Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.2002, Blaðsíða 9

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2002, Blaðsíða 9
Sveitarfélögin og EES Sveitarstjórnir komi meira að Evrópumálunum Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra flutti erindi á ráðstefnu Sambands ís- lenskra sveitarfélaga og utanríkisráðu- neytisins um Evrópumálin í febrúar þar sem hann kom meðal annars inná að sveitarstjórnir þurfi að koma meira að Evrópumálunum. Til að styrkja frekar þátttöku íslendinga í mótun löggjafar á Evrópska efnahags- svæðinu hefur Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra lagt áherslu á að byggja upp samstarf við Samband íslenskra sveitarfé- laga. Samstarfinu er ætlað að skapa for- sendur þess að sveitarfélögin í landinu geti eftir því sem kostur er komið að mót- un löggjafar og einnig að fulltrúar þeirra fái upplýsingar um þróun mála. Þetta kom fram í erindi utanríkisráðherra á ráðstefnu sambandsins og utanríkisráðuneytisins um áhrif EES-samningsins á íslensk sveitarfé- lög sem haldin var í febrúar síðastliðnum. í upphafi máls síns benti Halldór Ás- grímsson á að EES-samningurinn væri í raun einn mikilvægasti félagsmálasáttmáli sem ísland hafi gerst aðili að. Á vettvangi Evrópska efnahagssvæðisins séu mótaðar reglur er geti haft víðtækar afleiðingar fyrir sveitarsjóði og einnig íbúa sveitarfélaga. Því sé fyllilega tímabært fyrir sveitarfélög- in að koma með nánari hætti að því starfi sem unnið er á þessum vettvangi. Halldór minnti á að hann hafi áður gert að umtals- efni þau vandkvæði er skapast hafa á und- anförnum árum vegna þróunar Evrópu- sambandsins og breytinga á valdahlutföll- um ýmissa stofnana frá því samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið var gerður. Benti hann á að Evrópuþingið gegndi stöðugt meira hlutverki við mótun löggjaf- ar sambandsins auk þess sem nýjar stofn- anir hafa komið til eftir gerð EES-samn- ingsins. Fulltrúar fólksins verði virkari Halldór sagði þessa þróun enga tilviljun. Hún beinist markvisst í þá átt að fulltrúar fólksins í aðildarríkjum Evrópusambands- ins verði eins virkir og unnt er í allri ákvarðanatöku um eigin örlög. Þetta væri hluti af umræðunni sem nú færi fram inn- an sambandsins um svonenda „nálægðar- reglu" er feli í sér að ákvörðunarvald eigi að vera eins nálægt borgurunum og unnt sé. „Það er að mínu mati mikilvægt að EFTA-ríkin komi í eins ríkum mæli og unnt er að því hvernig sú löggjöf mótast sem okkur er á endanum ætlað að fylgja. í þessu efni er oft og tíðum verið að fjalla um löggjöf sem varðar hagsmuni almenn- ings og ekki síður hagsmuni sveitarsjóða og atvinnulífs. Miklu varðar að grannt sé fylgst með þróun mála því verulegir hags- munir geta verið í húfi." „Það er að mínu mati mikilvægt að EFTA-ríkin komi í eins ríkum mæli og unnt er að því hvernig löggjöf mótast sem okkur er á endanum ætlað að fylgja. í þessu efni er oft og tíðum verið að fjalla um löggjöf sem varðar hagsmuni almennings og ekki síður hagsmuni sveitarsjóða og atvinnulífs. Miklu varðar að grannt sé fylgst með þróun mála því verulegir hagsmunir geta verið í húfi." ísland með 80% af löggjöf Evrópusambandsins Halldór ræddi næst um aukið hlutverk borgara aðildarríkja Evrópusambandsins í ákvarðanatöku. Hann sagði að í Ijósi þess að ísland taki yfir um 80% af allri löggjöf Evrópusambandsins, hvort sem er á grunni EES-samningsins eða Schengensamnings- ins, hljóti þessi stefna sambandsins að vekja okkur til umhugsunar. Hann benti á að í raun sé það svo að rekstur og mótun EES-samningsins hér á landi sé að stórum hluta í höndum embættismanna ríkis- valdsins en Alþingi og sveitarstjórnir komi í of takmörkuðum mæli að mótun reglna og sveitarstjórnarmenn of lítið að þróun mála. Halldór kvað skyldu stjórnvalda að vinna gegn þessu sem kostur er innan þess ramma sem settur er í stjórnskipan okkar og í EES-samningnum. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra benti á að EES-samningurinn væri í raun einn mikilvægasti félagsmálasáttmáli sem ísland hafi gerst aðili að. Á vettvangi Evrópska efnahagssvæðisins séu mót- aðar reglur er geti haft vfðtækar afleiðingar fyrir sveitarsjóði og einnig íbúa sveitarfélaga. Fjórir milljarðar til byggðamála Halldór vék máli sínu nokkuð að Svíum sem gert hafa úttekt á áhrifum Evrópusam- bandsaðildar fyrir sveitarfélögin þar í landi. Hann sagði að komið hafi í Ijós að allt að 400 milljarðar íslenskra króna hafi verið lagðir til afmarkaðra héraða og svæða í Svíþjóð á árunum frá 1995 til 1999. Þar af hafi um 130 milljarðar króna komið úr uppbyggingarsjóðum Evrópu- sambandsins. Halldór sagði það mat höf- unda sænsku könnunarinnar að með þess- um fjármunum hafi tekist að viðhalda eða búa til um 28 þúsund störf og setja á fót um fimm þúsund fyrirtæki. Halldór sagði óháða sérfræðinga telja að ef um sam- bærilegar tölur væri að ræða á íslandi gæti samanlagt framlag til byggðamála numið á bilinu 3,7 til 4,7 milljörðum króna. Þar af mætti gera ráð fyrir framlög- um frá Evrópusambandinu á bilinu 1,5 til 2,0 milljarðar króna. Síðan gæti mótfram- lag íslendinga verið í formi núverandi framlaga til samgöngumála. Halldór sagði Evrópusambandið enn skuldbundið til þess að leggjast á árarnar með stjórnvöld- um, sveitarfélögum og félagasamtökum í aðildarríkjunum til að verja byggðir og efla þær til frekari sóknar. „Ég fæ ekki séð að það grundvallaratriði muni breytast þrátt fyrir að Ijóst megi vera að þær breyt- ingar sem nú eiga sér stað á Evrópusam- bandinu muni án efa hafa áhrif á þær fjár- hæðir sem ég hef nefnt," sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra. 9

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.