Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.2002, Blaðsíða 30

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2002, Blaðsíða 30
Sveitarstjórnarkosningar Kosið í 105 sveitarfélögum í vor Sveitarfélögin í landinu verða 19 færri í kosningunum í maí en þau voru 1998. Þeim hefur fækkað með sameiningum á þessu ári og í fyrra, nú síðast með sameiningum í Strandasýslu og Rangárvallasýslu. Niðurstaðan er því sú að í vor verður kosið í 105 sveitarfélögum en fyrir fjórum árum voru þau 124. Til upprifjunar fylgir hér samantekt yfir þau sveitarfélög sem hafa sameinast á yfir- standandi kjörtímabili en þessar upplýs- ingar má finna á heimasíðu félagsmála- ráðuneytisins. í svigum er fjöldi sveitarfé- laga í landinu eftir viðkomandi samein- ingu. • Þann 1. janúar 2001 tók gildi sam- eining Glæsibæjarhrepps, Skriðu- hrepps og Öxnadalshrepps, í um- dæmi sýslumannsins á Akureyri. Hið sameinaða sveitarfélag hlaut nafnið Hörgárbyggð (122). • Þann 4. apríl 2001 var samþykkt í atkvæða- greiðslu sameining Engi- hlíðarhrepps og Blöndu- ósbæjar, í umdæmi sýslumannsins á Blöndu- ósi (121). • Þann 3. nóvember 2001 var samþykkt í atkvæða- greiðslu sameining Bárð- dælahrepps, Hálshrepps, Ljósavatnshrepps og Reykdælahrepps, í um- dæmi sýslumannsins á Húsavík (118). • Þann 17. nóvember 2001 var samþykkt í at- kvæðagreiðslu sameining Austur-Eyjafjallahrepps, Vestu r- Eyj afj a 11 ah repps, Austur-Landeyjahrepps, Vestur-Landeyjahrepps, Fljótshlíðar- hrepps og Hvolhrepps, í umdæmi sýslumannsins á Hvolsvelli (113). • Þann 28. desember 2001 staðfesti ráðherra tillögu nefndar, sem skipuð var skv. 89. gr. sveitarstjórnarlaga, um sameiningu Vindhælishrepps og Skagahrepps, í umdæmi sýslumanns- ins á Blönduósi (112). Þann 19. janúar 2002 var samþykkt í atkvæðagreiðslu sameining Gnúp- verjahrepps og Skeiðahrepps, í um- dæmi sýslumannsins á Selfossi (111). Þann 17. nóvember2001 fór fram atkvæðagreiðsla um sameiningu Biskupstungnahrepps, Grímsnes- og Grafningshrepps, Laugardalshrepps og Þingvallahrepps, í umdæmi sýslu- mannsins á Selfossi. Tillaga um sam- einingu var felld í Grímsnes- og Grafningshreppi en samþykkt í hin- um þremur sveitarfélögunum. Sveit- arstjórnir Biskupstungnahrepps, Laugardalshrepps og Þingvallahrepps hafa nú ákveðið að sameina sveitar- félögin þrjú í eitt sveitarfélag, með vísan til heimildar í 2. mgr. 91. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998 (109). • Þann 9. mars var samþykkt í at- kvæðagreiðslu sameining Reykja- hrepps og Húsavíkurkaupstaðar, í umdæmi sýslumannsins á Húsavík (108). • Þann 16. mars 2002 fór fram at- kvæðagreiðsla um sameiningu Holta- og Landsveitar, Rangárvalla- hrepps, Djúpárhrepps og Ása- hrepps. Sameining hreppanna var samþykkt í þremur hreppum af fjórum, en íbúar Ásahrepps höfnuðu sameiningunni. Sveit- arstjórnir Holta- og Landsveitar, Rangárvallahrepps og Djúpár- hrepps hafa ákveðið að sam- eina sveitarfélögin þrjú í eitt sveitarfélag með vísan til heim- ildar í 2. mgr. 91. gr. sveitar- ' stjórnarlaga nr. 45/1998 (106). • Þann 17. apríl staðfesti félags- málaráðherra sameiningu Hólmavíkurhrepps og Kirkju- bólshrepps. Sameiningin er gerð á grundvelli 6. gr. sveit- arstjórnarlaga, nr. 45/1998, en þar er kveðið á um að fé- lagsmálaráðherra skuli eiga frumkvæði að því að sameina sveitarfélag sem hefur haft færri en 50 íbúa þrjú ár í röð við nágrannasveitarfélag. íbúafjöldi í Kirkjubólshrepp hefur verið undir þessum mörkum. (105). Upplýsingar um sameiningarmál sveitar- félaga er að finna á kosningavef félagsmálaráðuneytisins, www. kosningar2002. is. í vor verður kosið í 105 sveitarfélögum. Þessi mynd er tekin í sveitarstjórnarkosn- ingunum 1998. 30

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.