Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.2002, Blaðsíða 8

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2002, Blaðsíða 8
Sameining sveitarfélaga Könnun RHA á sameiningum sveitarfélaga: Ávinningur runnið til þjónustunnar Meirihluti íbúa 12 sveitarfélaga af 37, sem sameinuð voru í stærri sveitarfélög á und- anförnum árum myndi greiða atkvæði gegn slíkri sameiningu í dag í Ijósi feng- innar reynslu en meirihluti íbúa 23 sveitarfélaga vera hlynntur sameiningu. Gömlu sveitarfélögin þar sem meirihluti reyndist gegn sameiningu eru Lýtings- staðahreppur og Seiluhreppur, sem nú til- heyra Sveitarfélaginu Skagafirði; Barða- strandarhreppur, Bíldudalshreppur og Rauðasandshreppur íVesturbyggð; Hvammshreppur, Skarðshreppur og Suð- urdalahreppur í Dalabyggð; Eski- fjarðarkaupstaður og Reyðarfjarðar- hreppur í Fjarðabyggð og Eyrarbakka- og Stokkseyrarhreppur í Sveitarfélaginu Ár- borg. Þetta kemur meðal annars fram í viðamikilli könnun sem Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri hefur unnið um áhrif og afleiðingar sameininga sveitarfé- laga sem kynnt var nýlega. Sveitarfélögin sem könnunin náði til eru Sveitarfélagið Árborg, Borgarfjarðarsveit, Snæfellsbær, Dalabyggð, Vesturbyggð, Sveitarfélagið Skagafjörður og Fjarðabyggð. Sveitarfélögin sjö sem könnunin náði til urðu öll til við sameiningu nokkuð ólíkra sveitarfélaga. Innan nýju sveitarfé- laganna má finna kaupstaði, stærri kaup- túnahreppa og fyrrum litla sveitahreppa í einu sveitarfélagi þótt samsetning þeirra að þessu leyti sé nokkuð misjöfn. Land- fræðilegar aðstæður innan þeirra eru um margt ólfkar og nær könnunin því betur þeim tilgangi að endurspegla flestar gerðir sameininga. Að baki þeim sameiningum, sem mynda þessi sjö sveitarfélög býr einnig missterkur vilji íbúa þótt þær hafi allsstaðar verið samþykktar með meiri- hluta atkvæða eins og núgildandi lög mæla fyrir. Skoðanir virðast þó enn nokk- uð skiptar meðal íbúa um hvort fara hefði átt þessa leið og á það bæði við um íbúa fyrrum lítilla sveitahreppa og stærri sveit- arfélaga á borð við kaupstaði á Austur- landi sem nú mynda Fjarðabyggð. áhrif íbúa jaðarbyggða í samantekt Rannsóknastofnunar Háskól- ans á Akureyri á niðurstöðum könnunar- innar kemur fram að stjórnsýsla hinna nýju sveitarfélaga virðist almennt skilvirk- ari og faglegri en í gömlu sveitarfélögun- um og með sameiningunum hafi eiginleg stjórnsýsla fyrst orðið til fyrir íbúa fá- mennu dreifbýlishreppanna. Einnig að í nýju sveitarfélögunum hafi verið beitt mismunandi lausnum á þeim vanda sem staðsetning stjórnsýslunnar hefur skapað. Bæði er um dreifða stjórnsýslu með einni aðalskrifstofu að ræða en einnig eru dæmi um algerlega dreifða stjórnsýslu eða að- skildar stjórnsýsluskrifstofur eins og í Fjarðabyggð. í fámennari sveitarfélögun- um kemur fram að leitast er við að halda stjórnsýslunni á einum stað með þeim kostum og göllum sem því kunna að fylgja. í samantektinni kemur fram að íbú- ar jaðarbyggða upplifa lýðræðislega stöðu sína með veikari hætti en í gömlu sveitar- félögunum. Meiri fjarlægð er frá fulltrúum til fólksins og erfiðara fyrir einstaklinga að hafa áhrif á gang mála. Þetta er mat sveit- arstjórnamanna í hinum nýju sveitarfé- lögum engu að síður en íbúanna sjálfra. Fjárhagslegur ávinningur hefur runnið beint til þjónustunnar í samantektinni kemur fram að beinn hagnaður eða hagræðing var ekki alltaf sett á oddinn og misjafnt hversu mikil áhersla var lögð á fjárhagslega hagræð- ingu sveitarsjóðanna af sameiningunum. Þó var litið nokkuð til reglna Jöfnunar- sjóðs sveitarfélaga og áhrifa þeirra í því sambandi. Fram kemur að aukning hafi orðið á útgjöldum flestra sveitarfélaganna til stærstu málaflokkanna, sem eru fræðslumál og félagsþjónusta. Einnig kem- ur fram að ákveðin rekstrarhagræðing hafi í flestum tilvikum náðst við sameiningu en fjárhagslegur árangur hennar jafnan farið til þess að jafna og auka þjónustu viðkom- andi sveitarfélags við íbúa á öllu sveitarfé- lagssvæðinu. Hin sameinuðu sveitarfélög eiga ekki meiri innistæður í sjóði en þau eldri en á móti kemur að oftar en ekki hefur sameiningin skilað betri þjónustu og bættum búsetuskilyrðum. Draga má þá ályktun af athugunum Rannsóknastofnun- ar HA að með sameiningunum hafi orðið sterkari einingar til að byggja upp og efla þá þjónustuþætti sem fólk telur mikil- væga. í nokkrum tilvikum hafi sameining verið alger forsenda þess að hægt væri að ráðast í uppbyggingu í þágu atvinnu- og mannlífs og bættra búsetuskilyrða þótt áhrifa sameininganna gæti ekki fyrr en eftir nokkurn tíma þegar atvinnulífið er annars vegar. ftarlega verður fjallað um skýrslu Rann- sóknastofnunar Háskólans á Akureyri í næsta tölublaði Sveitarstjórnarmála og rætt við þá Grétar Þór Eyþórsson, stjórn- málafræðing og forstöðumann rannsókna hjá RHA, og Hjalta Jóhannesson, land- fræðing og starfsmann stofnunarinnar. Af þeim þremur sveitarfélögum sem sameinuðust undir merkjum Fjarðabyggðar er Neskaupstaður eini staðurinn þar sem meirihluti íbúanna myndi greiða atkvæði með sameiningu í dag. Meirihluti íbúa Reyðarfjarðar og Eskifjarðar myndi segja nei, samkvæmt rannsókn RHA á árangri af sameiningu sveitarfélaga. Myndin er frá Neskaupstað. Skilvirkari stjórnsýsla en minni 8

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.