Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.2002, Page 12

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2002, Page 12
Staðardagskrá 21 Tólf sveitarfélög hafa samþykkt fyrstu útgáfu - um 64% landsmanna orðin fullgildir aðilar að verkefninu Alls hafa tólf sveitarfélög með allt að 185 þúsund íbúa eða um 64% landsmanna samþykkt fyrstu útgáfu af Staðardagskrá 21. Þá hafa 28 sveitarstjórnir samþykkt svonefnda Ólafsvíkuryfirlýsingu, sem samin var á Staðardagskrárráðstefnu í Ólafsvík 12. og 13. október árið 2000. Stefán Gíslason, verkefnisstjóri Staðar- dagskrár 21 á ísiandi segir það ævintýri líkast að nú, aðeins rúmum þremur árum eftir að fulltrúar margra sveitarfélaga heyrðu minnst á Staðardagskrá 21 í fyrsta skipti, skuli tólf sveitarfélög vera farin að vinna eftir samþykktum framkvæmdaáætl- unum í hennar anda. Eins og kunnugt er, er í gildi samstarfs- samningur milli umhverfisráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um að- stoð við sveitarfélög við að koma sér upp Staðardagskrá 21, eða Local Agenda 21 eins og áætlunin nefnist á erlendum mál- um, í samræmi við samþykkt Heimsráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun í Ríó de Janeró í júní 1992. Þetta kom fram á fimmtu landsráðstefn- unni um Staðardagskrá 21 sem haldin var í Ketilhúsinu á Akureyri dagana 15. og 16. febrúar. Stefán Gíslason, verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 á íslandi, segir það æv- intýri líkast að nú, aðeins rúmum þremur árum eftir að fulltrúar margra sveitarfélaga heyrðu minnst á Staðardagskrá 21 í fyrsta skipti, skuli tólf sveitarfélög vera farin að vinna eftir samþykktum framkvæmdaáætl- unum í hennar anda. Forskrift að sjálfbærri þróun Upphaf Staðardagskrár 21 má rekja til heimsráðstefnunnar í Ríó de Janeró í Bras- ilíu í júní árið 1992, en ráðstefnan mark- aði tímamót í alþjóðlegu samstarfi að um- hverfismálum. Staðardagskrá 21 er mjög víðtæk áætlun; nánast heildaráætlun um þróun hvers samfélags fyrir sig fram eftir þessari öld. Henni er ætlað að verða eins konar forskrift að sjálfbærri þróun ein- stakra samfélaga, það er að segja skrá yfir þau verk sem hvert samfélag um sig þarf að vinna til að tryggja komandi kynslóð- um viðunandi lífsskilyrði. í stað þess að einskorða hugmyndir við umhverfismál er lögð áhersla á teng- ingu þeirra við aðra málaflokka er varða mannleg samfélög og menningu og lögð áhersla á að umhverfi verði skoðað í sem nánustu samhengi við hina mannlegu þætti. Virkja íbúa, félagasamtök og aðila atvinnu- lifsins Þær Cuöný Sverrisdóttir, sveitarstjóri Crýtubakkahrepps, og Þórunn Svein- bjarnardóttir, alþingiskona, voru ráðstefnustjórar. Ásamt þeim við háborðið er Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra, en hún flutti ávarp á ráðstefnunni. Með samþykkt Ólafsvíkuryfirlýsingarinnar skuldbundu sveitarfélögin sig til að leggja sitt af mörkum til sjálfbærrar þróunar, meðal annars með því að virkja íbúa, fé- lagasamtök og aðila atvinnulífsins til öfl- ugrar þátttöku í verkefnum sem tengjast Staðardagskrá 21. Einnig skuldbundu þau Stefán Gfslason, verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 á íslandi, ! ræðustól á ráðstefnunni. sig til að hafa markmiðið um sjálfbæra þróun að leiðarljósi við gerð skipulagsá- ætlana, sem og við aðra ákvarðanatöku um málefni sveitarfélagsins. Erfiðara fyrir fámennari sveitarfélögin Samkvæmt samningi milli umhverfisráðu- neytisins og Sambands íslenskra sveitarfé- laga frá 10. janúar á síðasta ári starfar fjögurra manna stýrihópur að verkefninu auk verkefnisstjóra í fullu starfi. Umhverf- isráðuneytið leggur fram 4,2 milljónir króna til verkefnisins á þessu ári auk þess sem Samband íslenskra sveitarfélaga legg- ur til 2,4 milljónir króna. Samningurinn nær til ársloka 2005 en tilhögun verkefn- isins og fjármögnun þess verður endur- skoðuð að liðnu yfirstandandi ári. Stefán Gíslason, verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 á íslandi, segir að fámennari sveitarfélögin eigi erfitt með að sinna þessu starfi vegna takmarkaðra fjármuna og mannafla. Hann segir að margt mæli þó með því að góður árangur eigi að nást og bendir í því sam- bandi meðal annars á hátt menntunarstig þjóðarinnar, að umhverfisástand sé víðast hvar gott frá náttúrunnar hendi og boð- leiðir stuttar. „Þessir þættir fela í sér marg- víslega möguleika og geta skapað íslend- ingum ákveðin sóknarfæri á þessum vett- vangi," segir Stefán Gíslason, verkefnis- stjóri. Fimmtán erindi um margvísleg efni Alls voru fluttfimmtán erindi á ráðstefn- unni á Akureyri. Almennt starf í tengslum við Staðardagskrá 21 var kynnt en einnig var fjallað um afmarkaða þætti sem snerta almenna hugsun og framgang verkefnisins auk staðbundinna verkefna hinna ýmsu sveitarfélaga. Auk erinda á ráðstefnunni fluttu þau Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráð- herra, og Sigurður J. Sigurðsson, fráfarandi forseti bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar, ávörp. 12

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.