Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.2002, Blaðsíða 4

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2002, Blaðsíða 4
Efnisyf irlit Bls. Breytingar á útgáfu Sveitarstjórnarmála .................... 4 Forystugrein - Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson .................. 5 Símenntun á hverjum vinnustað .............................. 6 Flokkunarmerkingar Fenúr....................................... 7 Könnun RFHA á sameiningu sveitarfélaga ..................... 8 Sveitarstjórnir komi meira að Evrópumálunum ................ 9 EES styrkir sveitarfélögin en leggur þeim kostnað á herðar .. 10 Þekkingarleit og upplýsingamiðlun mikilvæg ................. 11 Staðardagskrá 21: Tólf sveitarfélög hafa samþykkt fyrstu útgáfu .................................... 12 Akureyrarkaupstaður og Borgarbyggð í fremstu röð ........... 13 Mosfellsbær: íbúarnir virkjaðir í gegnum hverfasamtök ...... 14 Staðardagskrá 21 og nýtt aðalskipulag Kópavogsbæjar ........ 15 Vatnsleysuströnd: Athvarf eftir vinnu ........................ 16 Breytingar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga ......... 20 Símenntun - ekkert einkamál ................................ 21 íþróttir og tómstundir fyrir alla........................... 21 Starfshópur um skipulag náms fyrir sveitarstjórnamenn .... 22 Styrkir í stað niðurfellingar ................................ 24 Ríkið hækki framlög til húsaleigubóta ........................ 24 Jöfnunarsjóður stendur ekki undir framlögum vegna fasteignaskatts ..................................... 25 Einkahlutafélög draga út tekjum sveitarfélaga ................ 25 Stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga í byggðamálum ............................................. 26 Nýjar áherslur í byggðamálum ................................. 27 Kosið til sveitarstjórna 25. maí.............................. 29 Kosið í 105 sveitarfélögum í vor ........................... 30 / Breytingar á útgáfu Sveitar- stjórnarmála Frá og með þessu tölublaði Sveitarstjórnar- mála verða breytingar á útgáfunni en nýlega var undirritaður samningur um útgáfuna á milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Fremri kynningarþjónustu ehf. á Akureyri. Markmiðið með samningnum er að efla út- gáfu tímaritsins, fjölga tölublöðum í hverjum árgangi, að tímaritið komi út á fyrirfram til- teknum tíma og að það verði öflugur vett- vangurfyrir miðlun upplýsinga um málefni sveitarfélaganna og fyrir skoðanaskipti um þau mál sem efst eru á baugi á vettvangi þeirra á hverjum tíma. í samningnum er gert ráð fyrir því að út- gáfa tímaritsins verði sjálfbær frá og með ár- inu 2004. Fremri kynningarþjónusta ehf. tek- ur að sér alla umsjón með útgáfu tímaritsins, þar með talið áskrifta- og auglýsingasölu og innheimtur vegna þessa. Á yfirstandandi ári koma út alls 7 tölublöð en 10 tölublöð á því næsta. Fyrstu þrjú tölublöðin koma út í lok mánaðar, þ.e. í apríl, maí og júní, en frá og með hausti kemur blaðið út um miðjan mánuð. Blaðið kemur ekki út í júlí og ágúst ár hvert. Ritstjórar tímaritsins verða tveir; Magnús Karel Hannesson, sviðsstjóri rekstrar- og út- gáfusviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Bragi V. Bergmann, Fremri kynningar- þjónustu. Magnús Karel er jafnframt ábyrgðarmaður blaðsins. Flvetjum til skoðanaskipta Ritstjórn Sveitarstjórnarmála hvetur þá les- endur sem áhuga hafa á sveitarstjórnamál- um að senda inn greinar til birtingar í blað- inu. Æskileg lengd aðsendra greina er 4.000 slög (í word-skjali) en hámarkslengd er 8.000 slög. Ritstjórn áskilur sér rétt til að stytta greinar sem eru lengri, í samráði við greinarhöfund. í slíkum tilvikum er mögu- leiki á að birta óstytta útgáfu á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Creinar skulu sendar á netfangið fremri@fremri.is eða þeim komið á disklingi til skrifstofu Fremri kynningarþjónustu að Furuvöllum 13 á Akureyri.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.