Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2002, Blaðsíða 29

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2002, Blaðsíða 29
Sveitarstjórnarkosningar Kosið til sveitarstjórna 25. maí Almennar kosningartil sveitarstjórna fara fram laugadaginn 25. maí. Sú breyting hefur orðið að felld hefur verið niður heimild eldri laga til að fresta kjördegi í dreifbýli fram til annars laugardags í júní, enda þótti möguleiki á tveimur kjördög- um úreltur miðað við nútímaaðstæður. Því verður kosið í öllum sveitarfélögum landsins 25. maí. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hófst 2. apríl og fer fram hjá sýslumönnum um land allt. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis er einnig hafin og fer fram í öll- um sendiráðum íslands og aðalræðisskrif- stofum íslands í New York og Winnipeg. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar hjá um 130 kjörræðismönnum íslands í 50 löndum. í utankjörfundaratkvæða- greiðslu er gert ráð fyrir að kjós- endur kynni sér sjálfir hverjir eru í framboði og hvaða listabókstafir eru notaðir í viðkomandi sveitarfé- lagi. Athygli kjósenda er ennfremur vakin á því, að þeim ber sjálfum að póstleggja atkvæði sín eða koma þeim á annan hátt í tæka tíð til við- komandi kjörstjórnar á íslandi. Kjörskrá Kjörskrá skal lögð fram eigi síðar en 15. maí og skal framlagning hennar auglýst fyrir þann tíma. Kjörskráin skal liggja frammi til kjördags. Á kjörskrá eiga að vera þeir íbú- ar sveitarfélagsins sem uppfylla öll kosningarréttarskilyrði á viðmiðun- ardegi kjörskrár, það er 4. maí, að viðbættum nöfnum þeirra sem dveljast á hinum Norðurlöndunum og eiga að hafa hér kosningarétt. Nánar til- tekið hafa kosningarétt þeir sem eru 18 ára þegar kosning fer fram, eru íslenskir ríkisborgarar og voru skráðir með lög- heimili í sveitarfélaginu samkvæmt íbúa- skrá þjóðskrár þremur vikum fyrir kjördag, það er 4. maí. Þessu til viðbótar er rétt að vekja at- hygli á að erlendir ríkisborgarar öðlast nú kosningarétt og kjörgengi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Allir erlendir ríkis- borgarar, sem búið hafa á íslandi í fimm ár fá nú kosningarétt í sveitarstjórnarkosn- ingum. Er það á meðal nýmæla í breyt- ingu á lögum um kosningar til sveitar- stjórna nr. 5/1998 sem samþykkt var á Al- þingi í byrjun apríl. Danskir, norskir, sænskir og finnskir ríkisborgarar skulu áfram njóta þessa réttar eftir að hafa átt lögheimili í landinu í þrjú ár samfellt fyrir kjördag. Lögin hafa verið þýdd á ensku og er ætlunin að kynna þau meðal útlend- inga á íslandi. Kjörstjórn auglýsi dvalarstað sinn í breytingum á lögum um kosningar til sveitarstjórna sem Alþingi afgreiddi í byrj- un apríl er kveðið á um að yfirkjörstjórn f hverju sveitarfélagi auglýsi með nægum fyrirvara aðsetur sitt þar sem tekið er við framboðslistum og hvar kjörstjórnin dvelur meðan kosning fer fram. Ekki þarf sérstakan dyravörð Ekki er lengur skylt að skipa sérstakan dyravörð við hverja kjördeild við sveitar- stjórnarkosningar samkvæmt breytingum á lögum um kosningar til sveitarstjórna sem samþykktar hafa verið á Alþingi. Þess í stað getur kjörstjórn ákveðið að einn kjör- stjórnarmanna annist dyravörslu jafnframt því sem hann fylgist með því að kjósendur leggi kjörseðil í atkvæðakassa. Kjörf undur Kjörfundur hefst í fyrsta lagi klukkan 9 ár- degis og í síðasta lagi klukkan tólf á há- degi. Kjörfundur skal almennt standa í að minnsta kosti átta klukkustundir og ekki má slíta kjör- fundi fyrr en hálf klukkustund er lið- in frá því að kjósandi gaf sig síðast fram. Heimilt er að Ijúka kjörfundi ef allir sem eru á kjörskrá hafa greitt atkvæði. Heimilt er að Ijúka kjör- fundi eftir fimm klukkustundir ef öll kjörstjórnin og umboðsmenn eru sammála um það, enda sé liðin hálf klukkustund frá því að kjósandi gaf sig síðast fram. Kjörfundi skal vera lokið eigi síðar en kl. 22. Þeir kjós- endur sem hafa gefið sig fram fyrir þann tíma eiga þó rétt á að greiða atkvæði. Kosningavefur á Netinu Félagsmálaráðuneytið hefur í sam- vinnu við Samband íslenskra sveit- arfélaga opnað kosningavef á Netinu, www.kosningar2002.is. Á vefnum er unnt að nálgast allar helstu upplýsingar varð- andi kosningarnar og framkvæmd þeirra, hagnýtar upplýsingar fyrir þá sem hyggjast bjóða fram lista, upplýsingar fyrir kjör- stjórnir, sveitarstjórnir, fjölmiðla og síðast en ekki sfst kjósendur sjálfa. Ætlunin er að bæta upplýsingum á vefinn eftir því sem þurfa þykir og er hann færður upp að minnsta kosti einu sinni í viku. Þá er ætl- unin að birta úrslit sveitarstjórnarkosning- anna á vefnum jafnskjótt og þau berast auk upplýsinga um þá sem verða í sveitar- stjórnum á landinu að kosningunum lokn- um. Kosningaréttur og kjörgengi miðast við að kjósandi hafi náð átján ára aldri þegar kosið er. Nokkur kjörtímabil munu líða þangað til þessi unga stúlka fær kosningarétt en myndin var tekin við kjörstað á kjördag 1998. 29

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.