Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.2002, Blaðsíða 25

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2002, Blaðsíða 25
Jöfnunarsjóður stendur ekki undir framlögum vegna fasteignaskatts Fulltrúaráð Sambands íslenskra sveitarfé- laga hefur beint því til félagsmálaráðherra og ríkisstjórnar að lögum um tekjustofna sveitarfélaga verði breytt þannig að markaður tekjustofn Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga nái að standa undir framlög- um sjóðsins vegna fasteignaskatts. Full- trúaráðið leggur áherslu á að staða sveit- arfélaganna verði söm að þessu leyti og hún var fyrir breytingar á lögum um tekju- stofna sveitarfélaga í byrjun ársins 2001. Vísað til loforða stjórnvalda Ljóst er að markaður tekjustofn Jöfnunar- sjóðs sveitarfélaga til að greiða fasteigna- skattsframlög til sveitarfélaganna reyndist ekki nægjanlegur á árinu 2001. Einnig liggur fyrir að það sama muni endurtaka sig á yfirstandandi ári verði ekkert að gert. I ályktun 62. fundar fulltrúaráðsins segir að afleiðing þessara breytinga á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sé að hvert sveitarfélag verði ekki jafnsett eftir hana. í álytkuninni er vísað til breytinga sem gerð var á álagningarstofni fasteigna og kom til framkvæmda í ársbyrjun 2001. Þá hafi stjórnvöld heitið því að hvert sveitarfélag yrði jafnsett og fyrir breytinguna. Einkahlutafél tekjum sveita Sveitarfélögin í landinu hafa orðið fyrir gífurlegu tekjutapi vegna fjölgunar einkahlutafélaga. Þetta kemur fram í nið- urstöðum starfshóps sem falið var af stjórn sambandsins að fjalla um og meta meinta skerðingu útsvarsstofns í kjölfar fjölgunar einkahlutafélaga. í framhaldi af vinnu starfshópsins hef- ur fulltrúaráð sambandsins beint því til félagsmálaráðherra og ríkisstjórnarinnar ög draga úr rfélaga að sveitarfélögunum verði bætt það tekjutap sem þau hafa orðið fyrir af þessum sökum. í niðurstöðum starfs- hópsins kemur fram að útsvarstekjur sveitarfélaga hafa lækkað, hvort tveggja vegna skerðingar á útsvarsstofni en einnig af völdum skattbreytinga og ekki síst heimilda til þess að breyta einka- rekstri í einkahlutafélag. JL 00 n tZJ F=l ED LJ F={ O F=l K F=l Orkuveita RANGÁRVELLIR PÓSTHÓLF 90 ■ 602 AKUREYRI SÍMI: 460 1300 ■ FAX: 460 1301 Reykjavíkur NETFANG: nordurorka@akureyri.is VEFFANG: www.no.is 25

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.