Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2002, Blaðsíða 10

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2002, Blaðsíða 10
Sveitarfélögin og EES Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga: EES styrkir sveitarfélögin en leggur þeim kostnað á herðar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði í ávarpi á ráðstefnu sambandsins og utan- ríkisráðuneytisins í febrúar að EES-samn- ingurinn hafi bein áhrif á íslensk sveitarfé- lög í gegnum lagasetningu Evrópusam- bandsins. Hann sagði löggjöf Evrópusam- bandsins hafa áhrif á sveitarfélögin sem vinnuveitendur, kaupendur á vöru og þjónustu og sem eigendur veitufyrirtækja sem og annarra fyrirtækja. Hann sagði hana hafa áhrif á þróun atvinnulífs í sveit- arfélögum og síðast en ekki síst áhrif á umhverfismál þeirra. Vilhjálmur ræddi sérstaklega tekjulegan þátt sveitarfélaga gagnvart þeim skuld- bindingum sem EES-samningurinn leggur þeim á herðar. Hann sagði hagsmuna- gæslu fyrir sveitarfélögin þurfa að beinast að því að þeim séu tryggðir tekjustofnar til þess að mæta auknum kostnaði er leiði af aðgerðum vegna þátttökunnar í Evrópska efnahagssvæðinu. Leggja verði áherslu á að meta þann kostnað sem sveitarfélögin verði fyrir og þá ekki aðeins gagnvart rík- inu heldur verði kostnaðarmat að fara fram þegar á frumstigi. „Með því að kostn- aðarmeta tillögur að löggjöf á frumstigi verður einnig auðveldara að meta afleið- ingar nýrra tillagna á meðan enn eru möguleikar á að ná fram séraðlögun," sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Vilhjálmur benti á að ýmsar aðgerðir hafi leitt til aukins kostnaðar hjá sveitarfé- lögum án þess að beinar tekjur hafi komið á móti. Ný verkefni hafi komið fram og kröfur um hvernig framkvæmdum skuli háttað. Hann vitnaði til sænska sveitarfé- lagasambandsins í því efni og sagði að í skýrslu frá því komi fram að reglur Evr- ópusambandsins hafi leitttil allt að 10% aukningar kostnaðar vegna starfsemi heil- brigðiseftirlits sænskra sveitarfélaga. EES-samningurinn færir íslensk sveitarfélög nær umheiminum og þeirri alþjóðavæðingu sem nú á sér stað. Lærdómsríkt samstarf Vilhjálmur ræddi einnig um ávinning sveitarfélaga af EES-samningnum. Hann sagði samninginn opna sveitarfélögunum möguleika á þátttöku í ýmsum samstarfs- nefndum Evrópusambandsins og benti á að þátttaka í slíkum verkefnum geti skilað sveitarfélögunum miklum ávinningi. Auglýsing iiS um sveitarstjórnarkosningar 2002 Á grundvelli 1. mgr. 1. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998 fara almennar sveitarstjórnarkosningar fram 25. maí 2002. Frestur til að skila framboðslistum til yfirkjörstjómar í viðkomandi sveitarfélagi er til kl. 12. á hádegi laugardaginn 4. maí 2002. Sveitarstjómarmenn sem hyggjast skorast undan endurkjöri skulu tilkynna þá ákvörðun til yfirkjörstjómar fyrir lok framboðsfrests. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst 2. apríl 2002. Þetta auglýsist hér með samkvæmt 2. mgr. 1. gr. framangreindra laga. Félagsmálaráðuneytið, 25. mars 2002. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sagði meðal annars á EES-ráðstefnunni að EES-samningurinn hafi haft í för með sér ýmsar jákvæðar breytingar á löggjöf sem snerti sveitarfélögin. „Bæði verkefnin sjálf en ekki síður getur samstarfið við erlend sveitarfélög og aðra aðila í sjálfu sér verið mjög lærdómsríkt." Vilhjálmur sagði nokkur sveitarfélög þegar hafa tekið þátt í samstarfsverkefnum á vegum Evrópusambandsins og nefndi sér- staklega að Borgarbyggð hafi nýlega hlot- ið Evrópusambandsstyrk til þess að taka þátt í rannsóknarverkefni um sögu og samfélög ásamt aðilum í Eistlandi og í Þýskalandi. Vilhjálmur vék að styrkjakerfi Evrópusambandsins sem er bæði víðfeðmt og flókið. Hann sagði þörf á átaki til þess að kynna sveitarstjórnum þá möguleika sem þau hafa til þess að taka þátt í verk- efnum og hafi Samband íslenskra sveitar- félaga áhuga á að efna til málþings um það mál síðar. Nær umheiminum í lok ávarps síns sagði Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson að EES-samningurinn færði ís- lensk sveitarfélög nær umheiminum og þeirri alþjóðavæðingu sem nú eigi sér stað. Samningurinn hafi haft í för með sér ýmsar jákvæðar breytingar á löggjöf sem snerti sveitarfélögin. Hann hafi veitt starfs- mönnum sveitarfélaga betri réttarstöðu og stuðlað að meiri umhverfisvernd. Vilhjálmur benti á að framfylgd samn- ingsins hafi lagt aukinn kostnað á herðar sveitarfélaganna. Meiri kröfur séu gerðar en samningurinn auki einnig samkeppnis- hæfni þeirra. Vilhjálmur sagði íslensku sveitarfélögin hafa mikinn metnað í þess- um efnum og vilji bera sig saman við þau sveitarfélög sem best standa sig í öðrum löndum.Ýmsir þættir EES-samningsins geti hugsanlega styrkt sveitarfélögin í þeim samanburði. 10 ------

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.