Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2002, Blaðsíða 6

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2002, Blaðsíða 6
Símenntun Símenntun á hverjum vinnustað - frá ráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga um símenntun Eftir því sem fjölbreytni atvinnulífsins eykst og tækniþekkingu fleygir fram verð- ur þörfin fyrir stöðuga menntun fólks meiri. Vegna örra og f sumum tilvikum stórfelIdra breytinga og framfara hefur hugtakið „að læra fyrir lífstíð" glatað meiningu sinni. Þessar breytingar knýja svo ört á um öflun þekkingar að hið hefð- bundna skólakerfi nær ekki að sinna henni nema að hluta.Víða eru ákvæði um endurmenntun og símenntun orðin fastur þáttur í kjarasamningum þar sem reynt er að tryggja aðgang fólks að nauðsynlegri þekk- ingaröflun. Sveitarfélög eru á meðal þeirra sem kalla á aukna símenntun starfsfólks í hinum ýmsu starfsgreinum og stóð Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir ráðstefnu um símenntun starfsmanna sveitarfélaga þann 12. aprfl. Karl Björnsson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar og formaður Launanefndar sveitarfélaga, sagði í setn- ingarávarpi sínu á ráðstefnunni að sveitar- félögin hafi lagt þunga áherslu á mikil- vægi eflingar fræðslu- og menntunarmála í þeim kjarasamningum sem þau hafa gert á undanförnum árum. Stéttarfélögin hafi verið sama sinnis þótt menn hafi í einstök- um tilvikum greint á um leiðir. Karl sagði þróunina í þá átt að miða launatengingu við að símenntun sé stunduð á hverjum vinnustað og þeir starfsmenn sem vilja ekki taka þátt í viðhaldi og eflingu þekk- ingar gjaldi fyrir það með lakari kjörum. Varanleg launahækkun sé ekki lengur bundin einu námskeiði heldur stundi menn símenntun til þess að viðhalda launastiginu. Karl sagði að þessi ákvæði leggi stjórnendum sveitarfélaga þær skyld- ur á herðar að gera símenntunaráætlanir og framkvæma þær á markvissan hátt. Kjarasamningar séu aðeins hjálpartæki eða farvegur í þessum efnum. Stjórnendur og starfsmenn verði að líta á mikilvægi menntunar og þekkingar sem grundvallar- forsendu fyrir góðum rekstri sveitarfélaga. Ef endur- og símenntunarstefnan væri skýr og vel unnar áætlanir lægju fyrir þá væri unnt að velja með markvissum hætti úr þeim tilboðum, sem fyrir hendi eru þannig að hentað geti hverjum og einum starfsmanni. Karl benti á að með tilkomu fræðslumiðstöðvanna hafi símenntun auk- ist út um land en fáir hafi sýnt þessum þætti fræðslu áhuga áður. Nú sinni þessar miðstöðvar miðlun náms á háskólastigi í samvinnu við háskólastofnanir og með til- komu þeirra hafi orðið sprenging f fram- boði og þátttöku í háskólanámi. Símenntun viðfangsefni vinnuveitandans Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, forstöðu- maður starfsmannahalds Hafnarfjarðar, ræddi um framkvæmd kjarasamninga f þessu efni og gerð símenntunaráætlana. Hann sagði að í síðustu kjarasamningum hafi verið reynt að nálgast þessi mál á nýj- an hátt. Viðsemjendur hafi orðið sammála um að eldra kerfi, sem kalla megi nám- skeiðakerfið, hafi gengið sér til húðar og komi hvorki starfsmönnum né vinnuveit- endum að gagni. Því beinist áherslan í kjarasamningum fyrst og fremst að hugtak- inu símenntun, sem feli í sér þá megin áherslu að starfsmaður nái ekki tökum á starfi sínu f eitt skipti fyrir öll heldur sé um stöðuga endurnýjun þekkingar að ræða. Gunnar Rafn fjallaði nokkuð um kostnað sveitarfélaga vegna endur- og símenntun- ar. Fram kom að sveitarfélögin í landinu hafi greitt um 350 milljónir króna í endur- menntunar- og vísindasjóði á síðsta ári. Því sé eðlilegt að sveitarstjórnarmenn velti því fyrir sér hvort og þá hvernig unnt sé að nýta þessa fjármuni í tengslum við hin nýju ákvæði um símenntunaráætlanir. Hann kvað í því sambandi bæði fróðlegt og nauðsynlegt að ræða hvort hlutverk stéttarfélaga og sjóða eigi ekki fyrst og fremst að beinast að endurmenntunar- þættinum en símenntunin verði fremur viðfangsefni vinnuveitandans. Mannauðsstjórnun Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, lektor við Háskóla íslands flutti yfirgripsmikið erindi á ráðstefnunni. Hann benti meðal annars á að leita verði svara við ákveðnum grundvallarspurningum hvað símenntun varðar. Ein þeirra varði ávinning skipu- lagsheiIdar (vinnustaðar) vegna símenntunar starfsmanns. Einnig verði að spyrja hvað verði um þekkninguna þegar starfsmaður lætur af störfum, hvort símennt- un þar sem mikil áhersla er lögð á einstaklinginn sé lærdómur, hvernig þekkingu sé miðlað og tapað, hvort þarfagreining vegna þjálfunar fari fram og hvernig árangur símenntunar verði mældur og tryggður. Gylfi Dalmann fjallaði nokkuð um það á hvern hátt símenntun nýtist við- komandi skipulagsheild, vinnustað eða stofnun. Hvort viðkomandi starfsmenn sækist eftir þekkingu, haldi henni út af fyr- ir sig, miðli henni til annarra starfsmanna eða forðist alla þekkingarleit. Hann sagði starfsmannastjórnun hafa breyst mikið á undanförnum árum og færst yfir í það sem kallað er mannauðsstjórnun. Hún snúi ekki að hverjum einstaklingi sem slíkum Vegna örra og í sumum tilvikum stórfelldra breytinga og framfara hefur hugtakið að læra fyrir lífstíð glatað merkingu sinni. Samband ísienskra sveitarfélaga gekkst á dögunum fyrir ráðstefnu um símenntun starfsmanna sveitarfélaga. e

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.