Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.2002, Blaðsíða 26

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2002, Blaðsíða 26
Byggðamál Stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga í byggðamálum 62. fundur fulltrúaráðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var dagana 22. og 23. mars sl., leggur til að unnið verði að framgangi byggðamála með það að markmiði að búsetuskilyrði í landinu verði sem fjölbreytilegust og standist á hverjum tíma samkeppni um fólk við nálæg lönd og að byggð dreifist sem víðast um landið. í samræmi við þessa stefnumörkun samþykkti fundurinn eftirfarandi til- lögur um byggðamál: 1. Unnið verði að því að samkeppn- isgeta höfuðborgarsvæðisins gagnvart útlöndum verði tryggð þannig að þar geti þróast öflugt alþjóðlegt atvinnu- og efnahags- umhverfi. 2. Unnið verði að því að byggja upp öflugt þjónustu- og vaxtarsvæði á Eyjafjarðarsvæðinu sem valkost við höfuðborgarsvæðið hvað varðar fjölbreytni atvinnulífs og aðgengi að fjölbreyttri þjónustu. Frá 62. fulltrúaráðsfunsi Sambands fslenskra sveitarfélaga, þar sem meðal annars var samþykkt stefnu- mörkun f byggðamálum. Á myndinni eru (f.v.) Magnús Cunnarsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, Cuðmundur Malmquist, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, og Sigurgeir Sigurðsson, bæj- arstjóri á Seltjarnarnesi og formaður byggðanefndar sambandsins. 3. í öðrum landshlutum verði byggð upp öflug þjónustu- og vaxtar- svæði, landshlutakjarnar, með áherslu á svæðabundið hlutverk þeirra. Þessum þjónustu- og vaxt- arsvæðum verði skapaðir mögu- leikar til að treysta búsetu í við- komandi landshlutum og þannig verði þeir kjölfesta fyrir dreifingu byggðar í landinu. Vegna stöð- unnar í búferlaflutningum innan- lands verði fyrst í stað lögð áhersla á uppbyggingu slíkra kjarna á ísafjarðarsvæðinu og á Mið-Austurlandi. Þess skal þó gætt að áfram verði haldið upp- byggingu annarra landshluta- kjarna, svo sem á Suður- og Vest- urlandi. 4. Jafnhliða skilgreiningum á höfuð- borgarsvæðinu og vaxtarsvæðum, skv. 2. og 3. tölulið, verði hlut- verk annarra byggðasvæða í land- inu skilgreint. Þar verði tekið á þjónustuframboði, en ekki síður á uppbyggingu samgangna, þannig að íbúar þeirra svæða fái notið þeirrar þjónustu sem byggð verð- ur upp á kjarnasvæðunum. Þjón- usta og framtíðarmöguleikar þess- ara svæða verði ekki skert og sér- staklega hugað að ýmissi þjón- ustu, framkvæmdum og verkefn- um sem henta tilteknum svæðum og nauðsynlegt er að viðhalda til að treysta byggðina. 5. Sveitarstjórnar-, byggða- og skipu- lags- og byggingarmál verði sam- einuð í eitt ráðuneyti, ráðuneyti byggða- og sveitarstjórnarmála. 6. Sveitarfélögin verði stækkuð og efld til að þau ráði betur við nú- verandi sem og ný verkefni. Markvisst verði unnið að því á fyrri hluta næsta kjörtímabils að stækka sveitarfélögin með frjálsri sameiningu. I þeirri vinnu verði stærð sveitarfélaganna við það miðuð að þau nái a.m.k. yfir heildstæð atvinnu- og þjónustu- svæði. Náist þetta markmið ekki á þeim tíma er lagt til að Samband íslenskra sveitarfélaga beiti sér fyrir því, í samráði við ríkisvaldið, að leitað verði annarra leiða til að það markmið náist fyrir lok kjör- tímabilsins 2006. 26

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.