Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.2002, Page 27

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2002, Page 27
7. Endurskoðun á verkaskiptingu rík- is og sveitarfélaga verði hraðað og samstarfsverkefnum fækkað á sem flestum sviðum svo sem í málefn- um fatlaðra, heilbrigðisþjónustu, framhaldsskólum, tónlistarnámi og húsnæðismálum. 8. Allir íbúar landsins eigi greiðan aðgang að rafrænum samskiptum með nýjustu og bestu tækni þannig að þeir sitji við sama borð hvað varðar aðgengi og gjaldskrá á þessu sviði. 9. Flutningskerfi raforku verði einfalt og ódýrt og tryggt verði að sam- keppni í raforkusölu geti átt sér stað um land allt. 10. Fjárveitingar til samgöngumála verði auknar og samhliða endur- bótum á samgöngukerfinu verði unnið að því að efla almennings- samgöngur innan svæða og milli landshluta. 11. Lagt er til að atvinnuþróunarstarf á landsbyggðinni verði endur- skipulagt með það að markmiði að þeir fjármunir sem til þess er varið nýtist betur en nú er. Einnig verði samvinna opinberra sjóða sem vinna að eflingu atvinnulífs aukin og kostir þess skoðaðir að sameina þá í einn deildaskiptan sjóð sem veiti fjármagni til ráð- gjafar og hlutafjárþátttöku og marki ákveðna stefnu um upp- byggingu ákveðinna atvinnuþátta. 12. Lagt er til að skattalegum aðgerð- um verði beitt til að hafa áhrif á byggðaþróun. Nýjar áherslur í byggðamálum Samkeppnisgeta höfuðborgarsvæðisins gagnvart útlöndum, öflug þjónustu- og vaxtar- svæði á landsbyggðinni, sameining atvinnumálasjóða, ráðuneyti byggðamála og 40 til 50 sveitarfélög á árinu 2006 eru á meðal áhersluatriða í nýrri stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga í byggðamálum, sem samþykkt var á 62. fulltrúaráðsfundi þess á Hótel Örk í Hveragerði 22. og í upphafi stefnumörkunarinnar er lögð áhersla á að samkeppnisgeta höfuðborgar- svæðisins gagnvart útlöndum verði tryggð svo þar geti þróast öflugt alþjóðlegt at- vinnu- og efnahagsumhverfi. Einnig verði unnið að uppbyggingu þriggja öflugra þjónustu- og vaxtarsvæða á landsbyggð- inni; á Eyjafjarðarsvæðinu, ísafjarðarsvæð- inu og á Mið-Austurlandi. Á þeim svæð- um verði skapaðir möguleikar til þess að treysta búsetu í viðkomandi landshlutum þannig að þeir geti orðið kjölfesta fyrir dreifingu byggðar í landinu. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, sagði á blaðamanna- fundi þegar hann kynnti stefnumörkunina að vegna stöðunnar í búferlaflutningum í landinu verði fyrst í stað að leggja áherslu á uppbyggingu þessara svæða til þess að þau hafi burði til að vera kjölfesta byggðar 3. mars. auk þess að eiga náið samstarf við höfuð- borgarsvæðið er byggi á sameiginlegri framtíðarsýn. Hlutverk höfuðborgarsvæðisins skilgreint í stefnumörkuninni segir að vinna verði að skilgreiningu á framboði þjónustu og fjöl- breytni atvinnulífs á fyrrgreindum þjón- ustu- og vaxtarsvæðum. Gerðar verði til- lögur um hvert hlutverk ríkisvaldsins eigi að vera í uppbyggingunni auk þess sem gætt verði að skerða ekki þjónustu og framtíðarmöguleika annarra svæða. Sam- hliða þessu verði unnið að skilgreiningu á hlutverki höfuðborgarsvæðisins og verka- skiptingu á milli þess og hinna þriggja vaxtarsvæða á landsbyggðinni auk ann- arra byggða. í greinargerð með stefnu- mörkuninni kemur fram að þessi upp- bygging geti tekið að minnsta kosti tvo áratugi sé miðað við fjölgun þjóðarinnar eins og hún hefur verið á undanförnum árum. Málaflokkar þriggja ráðuneyta í eitt Nýmæli er að finna í stefnumörkun Sam- bands íslenskra sveitarfélaga í byggðamál- um þar sem lagt er til að sveitarstjónar- mál, byggðamál, skipulagsmál og bygg- ingamál verði sameinuð undir einu ráðu- neyti en þau heyra nú undir; félagsmála- ráðuneyti, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti og umhverfisráðuneyti. í greinargerð segir að með því eigi að fást betri sýn yfir þró- un byggða- og sveitarstjómarmála og að aðgerðir í þessum málaflokkum verði markvissari. Þá er einnig lagttil að rekstur og lánastarfsemi opinberra sjóða verði 27

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.