Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.2002, Blaðsíða 22

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2002, Blaðsíða 22
Starfshópur um skipulag náms fyrir sveitarstjórnarmenn Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur samþykkt erindis- bréf fyrir starfshóp til að skipuleggja nám fyrir íslenska sveitar- stjórnarmenn á kjörtímabilinu 2002 til 2006. Verkefni starfshóps- ins verður að gera áætlun um námstilboð fyrir sveitarstjórnar- menn á þessu tímabili og hafa umsjón með framkvæmd hennar. Fyrsta verkefni starfshópsins verður að skipuleggja grunnnám fyrir sveitarstjórnarmenn, sem haldið verður í samvinnu við landshlutasamtök sveitarfélaga á síðasta ársfjórðungi þessa árs. Vinnuhópurinn á að skilgreina markmið náms og markhóps, hafa umsjón með gerð námsefnis, vali á leiðbeinendum og þjálf- un þeirra. Starfshópurinn á einnig að leita eftir samvinnu við landshluta- samtök sveitarfélaga um framkvæmd námsins í hverjum lands- hluta fyrir sig og kynna sér hvernig fræðslumálum stjórnmála- flokka er háttað, meðal annars til að koma í veg fyrir skörun og tryggja að námið verði sem markvissast. Starfshópnum er einnig ætlað að leggja fram til- lögu að kostnaðaráætlun vegna námsins, ásamt nánari áætlun um framkvæmd fyrir stjórn sambandsins. Þá er hópnum ætlað að gera áætlun um áframhaldandi námstilboð fyrir sveitarstjórnarmenn til að fylgja eftir grunnnáminu og í ein- stökum málaflokkum sveitarfélaga í samvinnu við ráðuneyti eða ríkisstofnanir sem bera ábyrgð á viðkomandi málaflokkum. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur samþykkt erindisbréf fyrir starfshóp til að skipu- leggja nám fyrir íslenska sveitarstjórnarmenn á kjörtímabilinu 2002 til 2006. I www.airiceland.it Flugkortið er greiðslu- og viðskiptakort ætlað fyrirtækjum í viðskiptum við Flugfélag íslands Flugferðir Hótel Veitingar Fítin kosturáferðalöfum Allt að 30% afsláttur til Flugkortshafa Með Flugkortinu má greiða flugfarseðla með Flugfélagi íslands, bílaleigubíl, hótelgistingu, mat á veitingastöðum og ýmsa aðra þjónustu hjá völdum fyrirtækjum i samstarfi við Flugkortið. Notkun kortsins hefur einnig í för með sér ýmsa sérþjónustu og fríðindi ásamt því hagræði sem fylgir sundurliðuðu reiknings- yfirliti sem Flugkortshafa er sent mánaðarlega. Bílaleiga Fundaraðstaða ■ Eldsneyti Upplýsingar hjá Fyrirtækjaþjónustu Flugfélags íslands sími 570 3606. Fax 570 3001 Netfang: flugkoft@airiceland.is Umtalsverður sparnaður Viðskipti með Flugkorti hafa í för með sér allt að 30% afslátt af viðskiptum við Flugfélag íslands og Flugkortshöfum eru ætíð tryggð betri kjör hjá samstarfsaðilum en annars staðar, séu gæðin lögð til grundvallar. FLUGFÉLAG ÍSLANDS Fyrirtækjaþjónusta 22

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.