Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.2002, Blaðsíða 20

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2002, Blaðsíða 20
Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga Breytingar á verkaskiptingu Nefnd um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga hefur lagt til að ríkið yfirtaki 40% af þátttöku sveitarfélaga í stofnkostnaði við framhaldsskóla og heimsvistir auk þess að hlutur sveitarfé- laga í þessum eignum verði afskrifaður á sem skemmstum tíma. Nefndin leggur til að ríkiö yfirtaki 15% þátttöku sveitarfélaga í stofnkostnaði við sjúkra- og heilbrigðis- stofnanir og að eignarhlutur sveitarfélaganna verði afskrifaður á sem skemmstum tíma. Myndin er af Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Nefndin leggur einnig til aö ríkið yfirtaki 15% þátttöku sveitarfélaga í stofnkostnaði við sjúkra- og heilbrigðisstofnanir og að eignarhlutur sveitarfélaganna verði afskrif- aður á sem skemmstum tíma. Áætlaður kostnaður við þessar breytingar er um 250 milljónir króna á ári vegna skólanna og um 100 milljónir króna á ári vegna sjúkra- og heilbrigðisstofnana. Auk þessara breytinga hefur nefndin um verkaskiptinguna lagt til að Innheimtu- stofnun sveitarfélaga verði flutt til ríkisins og framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga lækkuð sem nemur þátttöku sjóðsins í rekstrarkostnaði stofnunarinnar. Með þeim hætti yrði stofnunin alfarið ríkisstofnun. Nefndin hefur einnig lagt fram hugmynd um óbreyttan rekstur Innheimtustofnunar- innar á vegum sveitarfélaganna og Jöfnun- arsjóðsins. Megin röksemdir með hug- myndinni um flutning Innheimtustofnun- arinnar til ríkisins mótast af því að fjár- hæðir barnsmeðlaga ráðast af reglugerð sem heilbrigðisráðherra setur á grundvelli laga um almannatryggingar. Öldrunarmálunum ólokið Nefnd þessi var skipuð af Páli Péturssyni félagsmálaráðherra 18. janúar 2000 til að yfirfara verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga með stofnkostnað sjúkra- og heil- brigðisstofnana og framhaldsskóla sérstak- lega í huga auk þess að fjalla um framtíð- arskipulag Innheimtustofnunar sveitarfé- laga. Þær tillögur sem getið er hér eru niðurstöður áfangaskýrslu nefndarinnar sem hún skilaði af sér í nóvember á síð- asta ári. Auk þessara verkefna var nefnd- inni falið að yfirfara verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga á sviði öldrunarnmála þar sem áhersla var lögð á að meta hvort færa beri þann málaflokk í meira mæli til sveit- arfélaga og hvernig skuli að því staðið. Einnig var nefndinni ætlað að fara yfir verkefni sem enn eru á sameiginlegri ábyrgð ríkis og sveitarfélaga og meta hvort ástæða væri til að draga úr sameiginleg- um verkefnum og verkaskiptingu með hliðsjón af þeirri þróun sem orðið hefur í verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga á undanförnum árum. Nefndinni hefur ekki enn gefist svigrúm til að fjalla til hlítar um öldrunarmálin í þessu sambandi auk þess sem hún telur þörf á að yfirfara ýmis önn- ur sameiginleg verkefni ríkisins og sveitar- félaganna sem getið er í erindisbréfi henn- ar. í nefndinni sitja Hermann Sæmunds- son, fulltrúi félagsmálaráðuneytisins, og var hann formaður nefndarinnar; Anna Skúladóttir, fjármálastjóri Reykjavíkurborg- ar, og Ásgeir Magnússon, formaður bæjar- ráðs Akureyrarkaupstaðar, fulltrúar Sam- bands íslenskra sveitarfélaga; og Hallgrím- ur Guðmundsson, sérfræðingur frá fjár- málaráðuneytinu. Auk þeirra hafa tekið sæti í nefndinni þeir Örlygur Geirsson, skrifstofustjóri í menntamálaráðuneytinu, og Magnús Skúlason, deildarstjóri í heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, þegar fjallað hefur verið um verkefni á sviði þessara ráðuneyta. Með ECL stjórnstöð á hitakerfinu fæst hámarks nýting á heita vatninu Danfoss hf. SKÚTUVOGI6 • SÍMI 510 4100 kill sparnaður í atvinnuhúsnæði 20

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.