Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.2002, Blaðsíða 15

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2002, Blaðsíða 15
Staðardagskrá 21 og nýtt aðalskipulag Kópavogsbæjar Á undanförnum misserum hefur verið unn- ið að nýju aðalskipulagi fyrir Kópavogsbæ og Staðardagskrá 21 fyrir bæinn. Áformað er að þessu verki Ijúki í vetur og gefið verði út nýtt aðalskipulag ásamt Staðardagskrá í vor. í erindi Ásdísar Ólafsdóttur, bæjarfull- trúa í Kópavogi, á Staðardagskrárráðstefn- unni á Akureyri í febrúar kom fram að í fyrstu hefði farið fram mat á stöðu þeirra málaflokka á vegum bæjarins er falla und- ir Staðardagskrá 21. í framhaldi þess var efnt til íbúaþings er fór fram í febrúar á síðasta ári. Markmiðið með því var að nálgast sjónarmið bæjarbúa. Alls mættu um 150 manns á íbúaþingið auk þess sem unnið var með um 40 börnum fyrir það. Alls komu því yfir 200 manns að þessu starfi þegar allt er talið. Markmið þingsins var að allir gætu komið hugmyndum sín- um á framfæri og einnig hvernig þeir teldu að ætti að framkvæma þær. Hug- myndirnar voru kynntar aðeins þremur dögum eftir þingið og íbúum boðið að skrá sig f sérstakan samráðshóp til þess að fylgja málinu eftir. Meira svigrúm innan staðardagskrár 21 Ásdís Ólafsdóttir sagði í erindi sínu að eft- ir íbúaþingið hafi málið verið kynnt í öll- um nefndum og ráðum á vegum bæjarins. Embættismenn hafi starfað sem tengiliðir við verkefnisstjóra við gerð tillagna um stefnu, markmið og leiðir í samræmi við þær áherslur sem bæjarfulltrúar lögðu fram. Ásdís sagði að innan hins nýja aðal- skipulags fái úrlausnir í Staðardagskrá meira svigrúm en unnt sé að verða við innan núgildandi skipulags. Hún sagði einnig að í Ijósi reynslunnar virtist auð- veldara að ná til almennings með Staðar- dagskrá en með aðalskipulagi. Aðalskipu- lagið sé staðfest plagg og kosti langt ferli að breyta áherslum þess. Það sé ein af ástæðum þess að markmið Staðardagskrár Með nýju aðalskipulagi Kópavogsbæjar fyrir árin 2000-2012 er langþráðum áföngum náð og með þeim skapasl betri aðslæður til að móta heildstæð markmið í skipulags- og umhverfismálum að mati Asdísar Ólafsdóttur bæjarfulltrúa. Myndin er frá nýja bryggjuhverfinu þar. gangi stundum lengra en markmið f aðal- skipulagi þótt fullt samræmi sé í inntaki þeirra. Langþráðir áfangar Ásdís Ólafsdóttir bæjarfulltrúi sagði að út- gáfa Staðardagskrár 21 fyrir Kópavogsbæ og nýtt aðalskipulag fyrir bæinn árin 2000 til 2012 væru langþráðir áfangar og með þeim muni skapast betri aðstæður til þess að móta heildstæð markmið í skipulags- og umhverfismálum. Vinnunni Ijúki þó ekki með því heldur taki við önnur og ekki síður ögrandi verkefni við að hrinda markmiðum bæjarfélagsins í skipulags- og umhverfismálum í framkvæmd. • rautt efni ♦ ristaþrep • ryðfrítt efni • hringstigar • skipastál • fíberristar Sandblástur & Málmhúdun hf. Árstíg 6 • 600 Akureyri Sími 4601500 • Fax 460 1501 15

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.