Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.2002, Blaðsíða 17

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2002, Blaðsíða 17
þá einkum til skóla og annarrar þjónustu sem nauðsynlegt er að veita. Verulegur hluti af hinum nýju íbúum vinnur utan Voganna en ný þjónustustörf hafa einnig orðið til vegna íbúafjölgunarinnar. Jó- hanna bendir á fjölgun starfa við leik- og grunnskóla og nú er hafin uppbygging ferðaþjónustu ÍVogum. Myndarlegur golf- völlur hefur verið byggður á Vatnsleysu- ströndinni, sem að sögn Jóhönnu býður upp á margvíslega möguleika fyrir úti- vistarfólk. Og nú hefur gistihús með svo- nefndu mótelsniði tekið til starfa íVogum. Sundlaugin og íþróttahúsið á Vatnsleysuströnd eru hin glæsilegustu mannvirki. ferðamálum. Jóhanna Reynisdóttir segir að ekki hafi verið keppt að alþjóðlegum stöðlum vegna handboltavalla við bygg- ingu hússins. íbúarnir séu of fáir til þess að koma upp handboltaliði. Því sé húsið minna og ódýrara en mörg önnur en þjóni tilgangi sínum vel. Þegar gengið er um húsið kemur í Ijós hvernig það er nýtt sem fjölnotahús. Stór íþróttasalur er á neðri hæð þess ásamt búningsaðstöðu fyrir íþróttasal og sund- laug en á efri hæðinni má finna minni sali; vel búna aðstöðu til líkamsræktar auk salar sem ekki einvörðungu er notaður til íþróttastarfsemi heldur einnig sem svefn- pokapláss og veislusalur fyrir samkvæmi. „Hér hafa verið haldnar fermingarveislur," segir Jóhanna „og svo er sofið í svefnpok- um á mottunum þegar fjölmenni er yfir helgar." Bygging íþróttahússins kostaði um 110 milljónir króna á verðlagi ársins 1993 sem var verulegt átak fyrir sveitarfélag af þeirri stærð sem Vatnsleysustrandarhreppur var á þeim tíma. Jóhanna kveður þessa fjár- festingu þó hafa skilað byggðinni miklu. Bæði hvað varðar nauðsynlega þjónustu við íbúana auk þess sem það hafi orðið vísir að ferðaþjónustu. Hún segir þessa aðstöðu vinsæla fyrir íþróttahópa sem koma bæði af höfuðborgarsvæðinu og víðar að til æfinga yfir helgar. Nýti þá að- stöðu sem húsið og sundlaugin hafi að bjóða og gisti þar einnig. „Fólki finnst hæfilega langt hingað af höfuðborgar- svæðinu." Ekki svefnbær Þótt áhersla hafi verið lögð á íbúasvæði og þjónustu íVogum þá er langt frá því að um svefnbæ sé að ræða. Tæpast er hægt gæti slíkt komið upp fjölgi íbúum hratt en þá verði að bregðast við því. Grunnskól- inn hefur einnig verið bættur með hlið- sjón af fjölgun íbúanna. ÍVogum er fjög- urra til fimm ára gamall einsetinn 160 barna grunnskóli sem auk hefðbundinnar kennslu veitir öfluga skólaþjónustu. „Við miðum skólastarfið við að foreldrarnir geti komið með börnin í skólann klukkan átta á morgnana, farið áhyggjulausir til vinnu og náð í þau þegar starfsdegi þeirra lýkur. Börnin geta verið í skólanum allt til hálf sex síðdegis og þá fá þau meðal annars aðstoð við heimanám. í skólanum eru þau í öruggu umhverfi auk þess sem þau eru ekki einungis í gæslu heldur einnig í metnaðarfullu starfi," segir Jóhanna. Golfvöllur og gistihús Athygli vekur að kynningin á Vatnsleysu- strandarhreppi byggði fremur á þjónustu við íbúana en framboði á atvinnu. Jó- Myndarlegur golfvöllur hefur verið byggður á Vatnsleysuströnd. hanna Reynisdóttir segir þessa leið hafa verið valda með hliðsjón af legu svæðis- ins. Skammt sé til tveggja öflugra byggða- kjarna. Annars vegar Reykjanesbæjar en hins vegar höfuðborgarsvæðisins. Margt fólk horfi til þess sem róleg byggð hafi að bjóða þótt það vinni á nágrannasvæði. Og Ekki keppt við aðþjóðlega handboltastaðla íbúar Vatnsleysustrandar reistu myndarlegt íþróttahús ásamt sundlaug fyrir nokkrum árum. Húsið þjónar ekki aðeins íþrótta- kennslu og líkamsrækt Vogabúa heldur fer þar einnig fram veruleg starfsemi tengd 17

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.