fram til 1998. Hann var eftir heimkomuna aðstoðarmaður félagsmálastjóra hjá Félagsþjónust- unni í Reykjavík uns hann hóf starf í Skagafirði um áramótin. Gunnar var í þriggja manna nefnd 1988-1991 sem samdi frumvarp til laga um vemd bama og ungmenna (lög frá 1993) og í landsnefnd um alnæmisvamir á vegum heilbrigðis- ráðuneytisins um svipað leyti. Hann var frá unga aldri virkur í félags- starfi KFUM í Reykjavík og gegndi þar trúnaðarstöfum, sat í sóknar- nefnd Laugarneskirkju, í trúnaðar- ráði Starfsmannafélags ríkisstofnana og í stjóm Stéttarfélags íslenskra fé- lagsráðgjafa, í stjórn og nefndum norrænna samtaka á sviði félags- og bamavemdarmála. Er nú formaður íslandsdeildar Norræna félagsins gegn vanrækslu og ofbeldi á böm- um, situr í stjóm þeirra samtaka og í íslenskri ritnefnd Nordisk Sosialt Arbeid, sem er fagtímarit félagsráð- gjafa. Eiginkona Gunnars er Linda Lea Bogadóttir, ritari hjá Landsvirkjun, og eiga þau fjögur böm, en ffá fyrra hjónabandi á Gunnar tvö börn og eitt bamabam. Ómar Bragi Stefáns- son menningar-, íþrótta- og æskulýðs- fulltrúi Skagíiljarðar Omar Bragi Stefánsson, menning- ar- íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Skagaljarðar, er fæddur á Sauðár- króki 2. júní árið 1957. Foreldrar hans eru Hrafn- hildur Stefáns- dóttir, nú látin, og Stefán Guð- mundsson, fv. alþingismaður. Hann ólst upp á Sauðárkróki, sótti framhaldsskóla í Reykjavík, fór síðan í íþróttakennaraskóla ís- lands að Laugarvatni og útskrifaðist sem íþróttakennari árið 1978. Hann hóf kennslu á Sauðárkróki um haustið. Ómar Bragi fluttist til Noregs árið 1980 og starfaði þar við knatt- spymuþjálfum ásamt því að nema við Sverre Wolf reklame- og dekorasjonskole í Ósló og útskrifað- ist þaðan árið 1984. Að loknu námi starfaði hann við markaðsmál í höfuðstöðvum IKEA í Álmhult í Svíþjóð. Vorið 1985 hóf hann störf hjá IKEA á Islandi sem útstillingastjóri og starfaði við það til ársins 1989. Þá réðst hann sem vömhússstjóri í Skagfírðingabúð, verslun Kaupfé- lags Skagfirðinga á Sauðárkróki. Árið 1998 gerðist hann markaðs- stjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og 1999 hóf hann starf hjá Sveitar- félaginu Skagafirði sem menningar-, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi. Ómar hefur verið í stjórn Ung- mennafélagsins Tindastóls um margra ára skeið og verið formaður knattspymudeildar þess. Nú á hann sæti í stjórn Knattspymusambands íslands (KSÍ) sem landshlutafulltrúi fyrir Norðurland. Hann er giftur Maríu Björk Ingvadóttur félagsráðgjafa. Þau eiga þrjú böm. Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi í Reykjanesbæ Valgerður Guðmundsdóttir hefur verið ráðin menningarfulltrúi í Reykjanesbæ frá 1. september 2000. Um er að ræða nýja stöðu í bæj- arfélaginu. Valgerður er fædd 3. júní árið 1955 í Reykjavík en er uppalin í Hafnarfirði, dótt- ir hjónanna Bryndísar Ingv- arsdóttur og Guðmundar Rúnars Guðmundssonar. Hún lauk landsprófi frá Kvenna- skólanum í Reykjavík og síðan stúdentsprófi ffá Menntaskólanum í Reykjavík 1976, B.Ed.-prófi frá Kennaraháskóla íslands 1985 og hafði þá áður stundað nám í bók- menntum við Háskóla Islands. Að námi loknu hefur Valgerður kennt í Grunnskóla Sandgerðis, Holtaskóla í Keflavík og Fjölbrauta- skóla Suðumesja og verið forstöðu- kona Skólasels Keflavíkur í Qögur ár. Hefiir hún kennt íslensku og ver- ið árgangastjóri í unglingadeild og fagstjóri í íslensku. Hún hefur verið formaður Kenn- arafélags Holtaskóla og fulltrúi kennara í skólanefnd í nokkur ár og er nú ritari Þetadeildar innan Delta Kappa Gamma, sem er félag kvenna í ftæðslustörfum. Valgerður er gift Hjálmari Áma- syni alþingismanni og á þrjú böm og tvö stjúpböm á aldrinum 13-28 ára. ^spron 1 28

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.