Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.2002, Blaðsíða 7

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2002, Blaðsíða 7
heldur stjórnun skipulagsheilda, vinnu starfsmanna og samskiptum þeirra. Hlut- verk mannauðsstjóra sé að halda utan um málefni starfsmanna og þróa svo að við- komandi vinnustaður nái samkeppnisfor- skoti ásamt því að hafa velferð einstak- lings og heildar jafnt í huga. Fólk ekki alltaf nægilega vel undirbúið Randver C. Fleckenstein frá KPMG ráðgjöf fjallaði ítarlega um gerð símenntunaráætl- ana. Hvernig skipuleggja eigi símenntun með mismunandi þarfir í huga og hvort um sé að ræða miðlægar áætlanir eftir málefnum eða sértækar áætlanir fyrir vinnustaði og einstaklinga. Guðbrandur Gíslason hjá Fræðslusetrinu Símennt.is fjallaði um möguleika Netsins til þess að veita fólki símenntun og Kristján Braga- son, framkvæmdastjóri Starfsgreinasam- bands íslands, ræddi um stefnu sambands- ins í fræðslumálum. í máli Kristjáns kom meðal annars fram að tækifæri til starfsmenntunar séu for- senda þess að launafólk geti aukið mögu- leika sína til starfsþróunar og bættra kjara. Hann sagði starfsmenntun koma öllum til góða. Hún leggi grunn að aukinni fram- leiðni og bættri samkeppnisstöðu fyrir- tækja er skila muni betri kjörum til launa- fólks. í máli Kristjáns kom fram að sí- menntun feli í sér ákveðna kröfu um grunnþekkingu, til dæmis í ensku og tölvutækni, en misjafnt sé hve vel fólk er undirbúið að þessu leyti. Kristján sagði að í framtíðinni yrði að treysta þann grunn sem lagður hefur verið og í næstu kjara- samningum verði að leggja áherslu á við- hald og uppbyggingu starfsmenntasjóð- anna. Björg Bjarnadóttir, formaður félags leik- skólakennara, vék meðal annars að því að enginn efaðist lengur um gildi símenntun- ar. Hún benti á jákvæða þætti á borð við framþróun, að úrelt kerfi verði aflögð, al- menn þátttaka í símentun auki jafnræði auk þess sem símenntun kalli á starfs- mannaviðtöl og aukna þarfagreiningu. Hún sagði að fjárskortur sveitarfélaga gæti haft hamlandi áhrif á þessa þróun og eink- um mismunandi aðstæður um landið þar sem sveitarfélögin væru misjafnlega í stakk búin til þess að sinna þessum verk- efnum. Símenntunarstöðvarnar - leiðandi afl Átta símenntunarstöðvar starfa á lands- byggðinni og hafa þær myndað með sér samtökin Kvasir, að því er fram kom í er- indi Iðunnar Antonsdóttur, framkvæmda- stjóra FræÞings, símenntunarstöðvar í Þingeyjarsýslum. Samtökin vinna að sam- eiginlegum hagsmunamálum á borð við samninga við menntastofnanir, fjárveiting- ar og samskipti við erlenda aðila. Iðunn sagði að hver símenntunarstöð taki lit af umhverfi sínu er móti áherslur í starfi þeirra á hverjum stað. Sameiginlegt mark- mið þeirra sé að efla menntunartækifæri a landsbyggðinni í samvinnu við mennta- stofnanir, sveitarfélög, félagasamtök og at- vinnulíf. Hún sagði símenntunarstöðvarn- ar leiðandi afl við umræðu og framkvæmd fjarnáms og hafa sveigjanleika til að sam- eina námsframboð tveggja skólastiga og mæta þannig námsþörfum á fjölbreyttan hátt. Stöðvarnar væru orðnar virkur hluti menntakerfisins og komnar til þess að vera. Guðmundur Tryggvi Ólafsson umhverfisfræðingur: Flokkunarmerkingar Fenúr - bæta alla aðkomu almennings að sorphirðu og flokkun efna til endurvinnslu Öll þekkjum við umferðarmerkin, þekkjum merkingu þeirra og hlýðum þeim ómeðvit- að. Markmiðið með flokkunarmerkjunum er ekki ósvipað umferðar- og tengdum þjónustumerkjum sem er að veita upplýs- ingar og stjórna aðgeröum okkar án þess að við þurfum sérstaklega að staldra við og velta þeim fyrir okkur. Merkin eru alls 33 einfaldar myndir sem eiga að vera ein- kennandi fyrir viðkomandi tegund úrgangs. Mynd af áldós, gos- og vínflösku er á merki fyrir skilagjaldsumbúðir og svo framvegis. Hugmyndin með merkjunum hefur einnig verið sú að bæta alla aðkomu al- mennings að sorphirðu og flokkun efna til endurvinnslu. Merkin eiga einnig að auka gæði þeirra efna sem flokkuð eru frá til endurvinnslu en hreinni flokkar leiða til minni kostnaðar við nýtingu efnanna. Með því að merkja sorpílát og flokkunar- ílát með viðkomandi flokkunarmerki, er upplýsingum um efnisflokk komið á fram- færi sem dregur úr rangri flokkun. Bætt ásýnd gámasvæða Sveitarfélögin geta bætt stórlega ásýnd gámasvæða með því að nota merkin sem leiðbeiningar um flokkun á gámasvæðum. Fenúr hefur séð um að hanna og gefa merkin út en Siv Friðleifsdóttir tók þau formlega í notkun í júlí 2001. Fenúr býður merkin 33 sem límmiða í þremur stærðum A3, A4 og A5 og kosta merkin á bilinu 35-110 kr./stk. eftir stærð og fjölda pant- aðra merkja. Aðra notkun á merkjunum er hægt að ræða við Fenúr. Fenúr tekur við pöntunum og er auðveldast að nálgast pöntunarseðil á netinu www.fenur.is. Einnig má hafa samband við Fenúr í síma 520 2200 eða fenur@fenur.is. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra tekur flokkunarmerkingar Fenúr formlega í notkun á gámasvæði Sorpu í júlí í fyrra. Merkjunum er ætlað svipað hlutverk og umferðarmerkjunum, það er að við hlýðum fyrirmælum merkjanna án þess að þurfa að staldra sérstaklega við og velta fyrir okkur merkingu þeirra. 7

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.