Sveitarstjórnarmál - 01.04.2002, Blaðsíða 24
Styrkir í stað
niðurfellingar
Nefnd um undanþágur frá
fasteignaskatti skiiar áliti
Meðal þeirra byggirtga sem undanþegnar hafa verið fasteignaskatti eru kirkjur. Nefnd um und-
anþágur frá fasteignaskatti telur að fækka beri undanþágum eða fella þær alveg niður. Myndin
er frá Húsavík.
Nefnd er fjallað hefur um undanþágur frá
fasteignaskatti hefur skilað áliti um að
þeim beri að fækka eða fella algerlega
niður. Bendir nefndin á að í stað niðurfell-
ingar fasteignaskatts af einstökum fasteign-
um geti sveitarfélög veitt þeim, er notið
hafa ívilnana vegna starfsemi sinnar, beina
styrki í stað þess að veita undanþágur frá
skattinum. Með því móti verði öll fjármál
varðandi álagningu og innheimtu gegn-
særri auk þess sem niðurfelling fasteigna-
skatta í einskökum tilfellum geti skekkt og
skaðað samkeppnisstöðu.
Nefndin telur að við setningu núgild-
andi laga um tekjustofna sveitarfélaga frá
1995 hafi ekki verið fyrirséðar þær breyt-
ingar sem orðið hafa í viðskiptalífinu hér á
landi á síðustu árum. Einkum sú vaxandi
áhersla sem nú er lögð á jafnræði í sam-
keppni og takmarkanir sem orðið hafa á
starfsemi hins opinbera af þeim sökum.
Auk þess kaupi opinberar stofnanir og fyr-
irtæki í auknum mæli þjónustu á grund-
velli samninga um einkaframkvæmdir. í
því sambandi bendir nefndin á þær breyt-
ingar sem orðið hafa á fjármögnun opin-
berra mannvirkja þar sem algengara er
orðið að opinberar stofnanir og fyrirtæki
leigi húsnæði fyrir starfsemi sína í stað
þess að eiga það.
Skólar og sjúkrastofnanir
vega þyngst
Húsnæði sem undanþegið hefur verið
álagningu fasteignaskatts er kirkjur, sjúkra-
stofnanir, grunnskólar, framhaldsskólar,
háskólar og heimavistir, barnaheimili,
íþróttahús, bókasöfn, sem og önnur safna-
hús, sendiráð erlendra ríkja, skipbrots-
mannaskýli og sæluhús auk eigna RARIK
og Orkubús Vestfjarða. Alls er um að ræða
2.366 matshluta að fasteignamati upp á
tæpa 100 milljarða króna samkvæmt
skýrslu nefndarinnar frá því í desember
2001. í þessu efni vega undanþágur vegna
húsnæðis skóla og sjúkrastofnana þyngst.
Þar sem húsnæði grunnskóla er undan-
tekningalítið í eigu sveitarfélaganna hafa
undanþágur frá fasteignaskatti þeirra
vegna lítil áhrif á fjárhag sveitarfélaganna.
Annað skólahúsnæði ásamt húsnæði
sjúkrastofnana er að stærstum hluta í eigu
ríkissjóðs þótt nú sé tekið að gæta eignar-
aðildar annarra að slíkum byggingum.
Auk framangreindra tegunda húsnæðis er
sveitarstjórnum heimilt að lækka eða fella
niður fasteignaskatt af heilsuhælum, end-
urhæfingarstöðvum og tómstundahús-
næði. Þá er einnig samkvæmt núgildandi
lögum heimilt að lækka eða fella niður
fasteignaskatt af útihúsum í sveitum sem
aðeins eru nýtt að hluta eða standa ónot-
uð auk þess sem leyfilegt er að lækka eða
fella niður fasteignaskatta sem tekjulitlum
elli- og örorkulífeyrisþegum er gert að
greiða.
Sveitarfélögin ráði ívilnunum
Fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga
í nefndinni voru einhuga um þá afstöðu
að ákvörðunarvald um niðurfellingu, af-
slætti og styrkveitingar til greiðslu fast-
eignaskatts eigi að vera á hendi sveitarfé-
laganna sjálfra. Einnig voru þau sjónarmið
ráðandi að ívilnanir af því tagi verði í
formi beinna styrkveitinga í framtfðinni.
Með því verði allar ívilnanir sýnilegri auk
þess sem slík aðferð myndi tryggja betur
að fyllsta jafnræðis verði gætt við álagn-
ingu. Nefndin telur rétt að bætt verði í lög
um tekjustofna sveitarfélaga ákvæði þar
sem skýrt verði kveðið á um skyldur sveit-
arfélaga að setja reglur um þetta atriði auk
þess að skýrt verði tekið fram að ávallt sé
skylt að leggja fasteignaskatt á fasteignir
sem nýttar eru til samkeppnisreksturs.
í nefndinni eiga sæti: Gísli Gíslason,
bæjarstjóri á Akranesi, Hjörleifur Kvaran,
borgarlögmaður í Reykjavík, og lögfræð-
ingarnir Guðjón Bragason og Ólafur Páll
Gunnarsson.
Ríkið hækki
framlög til
húsaleigubóta
Rýmri réttur leigjenda til húsaleigubóta
og fjölgun fólks á leigumarkaði hafa
orðið til þess að framlög ríkisins vegna
húsaleigubóta ná ekki að viðhalda
óbreyttu hlutfalli ríkis og sveitarfélaga
hvað upphæðir bótanna varðar.
Fulltrúaráð Sambands íslenskra
sveitarfélaga hvetur félagsmálaráðherra
og ríkisstjórn til þess að beita sér fyrir
að framlög ríkisins til greiðslu húsa-
leigubóta verði nægjanleg á hverjum
tíma til þess að viðhalda því skipta-
hlutfalli sem nú er og verði hlutfallið
miðað við þær bótafjárhæðir sem
ákveðnar verða hverju sinni. Fulltrúa-
ráðið telur að verði framlög ríkisins
ekki aukin frá því sem gert er ráð fyrir í
fjárlögum ársins 2002 sé ekki annað
fyrirsjáanlegt en lækka verði húsaleigu-
bætur til leigjenda verulega frá því sem
nú er.
24