Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.2002, Side 18

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2002, Side 18
Viðtalið að tala um sjósókn þótt nokkrar trillur séu í höfninni. Nokkur sjávarútvegsfyrirtæki starfa þar engu að síður. Þorbjörn Fiskanes í Grindavík er með umfangsmikla starf- semi íVogum og hráefni er ekið frá öðrum verstöðvum, einkum Grindavík. Fyrirtækið íssalt starfar við fiskvinnslu íVogum og hjá Sæbýli er unnið að sæsniglaeldi fyrir Japansmarkað. Þá er fyrirtækið Silungur starfrækt þar sem áður var starfsstöð Lind- arlax. Tvö síðasttöldu fyrirtækin hafa verið reist á starfsemi eldri rekstrar frá þeim tíma að laxeldi var komið af stað hér á landi af meiri krafti en forsjá fyrir all- nokkrum árum. Ekki er hægt að segja að landbúnaður sé stundaður íVatnsleysu- strandarhreppi. Ekki í hefðbundnum skiln- ingi. Þó eru tvö stór bú staðsett í sveitarfé- laginu. Hænsnabúið Nesbú og svínabúið á Vatnsleysu sem Þorvaldur Guðmundsson í Síld og fiski stofnaði á sínum tíma en aðrir hafa nú keypt. Nýverið var stálsmiðj- an Normi flutt úr Garðabænum íVoga og stendur eins og útvörður byggðarinnar við Vogaafleggjarann skömmu áður en ekið er inn íþorpið. Þar munu starfa á bilinu 15 til 25 manns þegar framleiðslan verður komin að fullu í gang. Vilji er fyrir að byggja upp frekari iðnað íVogum og að koma upp iðnaðarhverfi við Vogaaf- leggjarann. Þjónustustörfin eru einkum bundin við skólana og nú orðið eru ferðamálin farin að kalla til sín fólk. Ein verslun er ÍVog- um. Þjónustuverslun sem hefur rúman opnunartíma. Enginn stórmarkaður hefur verið opnaður þar en fólk sækir aðdrætti í stærri verslanir í Reykjanesbæ og á höfuð- borgarsvæðinu. Vogarnir hafa ekki farið varhluta af breytingum á póstþjónustunni og verður pósthúsinu lokað í vor eins og á ýmsum öðrum smærri stöðum. Sparisjóð- urinn í Keflavík hefur aftur á móti opnað útibú ÍVogum en áður var enga banka- þjónustu að hafa í byggðinni. A skrifstofu Vatnsleysustrandarhrepps er líkan af Vogum fyrri tíma. Þegar horft er á þetta líkan er Ijóst að margt hefur breyst í þessari byggð sem nú er í verulegri sókn. Saga hennar nær nokkuð aftur fyrir næst- síðustu aldamót en um 1890 voru 757 Flest af því fólki sem flutt hefur ÍVogana að undanförnu kemur af höfuðborgarsvæðinu. manns búandi í Vatnsleysustrandarhreppi sem þá var töluvert fjölmennari en Kefla- vík og Grindavík til samans. Þá var þétt byggð meðfram allri strandlengjunni og gert út frá hverju koti enda stutt í fengsæl fiskimið. Sagan segir að á vertíðum hafi verið allt að 2.000 manns íVogunum. Um 1940 var byggð höfn og vaknaði mikið líf í kringum hana. Útgerð varð þá helsti at- vinnuvegurinn. Jóhanna Reynisdóttir segir að höfnin geti ekkert síður nýst til ferða- mála en útræðis. Þar sé kjörin aðstaða fyr- ir fólk með trillur og sportbáta sem það nýti að sumrinu. Þá má geta þess að á síðustu misserum hefur verið unnið að byggingu varnargarðs til austurs frá hafn- arsvæðinu sem meðal annars er ætlað að skýla byggðinni fyrir vindum og sjávar- gangi. 77/ marks um þá grósku og uppbyggingu sem verið hefur í Vogum á Vatnsleysuströnd að undanförnu má nefna að verð á fasteignum hefur hækkað um allt að 48% frá árinu 1990 og er verð á eignum orðið sambærilegt við Reykjanesbæ. „Fólk er þvf ekki að fjárfesta í verðlausum eignum, “ segir jó- hanna Reynisdóttir sveitarstjóri. Jóhanna er hér við íþróttahúsið, sem sagt er frá f viðtalinu. Athvarf eftir vinnu Til marks um þá grósku og uppbyggingu sem verið hefur íVogum áVatnsleysu- strönd að undanförnu má nefna að verð á fasteignum hefur hækkað um allt að 48% frá árinu 1990 og er verð á eignum orðið sambærilegt við Reykjanesbæ. „Fólk er því ekki að fjárfesta í verðlausum eign- um," segir Jóhanna Reynisdóttir og leggur áherslu á orðin. Hún segir mikla bjartsýni ríkja íVogunum. Markaðsátakið hafi geng- ið vonum framar og skilað því sem til var ætlast. Hún segir tvöföldun Reykjanes- brautar mikilvæga framkvæmd fyrir byggðina íVogum. „Við höfum byggt hana öðrum þræði sem íbúabyggð þar sem fólk getur notið rólegheita og átt sér athvarf eftir vinnu þótt við verðum einnig að leggja áherslu á atvinnumál. Bættar samgöngur eru því ein grundvallarfor- senda starfs okkar." 18

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.